Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 24
E f einhver staður á heimilinu er athvarf frá áreiti hversdagsleikans þá er það svefnherbergið. Svefnherbergið á að vera staður þar sem hægt er að slaka á og láta sér líða vel. Nokkrir hlutir þurfa samt að vera í lagi eins og birtan í herberginu. Það þarf að vera gott loftljós fyrir þrif og þegar þarf að leita í skápunum. Ekki er verra ef ljósið er fallegt og það getur komið sér vel að hafa dimmer á því. Ef herbergið er lítið er betra að hafa ljósið í kúpli en ekki velja fyrirferðarmikið hangandi ljós. En líka er mikilvægt að hafa góða lampa við rúmið því fátt er notalegra en að lesa uppi í rúmi. Náttborð verður líka að vera sitt hvorum megin við rúmið ef tveir deila rúmi og á það að vera sem næst hæð rúmsins, að minnsta kosti ekki hærra. Gott er að hafa hirslu í því, eina lokaða fyrir sitthvað smálegt og aðra opna fyrir bækur. Hluti af því að halda áreitinu frá svefnherberginu getur verið að mála það í hlut- lausum litum og velja vandlega hlutina inn í herbergið. Ef stólinn í herberginu gerir ekkert nema að safna fötum í hrúgu, af hverju ekki bara fjarlægja hann? Til að skapa munaðartilfinningu er svo kjörið að vanda efnisvalið, þykkar gardínur eða velúr- rúmteppi eru þar sterkur leikur. Hótelherbergi geta verið ákveðin fyrirmynd, mjúkar mottur á gólfi taka vel á móti manni að morgni. Og ekki gleyma að búa um! Svartur og hvítur litur passa alltaf vel saman og skapar samsetningin stílhreint yfirbragð. HVÍLDARHREIÐUR Á HEIMILINU Svefnherbergið er athvarf SVEFNHERBERGIÐ ER ÞAÐ ALLRA HEILAGASTA Á HEIMILINU OG ÞARF MARGT AÐ HAFA Í HUGA TIL AÐ HALDA ÞESSU ATHVARFI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Í staðinn fyrir höf-uðgafl er hægt að nota eitthvert fallegt skraut. Líka er gott ráð til að fá kar- akter í herbergið að vegg- fóðra einn vegg, vegginn sem er fyrir aftan hjóna- rúmið. Þannig verður veggfóðrið eins konar höf- uðgafl og rammar inn rúmið. Stóri glugginn spillir ekki fyrir. * Fallegur höfuðgaflgetur gert gæfumuninn. Höfuðgafl úr við er glæsi- legur og gefur líka ákveðna mýkt í herbergið. Þó svefn- herbergið sé ekki málað í afgerandi litum er gott ráð að nota skæra púða í takt við tískuna, árstíðirnar og eftir því sem smekkurinn breytist. Skærgulur er fal- legur áherslulitur. AFP Heimili og hönnun*Halla Bára Gestsdóttir leggur á borð en á borðið notar hún rúmteppi sem hún litaði »26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.