Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 39
H eimsbyggðin eign-aðist nýja tískufyr-irmynd þegar Vil- hjálmur Prins kvæntist Kate Middleton. Auðvitað hafði hún verið undir smásjá með- an þau Vilhjálmur voru „bara“ kærustupar en eftir að hún giftist prinsinum fór hún að sinna opinberum skyldum og neyddist til að vera alltaf tipp topp til fara. Hún fann fljótlega sína hár- greiðslu og komst að því að hún liti alltaf langbest út ef hún blési á sér hárið, túberaði rótina örlítið til að fá mátulega lyftingu og krullaði endana til að fá fallegri línur í hárið. Á dögunum var árs- reikningur konungsfjöl- skyldunnar gerður opinber og þá kom í ljós að frú Middleton eyddi 7 millj- ónum í föt á síðasta ári. Það öfunda örugglega einhverjar frúna af þessari upphæð því við vitum að það er hægt að kaupa ýmislegt fyrir þessa upphæð. Sá sem lifir í öfund verður aldrei hamingjusamur og því er ágætt að hafa það í huga að best klæddu konur heims hafa oft ekki mestu fjárráðin. Það að kunna að velja saman föt er kúnst sem ekki má gera lítið úr og það er aldrei hægt að kaupa sér stíl. Stíll frú Middleton er klassískur og dálítið breskur. Hún er yfir- leitt smartari þegar hún fer út í búð eða sinnir hversdagslegum skyld- um sem venjuleg manneskja en þegar hún klæðir sig upp fyrir opin- berar skyldur. Hverdagsútgáfan af frú Middleton er í gallabuxum og í leðurstígvélum yfir þær. Stundum er hún meira að segja í gúmmí- stígvélum yfir buxurnar. Það eru kannski einhverjar orðnar leiðar á því að troða buxunum ofan í stígvélin en það er ástæða fyrir því hvers vegna þessi tískustraumur er svona lífseigur. Það að fara í stígvél yfir buxur er klæðilegt. Leggurinn virkar lengri en þegar við förum í ökklaháa skó við þröngar buxur. Við stígvélin er frú Middle- ton í lekkerum ullarpeysum, leðurvestum, vatteruðum vestum, vatteruðum jökk- um eða vaxjökkum. 66 Norður var að koma með splunkunýjan primaloft jakka, sem er vatteraður og dásamlega hlýr. Ef þú Middleton-ar þig upp skaltu máta þennan jakka, girða gömlu gallabux- urnar ofan í leður- stígvél og setja smá krullur í hárið. Prinsessan í hversdagsklæðum Ralph Lauren er með prins- essulúkkið á hreinu Middleton- aðu þig upp Vatteraður Úlfarsfell dömujakki frá 66N, 39.800 kr. Rauður kragi úr Evu Laugavegi, 12.995 kr. Stígvél úr Evu, 58.995 kr. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða• fisléttar og sterkar• flott hönnun• litríkar• Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Landsins mesta úrval af klukkum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.