Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 53
Logan segir svo ekki vera. „Mér er engin
ógn af uppkomandi listamönnum, ég er bara
í mínu eigin kapphlaupi. En það eru vissu-
lega hlutar af sjálfum mér í bæði Rothko og
lærlingnum hans. En Andy Warhol og aðrir
popp listamenn sendu Rothko og öðrum af
hans kynslóð margar pillur, rétt eins og
Rothko og þeir höfðu gert við kúbistana. En
samt er þetta minna ævisögulegt hjá mér
en meira það sem mér fannst henta fyrir
dramatíkina í verkinu. Að setja listamanninn
inn í þetta lifandi umhverfi breytinga, þar
sem skjálftar sviptinga eru í gangi. Hvernig
bregst maðurinn við þessu? Það er eitthvað
beiskt í andstöðu Rothko við popp lista-
mennina, hann er eins og gamall vinnings-
hafi í boxi sem vill reyna við enn eina lot-
una í hringnum.“
Logan hefur lýst því að hugmyndin að
verkinu Rautt hafi komið þegar hann álpað-
ist inn á sýningu á verkum Rothko í Tate
Modern-listasafninu í London árið 2007. Þau
höfðu djúp áhrif á hann, þannig að hann
varð agndofa. Svo alvarleg verk, svo sorgleg
á einhvern hátt. Logan vildi meina að menn
þyrftu að hafa fundið fyrir miklum sársauka
og angist til að geta gert önnur eins verk.
Aðspurður hvort þetta hafi verið í fyrsta
skiptið sem hann heyrði um Rothko segir
hann að hann hafi ekki þekkt listamanninn
að neinu ráði fyrr en þarna. „Þetta eru
fyrst og fremst mjög tilfinningarík verk. Ég
fór aftur og aftur í listasafnið, sat og leyfði
verkunum að vinna með mig. Hugmyndin
um tveggja leikara verk kom mjög fljótt til
mín. En þar sem ég þekkti lítið til Rothko,
þá fylgdi í kjölfarið mikil rannsóknarvinna.“
Logan segist hafa unnið rannsóknarvinnu
í yfir ár, þar sem hann kynntist myndlist-
armönnum samtímans og lá í öllu um
Rothko. Loks fór sagan að birtast honum
ljóslifandi og þá vissi hann að hann þyrfti
ekki að rannsaka meira. Aðspurður hvort
hann sleppi við slíka undirbúningsvinnu í
verkum um James Bond eða The Gladiator
segir hann svo ekki vera. „Í öllum tilfellum
þarf ég að verða persónan sem ég skrifa
um. Ganga um í skónum hennar og vera í
skinni hennar er mér nauðsynlegt. En rann-
sóknarvinnan getur verið margskonar.“
Aðspurður hvort það sé mikill munur,
bæði launamunur og annarskonar, á því að
vinna sem handritshöfundur og leikritahöf-
undur segir Logan að svo sé. „Markaðurinn
fyrir myndir er öflugri og möguleikar á
góðum launum mun meiri. En maður ræður
yfirleitt meiru um listræna stjórnun á leik-
húsverkunum og því finnst mér mjög gott
að gera hvorutveggja. Samt fær maður oft
að koma að henni í myndum, þetta er per-
sónubundið. Sumir kvikmyndaleikstjórar
vilja ekki sjá handritshöfunda á kvikmynda-
settinu en aðrir vilja ekki vinna án þeirra
þar. En í æfingaferlinu í leikhúsinu er leik-
skáldið alltaf velkomið, það er alveg án und-
antekninga.“
John Logan skrifar ýmist fyrir bíó eða leikhús.
En hann segir að handritin gefi meira af sér.
Leikararnir Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson í hlutverkum Mark Rothko og lærlingsins.
Leikararnir njóta sín í vel skrifuðum díalógunum en þá kann Logan að skrifa.
07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Síðasta dag RIFF-hátíðarinnar, sunnudaginn
7. október, á fólk að vera í bíó frá morgni til
miðnættis. Það er venjulega besti dagurinn,
þar sem verðlaunamyndin er sýnd og annað
góðgæti. Því hefur verið haldið leyndu hvaða
mynd verður lokasýning hátíðarinnar, en
orðrómurinn segir að það verði nýjasta
mynd Thomas Vinterbergs, Jagten, en Vin-
terberg varð heimsfrægur fyrir mynd sína,
Festen. Einnig verður heimildarmyndin um
Freddie Mercury sýnd og hin sjokkerandi
þýska mynd, Kriegerin, sem fjallar um unga,
fallega og ofbeldisfulla nasistastúlku.
KVIKMYNDIR
BESTI DAGUR RIFF
Alþjóðlegar stjörnur hafa flogið til landsins
og tekið við verðlaunum og haldið málþing
víða um borgina um kvikmyndalistina. Þeirra
á meðal heimsfrægir leikstjórar eins og Sus-
anne Bier, Dario Argento og Ulrike Ottinger.
