Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 57
Morgunblaðið/Kristinn Danski spennusagnahöfundurinn Jussi Adler-Olsen fékk fyrir helgi afhent bandarísku Barry- verðlaunin Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina The Keeper of Lost Causes en sú bók kom út hér á landi og heitir í íslenskri þýðingu Konan í búrinu. Eins og lesendur vita er sú bók afar vel samin og æsispennandi. Barry verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu sakamálasöguna. Bókin kom út í Bandaríkjunum fyrir ári og komst á met- sölulista The New York Times í sumar. Bók Adler-Olsen, Flöskuskeyti frá P, kom út í íslenskri þýðingu fyrir skömmu en fyrir hana hlaut höfundurinn Glerlykilinn. Bækur Adler-Olsen njóta gríðarlegra vin- sælda víða um heim og hann þykir einn besti spennusagnahöfundur samtímans. Hann vinnur nú að nýrri bók. ADLER-OLSEN VERÐLAUNAÐUR Jussi Adler-Olsen er á toppnum og safnar verðlaunum. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bókin um Önnu í Grænuhlíð eftir L.M. Montgomery er klassísk barnabók sem margir Íslendingar lásu sér til ánægju á sínum tíma. Sú þýðing var mik- ið stytt en nú er komin út óstytt útgáfu sögunnar um hina tápmiklu og góðhjörtuðu Önnu. Hún er söguhetja með afar ríkt ímyndunarafl og kem- ur umhverfi sínu hvað eftir annað í uppnám með óvenju- legum tiltækjum sínum. Af hennar vörum renna ýmis spakmæli eins og: „Það er alltaf rangt að gera það sem maður hikar við að segja prestsfrúm.“ - Sennilega er töluvert til í því. Þetta er einstaklega skemmtileg og falleg saga sem bæði börn og fullorðnir geta lesið sér til ánægju. Tápmikil söguhetja Skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur, Gald- ur, er í fyrsta sæti á met- sölulista yfir sögulegar skáldsögur á ensku í Þýskalandi. Galdur, sem á ensku nefnist On the Cold Coast, kom fyrst út hjá Random House í Þýskalandi en er nú komin út á ensku hjá AmazonCrossing. Von er á nýrri skáld- sögu eftir Vilborgu. Sú nefnist Vígroði og er framhald á sögu hennar um Auði djúpúðgu, sem kom út fyrir þremur ár- um. Vilborg á fjölda aðdáenda sem bíða spenntir eftir nýju bókinni. Vilborg Davíðsdóttir VILBORG Á TOPPNUM Í ÞÝSKALANDI Klassískar barnabækur og matreiðsla BÆKUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA TVÆR KLASSÍSKAR BARNABÆKUR KOMU NÝLEGA ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU OG EIGA HEIMA Í BÓKASKÁP BARNANNA. TVÆR MATREIÐSLUBÆK- UR FYRIR UNGMENNI ERU SVO LÍKLEGAR TIL AÐ SLÁ Í GEGN, ENDA ER ÞAR AÐ FINNA GÓMSÆT- AR OG FJÖLBREYTTAR UPPSKRIFTIR SEM BÖRN GETA ELDAÐ EÐA FYLGST MEÐ FORELDRUM SÍN- UM ELDA ÞÆR. Nýja Disney-matreiðslubókin er full af dá- semdar uppskriftum. Krimmakássa Svarta Pét- urs gefur til kynna að þar sé kraftmikill réttur á ferð en hann eldar Pétur jafnan fyrir Þrúðu sína þegar glæpaáform þeirra hafa gengið upp. Slappir borgarar Bjarnabófanna virðast engu síðri. Klístruð rif Stóra Úlfs hafa svo verið eld- uð í fjölskyldu hans í marga ættliði og alltaf slegið í gegn. Alls eru í bókinni 112 girnilegir réttir sem eru í uppáhaldi hjá Disney-persónum. Mynd- irnar og uppskriftirnar hljóta að framkalla svengd hjá þeim sem skoðar. Eldað með Mikka mús og Stóra Úlfi * En það er ýmislegt sem maður verðurað gera, annars er maður enginmanneskja heldur bara lítið skítseiði. Astrid Lindgren – Bróðir minn Ljónshjarta BÓKSALA 29. sept.-2. okt. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum-Eymundssyni. Á lista yfir kiljur eru ekki bækur sem eru flokkaðar sem barnabækur. 1 Fimmtíu gráir skuggar - kiljaE.L. James 2 Létta leiðinÁsgeir Ólafsson 3 Minning um óhreinan engil - kiljaHenning Mankell 4 Hermiskaði - kiljaSuzanne Collins 5 Eldvitnið - kiljaLars Kepler 6 Herbergi - kiljaEmma Donoghue 7 Flöskuskeyti frá P - kiljaJussi Adler Olsen 8 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 9 Eldað með Ebbu í LatabæPure Ebba 10 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry Rachel Joyce Kiljur 1 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James 2 Minning um óhreinan engilHenning Mankell 3 EldvitniðLars Kepler 4 HerbergiEmma Donoghue 5 Flöskuskeyti frá PJussi Adler Olsen 6 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry Rachel Joyce 7 VögguvísaElías Mar 8 NæturóskinAnne B. Ragde 9 ParísarkonanPaulu McLain 10 Svar við bréfi HelguBergsveinn Birgisson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Margt fer öðruvísi en ætlað er. Barnabækur verða ekki mikið fallegri en þessi út- gáfa af hinni klassísku barnabók Þytur í laufi eftir Kenneth Grahame. Mynd- skreytingar Robert Ing- pen eru listilegar gerðar og sagan sjálf mikið af- bragð en þar segir frá Molda og litríkum vinum hans, en saman lenda þeir í kostulegum ævintýrum. Þetta er metn- aðarfull útgáfa sem er útgefandanum, sem er Sögur útgáfa, til mik- ils sóma. Jón Örn Marinósson þýðir. Eiguleg barnabók Í bókabúð mátti á dögunum sjá lítinn gutta á að giska sex ára gamlan nið- ursokkinn í að skoða þessa bók. Hann vildi alls ekki sleppa henni og mamman varð að lokum að toga drenginn frá bókinni til að koma honum heim. Drengurinn hafði verið upptekinn af því að skoða myndir og uppskriftir af him- neskum hafragrautum, bragð- góðum brauðsneiðum og öðr- um ljúffengum og hollum réttum sem Ebba og Latibær galdra fram í skemmtilega upp- settri matreiðslubók. Skila- boðin til krakkanna eru: Hollur matur gerir okkur öll hraust og sterk og líka kát og glöð. Kók- oskúlur, súkkulaðibúðingur, popp og annað góðgæti fær einnig að fljóta með enda er allt gott gott í hófi. Maturinn sem Ebba og Lati- bær mæla með Glanni glæpur. Ebba Guðný

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.