Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 51
Hemmi í Sjónvarpinu Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum og Englandi, þyki undravert ef spjallþáttur nær 20% áhorfi. Hermann Gunnarsson stýrði sjónvarpsþáttum Á tali á RÚV í áratug, frá 1987-1997. H au st 19 88 H au st 19 89 Vo r 1 98 9 H au st 19 90 H au st 19 91 Vo r 1 99 2 H au st 19 92 Vo r 1 99 3 H au st 19 93 H au st 19 94 Vo r 1 99 5 H au st 19 95 Vo r 1 99 6 Vo r 1 99 7 Á tali Fréttir Gettu betur 57% 57% 69% 60% 62% 63% 47% 48% 51% 48% 49% 45%45% 34% 32% 37% 40% 50% 40% 56% 40% 44% 47% 45% 40% 40% leika lækni. Setningarnar sem hann fór svo með voru í um- ræddu umslagi og þrátt fyrir að þarna hafi ekki verið um tímamóta leik að ræða gekk allt vel, en áhorfendur vissu auðvitað ekki hvaðan á sig stóð veðrið.“ Svona mætti lengi telja. „Við vorum að leika okkur, og fólk skemmti sér!“ segir Egill. Hann fékk þá hugmynd fyrir rúmum áratug að rifja þætt- ina með Hemma upp. „Ég var að skoða gamalt efni, eins og ég geri reyndar nánast daglega, og rakst af tilviljun á tvo þætti. Ég er ekki einn af þeim sem finnst það gamla alltaf betra en annað, en verð að segja eins og er – og það kom mér satt að segja verulega á óvart – að margt var mjög skemmtilegt þarna. Reyndar var líka margt ömurlegt! En þarna var efni sem mér fannst að þyrfti að endursýna. Ég veit ekki hvers vegna, en þættirnir okkar Hemma hafa að mestu verið látnir í friði í gegnum árin en ég hugsaði mér að ástæða væri til að skoða málið betur.“ Frábær hugmynd „Fyrir 10 árum skrifaði ég Rúnari Gunnarssyni sem þá var dagskrárstjóri Sjónvarpsins og sagði honum að mig langaði endilega að rifja þessa þætti upp. Honum fannst hugmyndin frábær en ekkert gerðist. Ég nefndi þetta seinna við Þórhall Gunnarsson, eftir að hann varð dagskrárstjóri, og honum fannst hugmyndin líka frábær, en áfram gerðist ekkert. Í ár nefndi ég þetta svo við þriðja dagskrárstjórann, Sigrúnu Stefánsdóttur og hún greip hugmyndina á lofti.“ Nú eru nákvæmlega 25 ár síðan fyrsti þátturinn fór í loft- ið. Þættirnir urðu alls 115 þannig að af nógu var að taka fyr- ir Egil. Hann skoðaði hvern einasta þátt og er nú með 8.400 mínútur af Hemma-efni í tölvu sinni. „Við verðum með 12 þætti í vetur. Ég myndi reyndar treysta mér í aðra 12, ef beðið væri um, en þá væri líklega komið nóg.“ Hvað verður veit nú enginn. Agli finnst ekki spennandi að endursýna gömlu þættina í heild. Það væri tímaskekkja enda frásagnartakturinn þá allt annar en í dag; miklu betra sé að fara þá leið sem varð fyrir valinu. „Við rifjum sem sagt þættina upp, með Hemma auð- vitað, en síðan koma ýmsir góðir gestir í heimsókn en það er Þórhallur Gunnarsson, einn okkar lang flottasti sjónvarps- maður sem er gestgjafinn og hnýtir allt saman á einstakan hátt. Svolítið gaman að segja frá því, að hér sannast, að Þór- hallur er ekki síður rjúkandi gleðimaður, en hinn alvarlega þenkjandi fír, sem flestir kannast við á sjónvarpsskjánum.“ Aðstandendur þáttanna; Egill Eðvarðsson, Þórhallur Gunnarsson, Ástríður Við- arsdóttir og Hemmi Gunn. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Hermann var frábær íþróttamaður, marg- faldur Íslands- og bik- armeistari í fótbolta með Val og landsliðs- maður bæði í þeirri grein og handbolta. Í landsleik gegn Banda- ríkjamönnum (41:18) í New York 1966 gerði Hemmi 17 mörk sem þá var heimsmet. BOLTASTJARNA Fyrsti þátturinn af Á tali við Hemma Gunn var sendur út á föstudagskvöldið, þar sem rifjuð voru upp fyrstu skref Hermanns í sjónvarpi og einnig fjallað um glæsilegan íþróttaferil hans, eft- irminnilega Evrópuleiki Vals við Benfica í fótbolta og margt fleira. „Í minningunni var Hemmi bæði góður og skemmtilegur sjónvarpsmaður en fyrsta skref hans á þeim vettvangi voru ekki endilega þau flottustu sem menn geta hugsað sér, frekar en hjá mörgum öðrum!“ segir Þórhallur Gunnarsson, sem stýrir þáttunum 12 sem verða á dagskrá RÚV í vetur. Hann hlær og segir mikið um það í þáttunum. Hemmi er smitandi eins og mörgum er ljóst. „Ég gæti trúað að margir átti sig ekki á því hve magnaðir þættirnir voru fyrr en þeir upplifa brot úr þeim aftur núna,“ segir Þórhallur. „Ég var unglingur á þeim tíma sem hann var hvað vin- sælastur og þá þótti ekkert rosalega töff að horfa á þættina með Hemma, en samt gerði maður það alltaf! Og ég var búinn að gleyma hve „stórir“ þættirnir voru og hve margt var vel gert.“ Þórhallur fær fjölda gesta til sín í sjónvarpssal í vetur. „Einn þeirra er Gísli Marteinn Bald- ursson, sem kann Hemma utan að því hann tók alla þættina upp á VHS-spólur, lá yfir þeim og stúderaði viðtölin sérstaklega. Hann ætlaði sér væntanlega að verða eins og Hemmi, og var reyndar um tíma. Þá rifjar Logi Bergmann upp óborganlegar sögur af því þegar samstarfsmenn á RÚV stríddu Hemma hvað eftir annað, með því að koma honum á óvart; þeim tókst líklega best upp þegar söngkonan Leoncie mætti í þáttinn án þess að Hemmi hefði hugmynd um! Þá segir Vala Matt frá því þegar hún þurfti að leysa Hemma af einu sinni með engum fyrirvara.“ Þórhallur segist hafa haft afskaplega gaman af verkefninu og vonar að þjóðinni finnist jafn gaman. „Það tók smá tíma að plata mig út í þetta en þegar maður hefur ákveðið að taka bara að sér skemmtileg verkefni var auðvitað ekki hægt að hafna þessu!“ ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGT VERKEFNI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.