Núna í lok hátíðarinnar fækkar málþingunum
en þó er hægt að ná einu með Óskars-
verðlaunahafanum Cedomir Kolar, sem
gerði bíómyndina Einskis manns land. Hann
mun halda málstofu á Kex hostel laugardag-
inn 6. október klukkan 16.00 ásamt leikstjór-
anum Florian Flicker. Báðir fjalla um kvik-
myndagerð á Balkanskaganum.
Cedomir Kolar fékk Óskarinn árið 2001.
TALENT Á RIFF
Þeir sem vilja vera með puttann á púlsinum
þurfa að kíkja á íslensku stuttmyndirnar sem
ungu leikstjórarnir eru að gera, framtíðar-
stjörnur þjóðarinnar. Nokkrar hafa vakið at-
hygli eins og mynd Erlings Óttars Thorodd-
sen og Ellenar Ragnarsdóttur. Í Bíó Paradís
verða sýndar Icelandic shorts I kl. 18.00,
númer II kl. 20.00 og númer III kl. 22.00. Á
þessum sýningum verða myndir eftir Ara Al-
exander Ergis Magnússon, Ásthildi Kjart-
ansdóttur og Hall Örn Árnason.
Mynd Erlings Thoroddsen heitir Child Eater.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
UNGIR ÍSLENSKIR
Í tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan kvik-myndin Með allt á hreinu var frumsýndmun Sena gefa út disk með öllum lögum
Stuðmanna og Grýlna, sem samin voru vegna
myndarinnar. En á sínum tíma komu aðeins 14
þeirra út á plötu en lögin voru allt í allt 27 tals-
ins. Þessa vegna héldu Stuðmenn tónleika á
föstudaginn var.
„Þetta voru látlausir tónleikar gamallar
hljómsveitar sem gaf út rúmlega 200 eigin lög
og texta og samdi tæplega 400 lög undir nafni
Stuðmanna,“ segir Egill Ólafsson söngvari.
„Það er búið að endurhljóðblanda plötuna sem
ég veit að er til bóta, læknavísindunum hefur
fleygt fram, það sama á við um tónlistarvís-
indin.
Þessi kvikmynd var gerð löngu fyrir alla
venjulega kvikmyndasjóði. Við veðsettum allt
sem við áttum, það var lítið og skuldsett, en
það varð þó til þess að myndin var gerð. Þetta
var náttúrlega algjört brjálæði, alveg laust við
alla skynsemi og ráðdeild. Myndin skilaði sam-
neyslunni margföldum kostnaði sínum og eins
og venjulega var það fólkið sem sá til þess-
.Tónlistarlega ægir öllum stílum saman í
myndinni, þetta er hálfgerð ávaxtakaka, með
súkkati, rúsínum og mörgu fleiru. Þarna voru
margvíslegir stílar, kabarettmúsík, rokk og
ról, popp, ballöður í gömlum og nýrri stíl, ætt-
jarðarlög, pönk, lúðrasveitarmúsík og áfram
má upptelja. Í Stuðmönnum eru flinkir strákar
og stelpa, þeir ráða og réðu við allar stílteg-
undir og svo fékk ég að vera með,“ segir Egill.
borkur@mbl.is
30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA
Astralterta
teiknar út í loftið. „Ég nota strokleðrið líka
mjög mikið, dreg með því hvítar línur í það
sem ég hef þegar teiknað á pappírinn.“
Ragnheiður hefur unnið að þessum verkum
frá árinu 2006; er hún alltaf að vinna?
„Já, um leið og ég hef lokið einni sýningu
byrja ég á þeirri næstu. Maður veit aldrei
hvenær maður finnur veggi að sýna á, og það
gengur ekki vel því sýningarstaðirnir eru of
fáir – og hvað þá þegar myndirnar eru svona
stórar. En það er mikilvægt að halda áfram,
alltaf að halda áfram.“
Ragnheiður spinnur með kolunum á flötinn
og skapar taktvissa hrynjandi í línunum.
„Þegar ég var með vinnustofu í Sveaborg
við Helsinki í fimm mánuði reyndi ég fyrst að
vinna myndir um leið og ég hlustaði á tónlist,
þannig að hún virkaði á mig. Hraður taktur
virkaði vel en engin angurværð, þá verða
myndirnar máttlausar. Takturinn skilar sér út
í verkin, það er taktur í verkunum, og líka
þagnir, rétt eins og í tónlist. Þetta er ná-
tengt.“ Hún bendir á eitt verkið með hvössu
línuneti. „Hér reyndi ég að hafa áferð eins og
í klaka. Ég er oft að hugsa um náttúruna þeg-
ar ég vinn, þetta er lífrænt og náttúrutengt.“
Niðri í Gryfju eru þrjú verkanna. Eins-
konar hrúga silkiorma þrýstist út í horn á
einni teikningunni en á tveimur spinnast spí-
ralar inn að miðju. „Hvar endar slóðin?“ spyr
Ragnheiður og svarar spurningunni sjálf:
„Það er ekki gott að vita.“
Með allt á
hreinu er mest
sótta íslenska
bíómynd síð-
ustu aldar.