Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 52
Menning
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012
Tónlistarskólinn í Grafarvogi stendur fyrir
strengjamóti um helgina. Um 350 nemendur
alls staðar að af landinu, sem leika á strengja-
hljófæri, safnast saman í Grafarvogi og æfa
saman metnaðarfulla dagskrá. Þátttakendum
er skipt í fjórar sveitir og munu sveitirnar æfa
alla helgina. Stjórnendur eru kunnir hljóð-
færaleikarar, þau Guðný Guðmundsdóttir,
Helga Þórarinsdóttir, Guðmundur Krist-
mundsson og Wilma Young.
Strengjamótinu lýkur með tónleikum í Eld-
borgarsal Hörpu sunnudag klukkan 14. Að-
gangur er ókeypis og allir hjartanlega vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
350 NEMENDUR Í HÖRPU
STRJÚKA STRENGI
Ungir strengjaleikarar alls staðar að af landinu
hittast um helgina og leika fyrir gesti í Hörpu.
Morgunblaðið/Ómar
Gjafmild: Leikkonan dáða Meryl Streep.
AFP
Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep
færði í vikunni Lýðleikhúsinu (e. Public
theatre) í New York eina milljón Bandaríkja-
dala, andvirði 122 milljóna króna, að gjöf en
leikhúsið fékk nýverið mikla og kostn-
aðarsama andlitslyftingu. Streep hefur átt í
langvarandi sambandi við téð leikhús en hún
var tíður gestur á fjölum þess snemma á átt-
unda áratugnum. Gjöfina tileinkaði hún
George heitnum Papp, stofnanda Lýðleik-
hússins, og stjórnarmanninum fyrrverandi,
Noru Ephron, sem lést fyrr á þessu ári.
LÝÐLEIKHÚSIÐ Í NEW YORK
STREEPUÐ GJÖF F
lott uppfærsla á leikritinu Rautt
eftir John Logan um myndlist-
armanninn Mark Rothko í Borg-
arleikhúsinu hefur vakið athygli á
bæði Logan og Rothko. En Rothko var einn
af helstu listamönnum sinnar kynslóðar og
er nátengdur New York-skólanum.
Logan er rúmlega fimmtugt leikskáld og
handritshöfundur sem auk vel heppnaðra
leikrita hefur samið handrit að stór-
myndum eins og The Gladiator með
Russel Crowe, The Aviator með
Leonardo di Caprio, Rango með
Johnny Depp og nýjustu
James Bond-myndinni, Sky-
fall. Í viðtali við höfund
leikskrárinnar í Borg-
arleikhúsinu segir
Logan að hann
hrífist af stórum
persónum og
góðum leik-
húshug-
myndum
en
ein-
mitt það tengir aðalpersónurnar Maximus
Meredius í The Gladiator, Howard Hughes í
The Aviator og Mark Rothko í Rautt. Þar
segir hann einnig: „Ég gæti ekki skrifað
skáldsögu þó að ég ætti lífið
að leysa. Ég hef unun af að
skrifa fyrir leikara og veita
þeim innblástur til að skapa
spennandi persónur á leik-
sviði eða í kvikmynd.
Leikhúsið verður strax
í upphafi að vekja
áhuga áhorfandans.
Það gerist á
stund og stað: Tjaldið er dregið frá og leik-
ararnir flytja verk sitt, segja sögu og sýna
hana í tvær til þrjár klukkustundir og þá
fellur tjaldið. Allt er búið. Skáldsagan er
eiginlega hugleiðsla í einveru. Í mínum huga
jafnast það á við maraþonhlaup að lesa
skáldsögu. Í leikhúsi og jafnvel í kvikmynd-
um eru allir þátttakendur, áhorfendur sem
leikarar. Á vissan hátt er leikhúsið persónu-
legra og það krefst hugrekkis og opins per-
sónuleika að standa á sviði fyrir framan
áhorfendur.“
Í verkinu Rautt kemur það skemmtilega
fram hvað listamaðurinn getur verið blindur
á eigin hegðun, er blaðamanninum sér-
staklega minnisstætt hvernig Rothko
montar sig af því að hafa tekið þátt í
að rústa þá listamenn sem voru hallir
undir kúbismann og voru ráðandi þegar
hann kom á sjónarsviðið en er síðan undr-
andi þegar popp listamennirnir eru að rústa
hann þegar hann er á meðal ráðandi lista-
manna. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins
nær tali af John Logan er það fyrsta spurn-
