Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 24
E f einhver staður á heimilinu er athvarf frá áreiti hversdagsleikans þá er það svefnherbergið. Svefnherbergið á að vera staður þar sem hægt er að slaka á og láta sér líða vel. Nokkrir hlutir þurfa samt að vera í lagi eins og birtan í herberginu. Það þarf að vera gott loftljós fyrir þrif og þegar þarf að leita í skápunum. Ekki er verra ef ljósið er fallegt og það getur komið sér vel að hafa dimmer á því. Ef herbergið er lítið er betra að hafa ljósið í kúpli en ekki velja fyrirferðarmikið hangandi ljós. En líka er mikilvægt að hafa góða lampa við rúmið því fátt er notalegra en að lesa uppi í rúmi. Náttborð verður líka að vera sitt hvorum megin við rúmið ef tveir deila rúmi og á það að vera sem næst hæð rúmsins, að minnsta kosti ekki hærra. Gott er að hafa hirslu í því, eina lokaða fyrir sitthvað smálegt og aðra opna fyrir bækur. Hluti af því að halda áreitinu frá svefnherberginu getur verið að mála það í hlut- lausum litum og velja vandlega hlutina inn í herbergið. Ef stólinn í herberginu gerir ekkert nema að safna fötum í hrúgu, af hverju ekki bara fjarlægja hann? Til að skapa munaðartilfinningu er svo kjörið að vanda efnisvalið, þykkar gardínur eða velúr- rúmteppi eru þar sterkur leikur. Hótelherbergi geta verið ákveðin fyrirmynd, mjúkar mottur á gólfi taka vel á móti manni að morgni. Og ekki gleyma að búa um! Svartur og hvítur litur passa alltaf vel saman og skapar samsetningin stílhreint yfirbragð. HVÍLDARHREIÐUR Á HEIMILINU Svefnherbergið er athvarf SVEFNHERBERGIÐ ER ÞAÐ ALLRA HEILAGASTA Á HEIMILINU OG ÞARF MARGT AÐ HAFA Í HUGA TIL AÐ HALDA ÞESSU ATHVARFI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Í staðinn fyrir höf-uðgafl er hægt að nota eitthvert fallegt skraut. Líka er gott ráð til að fá kar- akter í herbergið að vegg- fóðra einn vegg, vegginn sem er fyrir aftan hjóna- rúmið. Þannig verður veggfóðrið eins konar höf- uðgafl og rammar inn rúmið. Stóri glugginn spillir ekki fyrir. * Fallegur höfuðgaflgetur gert gæfumuninn. Höfuðgafl úr við er glæsi- legur og gefur líka ákveðna mýkt í herbergið. Þó svefn- herbergið sé ekki málað í afgerandi litum er gott ráð að nota skæra púða í takt við tískuna, árstíðirnar og eftir því sem smekkurinn breytist. Skærgulur er fal- legur áherslulitur. AFP Heimili og hönnun*Halla Bára Gestsdóttir leggur á borð en á borðið notar hún rúmteppi sem hún litaði »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.