Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012
Græjur og tækni
Örlítill leiðarvísir
í sjónvarpskaupum
Hvaða stærð?
Áður en farið er í sjónvarpsbúðina er
lykilatriði að skoða hvaða stærð er ákjósan-
legust. Hversu stór, nú eða lítill, má skjárinn
vera í tilteknu rými. Sé sjónvarpið keypt án
þess að mælt sé fyrir því áður hvaða pláss
það mun taka vill það oftar en ekki henda
að setið er uppi með of lítið eða allt of
stórt sjónvarp sem yfirgnæfir stofuna.
Algengt er að í stofu séu sjónvarpstæki
keypt sem eru 37 og 42 tommur að stærð.
Í herbergi eða minni stofur er oft miðað
við 32 tommu sjónvörp og víðast er talað
um 40 tommu sjónvarp sem lágmarks-
stærð á tæki í stofu. Með stærri tækjum á
markaðinum eru 80 tommu sjónvörp en
sjónvörp eru þó til í öllum stærðum, allt frá
5 tommum upp í rúmlega 100.
Frekari fróðleikur:
32”
= 81,28 cm
37” = 93,98 cm
40” = 101,6 cm
42” = 106,7 cm
80” = 203,2 cm
Hvaða gerð?
Ný sjónvörp í dag eru flatskjáir - annað
hvort plasmasjónvörp, LCD eða LED
og svo eru líka til þrívíddarsjónvörp.
Hvernig á að velja hvers konar tæki
hentar er svo annað mál enda oft mjög
persónulegt mat, hvers konar birtu
fólk kann við, mikla eða litla, og hvort
áhorfendur vilja hafa litina djúpa og
dökka eða bjartari.
Sumt skiptir minna máli
Ýmsar upplýsingar eru gefnar upp um
sjónvarpstæki sem fólk eyðir oft óþarfa
orku í að skilja.
Tæknivefsíðan reviews.cnet.com
gengur svo langt að segja að meirihluti
upplýsinga, sérstaklega í formi alls kyns
tölustafa, sem gefnar eru upp skipti
neytandann engu.
Hvað skiptir þá mestu máli?
LCD skjáir eru yfirleitt þeir
ódýrustu og í minni sjónvörp-
um er LCD það eina sem
er í boði. Skjáirnir henta vel í
björt gluggarými þar sem ekki
er mikil speglun í tækjunum
en þykja oft síðri í dimmum
herbergjum. Eyða minna
rafmagni en plasmatæki.
LED og LCD
skjáir byggja
á sömu tækni
nema að í LCD
tækjunum eru
flúorperur en í LED sjónvörpum
eru LED perur. Líftími LED pera
er mun meiri og sjónvörpin þurfa
einnig oftast minna rafmagn. LED
tækin eru yfirleitt dýrari því þau
þykja endingarbetri. Þá eru þau
þynnri en LCD.
Plasmasjónvörp byggja á allt annarri tækni.
Þau eru svipuð í þykkt og LCD en hitna meira og
eyða meira rafmagni. Plasminn er sagður varpa
dekkri mynd en LED og LCD sjónvörp og litirnir
eru einnig dekkri, til að mynda er svarti liturinn
alveg svartur. Gott er að hafa í huga í hvers
konar rými á að velja tækið en oft vill speglast
í plasmatækjum og þau henta því betur í lokuð
sjónvarpsrými. Myndin þykir
raunverulegri á plasmatækjum,
meiri gæði og minni svartíma
en á öðrum tækjum.
Þó að sjónvarpskaupin séu hér
einfölduð eins og hægt er er rétt að
árétta það að atriði eins og upplausn
skipta máli en ekki öllu máli. Meiri
upplausn þýðir ekki endilega betri
myndgæði því aðrir þættir, svo sem
birtuskil og litadýpt og svartími hafa
þar líka áhrif.
Ekki hefur mikið verið skrifað um
nýjustu tækni í sjónvörpum á íslensku
en benda má lesendum á að Sævar
Helgi Bragason nemi í stjarneðlisfræði
hefur gefið greinargóð og ýtarleg svör
við spurningum er snúa að upplausn,
svartíma og birtuskilum fyrir þá sem
vilja sökkva sér ofan í sjónvarpsfræðin.
Svörin hans má finnaVísindavef
Háskóla Íslands.
Fjarstýringin
Ótrúlegt en satt en þá eru ýmsir tæknigúrúar sem segja að
fjarstýringin sjálf skipti ekki síður máli en sjónvarpið sjálft. Biðjið
sölumann að sýna ykkur hvernig fjarstýringin virkar og hvaða
möguleika hún býður upp á. Þær eru jafn mismunandi og
sjónvörpin sjálf.
Tengin
Öllu máli skiptir að skoða hvaða tæki skal tengja við
sjónvarpstækið en þau eru oft orðin mörg í seinni tíð.
Eru það leikjatölvur, DVD-spilarar, hljómtæki, fartölvur,
heyrnartól og eitthvað fleira? Gervihnattadiskaeigendur
þurfa sérstakt tengi. Sjónvarpstækið þarf því að hafa öll tengi
sem neytandinn
þarf á að halda
og mikilvægt að
ræða það vel við
sölumann til að
takmarka ekki
notkunarmögu-
leika framtíðar-
innar. Gjarnan
er talað um að miða við að hafa í það minnsta þrjú tengi
á sjónvarpinu fyrir tækin. HDMI tengi er tegund tengis sem
notað er til að tengja Blu-ray spilara við háskerpusjónvarp
eða tölvu við en tengið flytur bæði hágæða mynd og hljóð.
Bæði þarf að passa að hafa tengi fyrir nýjustu græjur sem
bæst geta við og þau gömlu sem ætlun er að hafa áfram í
notkun.
Notendavænt
Ekki nema að neytandinn
finni sig sérstaklega í því að
finna út úr flóknum stillingum
og möguleikum þá eru vönd-
uð tæki oft þau einföldustu
og notendavænustu. Fáið
að spreyta ykkur á tækinu
í versluninni, skipta á milli stöðva, hækka og lækka,
breyta myndinni og lit, skerpa og leika ykkur. Það finnst
fljótt ef þetta er ársverk að ná stjórn á stillingunum.
Matt eða glansandi
Virkilega mikilvægt atriði. Ef tækið er keypt í
skammdeginu þarf að hafa í huga hvernig rýmið
er að sumri til - eru gluggar stórir og mikið
endurskin? Plasmatæki eru sem fyrr segir talin
henta síður í stórum björtum rýmum.
Orkusparnaður
Hversu miklu eyðir tækið í
rafmagni skiptir máli eins og það
skiptir máli hversu endingargóð
þau eru. Það er afar mismunandi
milli sjónvarpstækja og spurning
sem skiptir ekki minna máli en
hvað bíll eyðir miklu bensíni.
AÐ ENDURNÝJA SJÓNVARPSTÆKIÐ ER TALSVERT
FLÓKNARA EN ÞAÐVAR Á TÍMUM TÚBUSJÓNVARPS.
ÞETTA ER HEIMUR FULLUR AF ALLS KYNS UPPLÝSINGUM
OG ERFITT AÐ GREINA Á MILLI HVAÐ SKIPTIR MÁLI OG
HVAÐVEGUR EKKI EINS ÞUNGT ÞEGAR KEMUR AÐ LOKA-
VALINU. HÉR ERU NOKKUR LEIÐBEINANDI EINFÖLD SKREF.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is