ingin sem hann spyr, hvort Logan finni til
einhverrar samsvörunar með Rothko al-
mennt og hvort hann hafi fundið fyrir þörf
til að ýta þeim listamönnum sem voru ráð-
andi af sviðinu þegar hann birtist á því en
Upprifjun á alvarleika
ÁSAMT ÞVÍ AÐ SKRIFA HANDRIT AÐ NÝJUSTU BOND MYNDINNI TÓK JOHN LOGAN SIG TIL
OG SKRIFAÐI UM EINN ÞYNGSTA OG ALVARLEGASTA LISTAMANN SJÖUNDA ÁRATUGARINS,
MARK ROTHKO, OG TEKST SVONA ANSI VEL UPP. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS
RÆDDI VIÐ LEIKSKÁLDIÐ UM MYNDLIST, RITLIST OG KVIKMYNDIR
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
JOHN LOGAN, HÖFUNDUR GLADIATOR, SKRIFAÐI RAUTT SEM SÝNT ER Í BORGARLEIKHÚSINU
*Í öllumtilfellumþarf ég að
verða persón-
an sem ég
skrifa um. Russel Croweí Gladiator
Georg Óskar og Margeir
Sigurðsson opna sýningu í
sal Myndlistafélagsins á
Akureyri í dag, laugardag-
inn 6. október. Um er að
ræða málaratvíeyki,
GÓMS, sem vinnur sam-
eiginleg verk og er útkom-
an eins og eftir einstakling,
segja þeir félagar. Átta til
tíu ný verk verða á þessari sýningu, unnin á
þessu ári. „GÓMS varð til 2007-2008 í sam-
eiginlegri vinnuaðstöðu okkar meðan við
vorum í námi í myndlistaskóla Akureyrar, þar
komumst við að því að ólíkir stílar okkar og
hvernig við vinnum munduðu
það jafnvægi sem þurfti til að skapa það
sem við teljum vera góða myndlist,“ segja
listamennirnir.
MYNDLIST Á AKUREYRI
GÓMS SÝNIR
Veggspjald sýn-
ingarinnar.
Þetta fyrsta verk þarna heitir Blómstur-vellir og hin fimmtán kalla ég Slóð,“segir Ragnheiður og horfir yfir flenni-
stórar kolateikningarnar sem hún hefur raðað
með veggjum Ásmundarsalar í Listasafni
ASÍ. Í dag, laugardag, klukkan 15.00 opnar
hún þar sýningu á þessum nýjustu verkum og
að auki endurgerð átta grafíkmynda sem voru
á fyrstu grafíksýningu hennar fyrir rúmlega
fjörutíu árum.
Ragnheiður Jónsdóttir er meðal okkar
kunnustu grafíklistamanna. Árið 1989 sýndi
hún kolateikningar í fyrsta skipti og hefur síð-
an haldið sig við þann miðil að mestu, ef und-
an eru skildar tvær grafíkraðir. En hvaða
Slóð er þetta sem hún er að vinna með, og
þessir Blómsturvellir?
„Það er nú það …“ svarar hún íbyggin.
Í grein í sýningarskrá vitnar Ólafur Gísla-
son í heimspekinginn Hegel, um að „lista-
verkið sé hin skynjanlega birtingarmynd
Hugmyndarinnar“; listakonan vill láta okkur
um að lesa í það hver hugmyndin sé. Hún
segir þetta allt sjálfstæðar myndir en hver
taki við af annarri.
Í einni myndinni má sjá spunasnældu snú-
ast, þarna eru bendur silkiorma og þræðir
sem teygjast út frá þeim; í öðrum eru
sprungukennd form sem vísa í lauflausar
greinar og bresti í ís.
„Já, þarna er spunasnælda. Stjórnstöðin
kannski,“ segir Ragnheiður. Ég geng að
myndinni og rýni í hana, tala um áþreifanleik-
ann og örugg tökin á teikningunni.
„Mér finnast kolin afskaplega skemmtilegur
miðill. Maður er frjáls,“ segir hún. „Í graf-
íkinni er maður bundinn í minna formati og
eiturefnin voru alveg að gera út af við mig. Ef
ég vil breyta einhverju í teikningunum er það
ekkert mál en allt slíkt er mikil fyrirhöfn í
grafíkinni.
Að vinna við svona stór verk veitir líka svo
mikið meira frelsi í hreyfingunni. Þetta eru
fisléttar og stórar hreyfingar,“ segir hún og
KOLATEIKNINGAR OG GRAFÍKVERK Í LISTASAFNI ASÍ
Fisléttar og stórar hreyfingar
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR OPNAR
Í DAG SÝNINGU Á STÓRUM
LÍFRÆNUM TEIKNINGUM
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Það er taktur í verkunum, og líka þagnir, rétt eins og í tónlist,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Einar Falur