Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 60
Í hvert skipti sem Cristiano Ronaldo ogLionel Messi reima á stig takkaskó máeiga von á mörkum í öllum regnbogans
litum. Allt í viðureignum Barcelona og Real
Madrid er raunar gert af meistara höndum; í
þeim sveitum eru bara snillingar. Þessi tveir
þó oftast nefndir.
Enn einn El Clasico-leikurinn er á dag-
skrá um helgina. Það nafn hefur árum sam-
an loðað við viðureign spænsku risanna
tveggja. Real varð landsmeistari í vor og
hafði betur í tveggja leikja rimmu um
spænska stórbikarinn í haust. Barca hefur
byrjað með látum í deildinni en höfuðborg-
arstoltinu gengið hálfbrösuglega.
Bæði lið voru hins vegar frábær í Meist-
aradeildinni í vikunni. Madrídingar léku sér
að Ajax í Hollandi á miðvikudaginn og sama
má segja um Barcelona sem mætti Benfica í
Portúgal daginn áður. Meðan á þeim leik
stóð hvarflaði að mér hvort orðið væri tíma-
bært að setja einhvers konar takmarkanir á
það hve lengi lið mætti halda boltanum í
einu; taka upp skotklukku eins og í körfu-
boltanum! Áhorfendur á Ljósavelli í Lissa-
bon bauluðu langtímum saman í seinni hálf-
eik; ekki á sína eigin menn að því er virtist,
heldur gestina, því þeir voru með boltann
nánast allan tímann. Fólkið á áhorfendapöll-
unum vildi að þeirra lið fengi líka tækifæri
til að sýna hvað býr í sóknarleik þess! En
reglunum verður ekki breytt. Það er ekki
hægt að refsa neinum fyrir snilli.
Þrír bestu leikmenn álfunnar mæta til
leiks í Barcelona; argentínski heimamaðurinn
Messi, Portúgalinn Ronaldo hjá Real og
einn hinna spænsku liðsfélaga Messis,
Andrés Iniesta, sem bar sigur úr býtum í
hnífjöfnu kjöri í Mónakó á dögunum þar
sem 53 blaðamenn völdu leikmann ársins í
Evrópu á síðustu vertíð. Andrés hampaði
verðlaunagripnum en mjótt var á munum;
hlaut 19 atkvæði, Ronaldo og Messi báðir 17.
Iniesta er stórkostlegur innan vallar, auð-
mjúkur og lítillátur utan hans. „Ég vil frekar
láta muna mig sem góða manneskju en góð-
an fótboltamann,“ sagði hann í viðtali í vik-
unni. Fallegt.
Grasið er ætíð iðjagrænt á Camp Nou sem
öðrum sparksvæðum við Miðjarðarhaf. Ekki
kæmi á óvart þó aðl spjöld og rauð færu á
loft, hvað þá að einhver yrði blár og marinn
að leik loknum … Harkalega er nefnilega
glímt í viðureignum liðanna, enginn gefur
þumlung eftir. Ekki einu sinni utan grassins.
Frægt er þegar Mourinho, þjálfari Real, pot-
aði fingri í auga Tito Villanova, aðstoð-
arþjálfara (nú aðalþjálfara) Barcelona. Að
vísu ekki þumli. Þetta var í fyrra og enn er
ýmislegt sem bendir til þess að vinskapurinn
sé ekki mikill.
Ekki fer á milli mála hvaða bragði Barca
beitir; uppstillingin verður 4-3-3 en leik-
aðferð liðsins mætti svo sem allt eins kalla
vmb; vera með boltann …
Spennandi verður að sjá hvernig Mour-
inho, þjálfari Real, stillir herliði sínu upp.
Vegna slæmrar byrjunar verður það að bíta
í skjaldarrendur og helst að vinna til að
missa Barca ekki of langt á undan sér.
Upp úr sauð í leik
Barcelona og Real
Madrid í ágúst 2011.
David Villa (7) fær
hér að líta spjaldið.
Gulur, rauður,
grænn og blár
KATALÓNAR VIRÐAST ÁKVEÐNARI Í ÞVÍ EN ÁÐUR AÐ LÝSA YFIR SJÁLF-
STÆÐI. STOLT HÉRAÐSINS, FC BARCELONA, TEKUR Á MÓTI HÖF-
UÐBORGARLIÐINU REAL Í „EKKI BARA FÓTBOLTALEIK“ UM HELGINA.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
* Það voru engir boltastrákar við völlinn í seinni hálfleik; alvegdæmigerð vinnubrögð hjá litlum liðum sem eiga í vandræðum.José Mourinho, þjálfari Real Madrid, eftir tap í Barcelona á síðasta ári.BoltinnSKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012
Fólk borðar flesta daga og gaman er að
tengja máltíð öðru áhugamáli, t.d. fótbolta-
leik. Hvernig væri t.d. að elda paellu að hætti
Spánverja á sunnudagssíðdegi og njóta í sóf-
anum á meðan El Clasico verður í sjónvarp-
inu? Fjöldi uppskrifta er á netinu. Leikurinn
hefst kl. 17.50 að íslenskum tíma, gera má
ráð fyrir að undirbúningur og eldun taki eina
til eina og hálfa klukkustund. Það passar því
að hefjast handa þegar búið er sötra teið og
fylgjast með á leik Liverpool og Stoke …
Andleg næring
og líkamleg
Paella með kjúklingi, humri og bláskel.
RISASTÓRA
TREYJUMÁLIÐ
HVAÐ GEKK SERGIO RAMOS TIL MEÐ ÞVÍ AÐ
KLÆÐAST TREYJU MESUT ÖZIL UNDIR SINNI
EIGIN Í SEINNI HÁLFLEIK GEGN DEPORTIVO
UM LIÐNA HELGI? ÍÞRÓTTABLAÐIÐ MARCA Í
MADRID VELTI SÉR UPP ÚR ÞVÍ Í VIKUNNI.
Meira en bara leikur …
Þjóðverjinn Mezut Özil hjá Real Ma-drid lék ekki nógu vel í fyrri hálfleikgegn Deportivo La Coruna í deilda-
leik um síðustu helgi, að mati Mourinhos
þjálfara. Fregnir herma að sá portúgalski
hafi hundskammað Özil í hléinu og Bras-
ilíumaðurinn Kaka kom í stað þess þýska
þegar leikurinn hófst á ný.
Það sem vakti þó mesta athygli íþrótta-
blaðsins Marca í Madrid var að varnarmað-
urinn Sergio Ramos lék seinni hálfleikinn í
treyju Özils, númer 10, innan undir sinni
eigin. Þeir munu vera perluvinir.
„Ramos ögrar Mou[rinho],“ var aðalfyrir-
sögn Marca á forsíðu daginn eftir leik.
Varnarmaðurinn, einn þriggja varafyrirliða
Real, lét hafa eftir sér að helst hefði hann
viljað skora og getað sýnt vini sínum
stuðning með því að draga eigin treyju upp
að öxlum í fagnaðarlátunum, þannig að
búningur Özils blasti við. Það tókst honum
reyndar ekki. „Mér semur betur við kon-
una mína en Ramos,“ var haft eftir Mour-
inho í vikunni! Það sem skiptir þó máli er
að Real spilaði vel og vann. Madrid var
aftur í stuði á miðvikudag gegn Ajax í
Meistaradeildinni. Eftir þann leik hældi
þjálfarinn Ramos á hvert reipi. Özil sat á
bekknum þar til á 75. mín. að hann leysti
Kaka af hólmi.
En fótboltinn er sannarlega uppspretta
endalausra vangaveltna …