Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 59
07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Yfirlýsing um að best sé að vera bollalaus. (6,3) 4. Bygging notuð til að kasta út finnst í Reykjavík. (10) 8. Sífraðu og þvældu um eftirrétt. (7) 10. Belju sker námsmaður. (7) 12. Næstum því almanna kið birtist á dagatalinu. (9) 14. Skipi upp á fætur. (9) 15. Menn af lágstétt bera blönduð epli. (8) 16. Söngkonan á sófa. (5) 17. Áfengi er helvíti Áka. (7) 18. Skepnuklæði er til átu. (9) 21. Sló skammaryrði stórt belti á hjálpartæki. (10) 26. Takmark sem felst í því að skjóta milli augna? (8) 27. Við kærleika dvöldum og kappkostum. (8) 29. Mannafli getur skapað það með lélegan kraft. (8) 31. Þokkalegasta ar er einfaldlega lína. (8) 32. Sjá bugðótt dýr í förðun. (5) 33. Viðsnúið spil eftir gosdrykk færir okkur eiturlyf. (6) 34. Smjörlíkistollur er svipaður. (6) 35. Aldan og glæpurinn. (6) 36. Gull hálfbiluð og dökk eru á andliti. (8) 37. Kostnaðarsama upplýsi með vísindagrein. (9) LÓÐRÉTT 1. Ferðaskrá getur breyst og orðið að lokavilja. (9) 2. Ákveðin er gefin vinna. (5) 3. Erlend ungfrú kipptist að sögn og deilist ójafnt. (11) 5. Uppspretta peninga. (9) 6. Kindakjammar mynda form á senu. (9) 7. Spotti af lífsnæringu. (5) 9. Miðill fær hálfvegis depurð yfir því að vera það sem mikið snýst um. (9) 11. Slá spyrðir við flakkara. (7) 13. Islömsk borg fær nóg að sögn út af leikfangi. (7) 16. Daníel ofinn af tilfinningalausum. (6) 19. Ýmislegt er að gera mikið úr mörgu. (9) 20. Ak með kuðlaðar og flæktar til málaðs. (10) 21. Hitta og ná í veröld. (9) 22. Jarðvegssteinn er líka fugl. (9) 23. Slá Tryggingarstofnun um eina minni beygju í aflífun. (7) 24. Ljós á þurrlendi hjá innilokuðum. (10) 25. Eisti fær smán af glóð. (9) 28. Eftirlit við þurrlendi í erlendu landi. (8) 30. Tal úr einu kílói í dansi. (7) Indverski heimsmeistarinn Wisva-nathan Anand hefur lítið verið ísviðsljósinu eftir fremur ósann- færandi titilvörn í einvíginu við Boris Gelfand í Moskvu sl. vor. Í hugum margra hefur Magnús Carlsen tekið stöðu hans sem fremsti skákmaður heims og á nýbirtum stigalista FIDE er Norðmaðurinn langefstur með 2843 stig. Anand verður að láta sér lynda 7. sætið með 2780 stig. Á ofur- móti sem nú stendur yfir og er skipt á milli borganna Sao Paulo í Brasilíu og Bilbao á Spáni gefst Anand tæki- færi til að sanna styrk sinn í keppni við Magnús, Aronjan, Caruana, Val- lejo Pons og Karjakin. Eftir Brasilíu- hluta mótsins hefur hann gert jafn- tefli í öllum fimm skákum sínum. Fabiano Caruana hefur óvænt náð miklu forskoti með 4 vinninga af fimm mögulegum. Heppnin hefur fylgt honum í nokkrum skákum, t.d. tókst honum að snúa við harla ógæfu- legu endatafli gegn Magnúsi Carlsen í 1. umferð. Hann lætur ekki mikið yfir sér þessi ungi skákmaður sem varð efstur á síðasta Reykjavíkurskákmóti en hefur hægt og bítandi verið að þok- ast upp stigalistann og gæti eftir mót- ið náð á topp fimm listann: Fabiano Caruana – Vallejo Pons Frönsk vörn 1.e4 e6 2. d4 d5 3. e5 „Framrásin“ nýtur sífellt meiri vin- sælda. 3. Rc3 og 3. Rd2 er þó algeng- ari leikur. 3. … c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Rh6 7. b4 cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Be3 Bd7 10. Bd3 Rxe3 11. fxe3 g6 12. Rc3?! Öruggara virðist 12. Rd2 ásamt – Rb3 við tækifæri. Kannski hefur Caruana sést yfir næsta leik hvíts. 12. … Rxb4! 13. axb4 Bxb4 14. O-O Bxc3 15. Hc1 Hc8 16. Rg5! O-O 17. Dg4 Þó hvítur sé tveim peðum undir hefur hann allgóð færi. „Houdini“ metur stöðuna jafna. 17. … Bd2 18. Dh3 h5 19. Hxc8 Bxc8 20. Df3! Lykilstaða, svartur getur varist hótununum 21. Bxg6 og 21. Rxf7 með tvennum hætti og velur lakari kostinn. 20. … Dd8? Hann varð að leika 20. .. Dc7 en hefur sennilega óttast 21. Bxg6 Bxe3+ 22. Dxe3 fxg6 23. Hf6! en á að halda velli með því að leika 23. … Hxf6! 24. exf6 Bd7. 21. Rxf7 Bxe3+ 22. Kh1 Dh4 23. Bxg6 Bg5 24. Bh7+! Gerir út um taflið, ef 24. … Kxh7 þá vinnur 25. Rxg5+. Og 24. .. Kg7 er svarað með 25. Dd3! o. s.frv. Vallejo gafst upp. Glæsilegur sigur Nansýjar Davíðsdóttur í Svíþjóð Krakkar úr Rimaskóla gerðu ferð til Svíþjóðar á opna mótið í Västerås sem fram fór um síðustu helgi þar sem tefkt var í tveim styrk- leikaflokkum. Hin 10 ára gamla Nansý Davíðs- dóttir stal senunni gjörsamlega í neðri flokknum þar sem tefldu 80 skákmenn með 1600 elo stig eða minna. Nansý hlaut 7½ vinning af átta mögulegum og vann öll þau verð- laun sem í boði voru, varð í 1. sæti, vann sérstök kvennaverðlaun, best keppenda undir 16 ára aldri og 13 ára aldri og vann einnig flokkaverðlaun. Friðrik og Margeir á Íslandsmóti taflfélaga Taflfélag Bolungarvíkur freistar þess að verja Íslandsmeistartatitil sinn á Íslandsmóti skákfélaga sem hófst í Rimaskóla á föstudagskvöldið. en fjórar fyrstu umferðir mótsins fara fram um helgina. Allmikil leynd hvílir yfir skipan liðanna. Taflfélag Reykja- víkur mun að öllum líkindum koma sterkt til leiks þetta árið og er jafnvel búist við að Friðrik Ólafsson og Mar- geir Pétursson, muni tefla fyrir sitt gamla félag um helgina. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Caruana langefstur í Sao Paulo Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. október renn- ur út á hádegi 12. október. Nafn vinningshafa er birt í blaðinu 14. október. Vinn- ingshafar krossgátunnar 30. september eru Ari og Ragnar Blöndal, Njálsgötu 39 A, Reykjavík. Þeir hljóta í verðlaun bókina Róm- antískt andrúmsloft eftir Braga Ólafsson. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.