Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 48
besti sjónvarpsþáttur Evrópu. Verðlaununum hefur stundum verið líkt við Gullbjörn Can- nes. Næsta stóra skrefið var danska myndin Original árið 2009. Á kvikmyndahátíðinni í Sjanghæ hlaut Sverrir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni. „Í eitt og hálft ár lék ég svo í Wallander. Við bjuggum í litlum bæ þar sem allt var tekið upp og sá tími var mjög skemmtilegur og virkilega góð æfing í að leika. Á tökustað var ég með íbúð en keyrði svo heim um helgar. Nei, Pontus er alls ekki líkur mér. Hann minnir mig á ungan Wallander og er miklu óútreiknanlegri en ég tel mig vera. Maður veit einhvern veginn ekki hvar maður hefur hann.“ En hver er Sverrir? Í það minnsta segir hann að frumsýningarpartí og lífsstíll fræga fólksins sé ekki hans tebolli. Hann sinni þeim parti af lífi leikarans að fara reglulega í viðtöl til að kynna myndirnar en hann velji eins og hann geti að fara ekki í mörg frum- sýningarpartí og trúir að í Svíþjóð, líkt og annars staðar, geti fólk haft sig meira eða minna frammi og spornað þannig við því að lenda mikið í slúðurblöðunum. „Ég að vísu les sjaldan slúðurblöðin en jú, jú, auðvitað hefur það komið fyrir að eitt- hvað um mann rati þangað. En þetta er svo- lítið skrýtinn heimur, frægðarheimurinn, og ég held að ég ósjálfrátt hafi forðast hann og finnst ég ekki hluti af honum.“ Sverrir er spenntur fyrir því sem er að gerast í íslensku leikhúsi og kvikmyndum. Hann fer reglulega til Íslands og segist virkilega hrifinn af því sem er að gerast hér- lendis. Sjálfur lék hann í íslensku leikhúsi áður en hann fluttist út. Kjartan Ragnarsson fékk hann til að leika Ólaf Kárason ungan í Borgarleikhúsinu árið 1989 og Sverrir kallar hann fyrsta mentorinn sinn. Ári síðar flutti hann út en fram að því hafði hann verið Vesturbæingur. Eða svona næstum. Hann bjó fyrstu fjögur ár ævi sinnar í Lundi, flutti heim og svo aftur til Svíþjóðar. Missti sænskuna því niður fjögurra ára og lærði hana aftur að verða unglingur. Í dag segist hann sleipari í sænsku en ís- lensku þótt erfitt sé að merkja nokkurn mun á honum og öðrum Íslendingum. Sverrir á enn nokkra gamla Vesturbæjarvini og er með sterk tengsl við Ísland þótt hann hafi flutt út aðeins 11 ára. Og hann heimsækir meira að segja „mentorinn“ reglulega þegar hann kemur til Íslands. „Ég er í góðu sambandi við fjölskylduna heima. Systir mín er læknir og býr í Gauta- Leikarinn á ótal hliðar. * Ef til vill hefði égmisst eitthvað afmínu persónulega yf- irbragði sem leikari. En það er erfitt að segja, hver veit nema að ég væri enn betri leikari. Ég fæ hins vegar stundum að heyra það frá leikstjórum að þeir eru ánægðir með að ég er ekki með of mótaða rödd og mótaðan talanda“ Eiginkona Sverris er sænsk leikkona, Josefin Ljungman. borg. Ég er líka svo heppinn að margir ís- lensku vina minna búa hér úti en leið þeirra lá hingað í nám. Einn þeirra, Kristinn Gylfa- son, hefur til dæmis lagt stund á nanótækni og svo er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leik- stjóri góðvinur minn. En á Íslandi er ákveð- in ró sem ég finn svo vel þegar ég kem þangað. Stundum gæli ég við hugmyndina að koma heim og prófa að búa á Íslandi í nokk- ur ár. Ég sakna lambakjötsins og fæ reglu- lega lambakjötssendingar að heiman sem lít- ur út fyrir að ég þurfi ekki að gefa neinum með mér hér þar sem konan mín er græn- metisæta og elsta dóttir mín hefur nýverið tilkynnt mér að hún hyggist ganga í lið með henni.“ Leikstjórar ánægðir með ómótaða rödd Aðspurður kveðst Sverrir aldrei hafa hug- leitt það að helga sig stjórnmálum eins og afi hans Sverrir Hermannsson. „Við afi erum í góðu sambandi og ég var líka mikið hjá þeim sem krakki. En ég fékk þessa bakteríu sem leiklist er, að ég held sá eini í fjölskyld- unni. Ég fann fljótt eftir að ég steig inn í leikhúsið að ég yrði líklega ekki arkitekt eins og ég hafði ætlað. Nei, ég finn ekki hindr- anir þótt ég sé ekki leikaramenntaður. Eða við getum sagt að það gerist ekki lengur. Ekki eftir að ég hafði sannað mig í kvik- myndum og á sviði en áður gat það gerst þótt það segi enginn neitt lengur í dag. Á vissan hátt getur það líka verið kostur að hafa ekki farið í leiklistarskóla. Ef til vill hefði ég misst eitthvað af mínu persónulega yfirbragði sem leikari. En það er erfitt að segja, hver veit nema að ég væri enn betri Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 SOREL CARIBOU Stærðir 36–47 (kk og kvk). Brúnir. 25.990 KR. FULLT VERÐ 29.990 KR. TAY SPORT KULDASTÍGVÉL Stærðir 41–48. 19.990 KR. FULLT VERÐ 23.990 KR. SKÓ - DAG AR Í ELL INGS EN PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 28 26 BETRI FÆTINUM BREGÐU UNDIR ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.