Morgunblaðið - 04.10.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.2012, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 4. O K T Ó B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  232. tölublað  100. árgangur  TENGIR SAMAN ULLARÁHUGA OG FERÐAÞJÓNUSTU ÚTFLUTNINGUR ÞUNGAMIÐJAN DANSSPOR FYRIR KLARINETTU- LEIKARA MARTIN FRÖST MEÐ SÍ 42TÆKIFÆRI Í ULLINNI 10 Viðtal við Eggert Benedikt Guðmundsson, nýráðinn forstjóra N1 Húsleit Sérsveit ríkislögreglustjóra við fé- lagsheimili Outlaws í Hafnarfirði.  Um tugur manna var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra í gærkvöldi. Aðgerðirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn vélhjólagengjum. Húsleitir voru gerðar á fjórum til fimm stöðum á höfuðborgarsvæð- inu, meðal annars í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. Lagt var hald á nokkurt magn vopna í leit- unum. Aðeins tvær vikur eru síðan sjö meðlimir Outlaws voru hand- teknir í aðgerðum lögreglu. Rassía gegn vélhjólagengjum Meira á leiðinni » ESB studdi sjö verkefni um rúmlega 1.900 milljónir á landsáætlun IPA fyrir 2011. » ESB hefur styrkt tvö verk- efni um 434 milljónir í lands- áætluninni fyrir þetta ár. » Fleiri verkefni verða styrkt. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Evrópusambandið styrkir níu íslensk verkefni með IPA-styrkjum um 2.346 milljónir króna og er þess að vænta að verkefnum muni fjölga. Verkefnin níu koma að mestu leyti til framkvæmdar í ár og á næsta ári. Mikill áhugi er á styrkjunum og sóttu 130 námskeið Byggðastofnunar um þá í Reykjavík í gær og fyrradag, að sögn Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra stofnunarinnar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir menn líta svo á að styrkirnir séu hluti af umsóknarferlinu. Þá séu styrkirnir óafturkræfir. Talið vera hluti af umsókninni „Það eru ekki aðeins sveitarfélögin sem eru að kynna sér styrkina heldur líka samstarfsaðilar eins og í mat- væla- og sjávarútvegsklösum. Það eru allir að skoða þetta. Menn líta á þetta sem tækifæri til að fá fjármagn í verkefni,“ segir Hall- dór sem kveðst ekki sjá að afstaða manna til inngöngu í ESB hafi áhrif á áhuga þeirra á styrkjunum. Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir styrkina hluta af aðlögun. „ESB veifar styrkjunum sem gulrótum fyrir sveitarfélög og stofnanir. Styrkirnir hafa það hlutverk að innleiða hér innri gerð stofnana og stjórnsýslu sem fell- ur að ESB. Sveitarfélög og stofnanir fara að beina áherslum í þá átt sem er ESB þóknanlegt til að fá styrkina.“ Margir vilja styrki frá ESB  Fjölmenni á kynningarfundi um IPA-styrki  2.346 milljónir í styrki 2012-2013  Sveitarfélög áhugasöm  Þingmaður VG segir IPA-styrkina „gulrót“ frá ESB MÚtdeila vel á þriðja »4 Morgunblaðið/Kristinn Hluthafi Eignir JMS Partners námu 450 milljónum í árslok 2011. Umsvif breska hlutafélagsins JMS Partners, sem er að tveimur þriðja í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Gunnars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs Group, jukust um- talsvert árið 2011, en heildareignir þess námu 2,27 milljónum punda í árslok og höfðu tífaldast á árinu. Þetta kemur fram í nýjum gögn- um frá fyrirtækjaskrá Bretlands sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um. Félagið var upphaflega stofnað árið 2009 til að selja ráðgjöf til PwC vegna vinnu fyrirtækisins við að halda utan um eignarhluti þrotabús gamla Landsbankans í breskum fé- lögum sem áður voru í eigu Baugs. Gunnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri JMS Partners, sagði í samtali við blaðið að umsvif félagsins á liðnu ári væru ekki sökum ráð- gjafavinnu fyrir PwC. „Það samstarf er löngu búið,“ heldur ráðgjöf í tengslum við „alls konar verkefni fyrir félög í Bretlandi,“ en vildi ekki útskýra nánar hvers konar verkefni um væri að ræða. JMS Partners hagnaðist um 200.000 pund 2011. Hagnast á ráðgjöf í London  Eignir JMS Partners meira en tífölduðust á síðasta ári MEignirnar hafa... »Viðskiptablaðið Það blés hraustlega á sprengjusérfræðinga í Hvalfirði í gær. Hundruð sprengjusérfræðinga frá tíu löndum komu saman til æfinga þar og í kringum Keflavík og var það liður í Northern Challenge sem er fjölþjóðleg æfing sprengju- sérfræðinga. Tilgangurinn var að æfa viðbrögð við hryðju- verkum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Undirbjuggu viðbrögð við hryðjuverkum í Hvalfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg  „Ég myndi segja að þetta væru frekar ein- föld ljóð. Ég stefni að tær- leika og ein- faldri, skýrri hugsun,“ segir Dagur Hjartar- son, rithöfundur og ljóðskáld, sem hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri einlæg ljóð. Faðir Dags, Hjörtur Marteinsson, var sæmdur sömu verðlaunum árið 2000, fyrir skáldsöguna AM 00. Dagur hlaut fyrir þremur vikum Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs fyrir smásagnahandritið Fjarlægð- ir og fleiri sögur. » 42 Feðgar sæmdir sömu verðlaunum Dagur Hjartarson  Milli 300 og 400 milljónir króna þarf til að ljúka við nýtt safnahús yfir Lækningaminjasafnið á Sel- tjarnarnesi ef ljúka á fram- kvæmdum í samræmi við upphaf- legar teikningar. Byggingin er fokheld og henni hefur verið lokað. Heildarkostnaður við safnbygg- inguna var upphaflega áætlaður um 345 milljónir króna. Bæjarstjór- inn á Seltjarnarnesi segir að ljóst sé að sveitarfélagið eitt og sér muni ekki geta klárað framkvæmdirnar. Nú standa yfir viðræður við menntamálaráðuneytið um að koma inn í verkefnið til að geta klárað það. Ríkið hefur þegar lagt töluverða fjármuni í verkefnið. »12 Lækningaminjasafn fram úr áætlun –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.