Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er jákvætt að skoða eignasam-
setningu Orkuveitunnar og reyndar
allt sem horfir til framfara í fjárhag
og rekstri fyrirtækisins,“ segir Har-
aldur Flosi Tryggvason, stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur, um þá
hugmynd sem forveri hans í stjórn-
inni, Guðlaugur Sverrisson, varpaði
fram í blaðinu í gær um að selja lífeyr-
issjóðum Sleggjuna svonefndu, raf-
orkustöðina á Hellisheiði, í verkefna-
fjármögnun.
Með slíkri sölu telur Guðlaugur að
Orkuveitan geti aflað sér 15 milljarða
króna og allt að 25 milljarða ef lán
fæst áfram hjá Evrópska fjárfesting-
arbankanum.
Ýmsum möguleikum velt upp
„Við höfum ekki sérstaklega rætt
um að selja Sleggjuna en alls konar
möguleikum hefur verið velt upp.
Málefni Orkuveitunnar eru mjög í
vinnslu,“ segir Haraldur Flosi.
Hann bendir á að Sleggjunni sé
ætlað að þjóna verksmiðju Norðuráls
í Helguvík líkt og hinni óbyggðu
Hverahlíðarvirkjun. Sem kunnugt er
hefur Orkuveitan hafið viðræður við
lífeyrissjóðina um að síðarnefnda
virkjunin verði í sameiginlegu eign-
arhaldi OR og sjóðanna í gegnum svo-
nefnda verkefnafjármögnun. Harald-
ur Flosi vill fá niðurstöðu í því máli
áður en lengra er haldið.
„Verkefnafjármögnun með lífeyr-
issjóðunum er ekki ný hugmynd. Sú
vinna er í gangi varðandi Hverahlíð-
arvirkjun og við skulum byrja á því,“
segir hann og varpar einnig fram
þeirri hugmynd að hugsanlega sé
betri leið að lífeyrissjóðir og aðrir eigi
innviði á móti opinberum aðilum, líkt
og tíðkast mjög í Noregi.
Haraldur segir góða reynslu af
slíku sameiginlegu eignarhaldi þar í
landi á orkumannvirkjum og þess
vegna gæti minnihlutaeign lífeyris-
sjóðanna komið til greina.
„Athyglisverð tilraun í þessa veru
gæti verið fólgin í sölu á minnihluta í
Gagnaveitu Reykjavíkur sem nú er að
vænta,“ segir hann.
Metum alla fjárfestingarkosti
„Við höfum ekkert kynnt okkur
málið og þekkjum ekki rekstur og
áhættu þessa fyrirtækis,“ segir Gunn-
ar Baldvinsson, formaður Landssam-
taka lífeyrissjóða, um hugmynd Guð-
laugs Sverrissonar varðandi Sleggj-
una og aðkomu lífeyrissjóðanna.
„Lífeyrissjóðum ber að ávaxta
eignir með hliðsjón af þeim kjörum
sem best eru boðin á hverjum tíma
með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Við
metum alla fjárfestingarkosti út frá
þessari forsendu og það hefur ekki
verið gert í þessu tilviki. Það er hins
vegar ljóst að lífeyrissjóðir hafa
áhuga á að fjárfesta í fyrirtækjum
sem starfa í orkugeiranum, sérstak-
lega ef rekstur skilar stöðugu
greiðsluflæði. Það kemur vel til greina
að skoða þetta fyrirtæki eins og aðra
fjárfestingarkosti,“ segir Gunnar enn-
fremur.
Taka ágætlega í hug-
myndina um Sleggjuna
Kaup í Sleggjunni koma til greina hjá lífeyrissjóðunum
Stjórnarformaður OR vill þó ljúka viðræðum um Hverahlíð
Haraldur Flosi
Tryggvason
Gunnar
Baldvinsson
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Gagnsæisgáttir, þar sem skatt-
greiðendur geta séð svart á hvítu
hvernig farið er með skattfé þeirra,
auka ekki bara á gagnsæi, heldur
stórauka aðhald að stjórnvöldum,
segir Kjartan
Magnússon,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokks.
Borgarstjórn
samþykkti á
þriðjudag tillögu
um aukið aðgengi
íbúa að fjármál-
um borgarinnar
en samkvæmt
henni verða upp-
lýsingar um allar kostnaðar-
greiðslur borgarinnar gerðar al-
menningi tiltækar með rafrænum
hætti á netinu.
Kjartan segir gáttina ekki munu
kalla á flókinn hugbúnað né stór-
tækar breytingar á fyrirliggjandi
bókhaldskerfi, heldur verði fram-
kvæmdin fólgin í því að þýða við-
komandi upplýsingar yfir á til þess
gerða heimasíðu.
„Þetta yrði gjörbreyting á allri
framlagningu upplýsinga. Fram að
þessu höfum við bara verið að sjá
einhverjar heildartölur, debet og
kredit, og einhverja stóra súpu sem
við vitum ekkert hvað inniheldur,“
segir Kjartan.
Hann segir dæmi að utan sýna að
stofnkostnaður við gáttir af þessu
tagi hafi verið afar hóflegur og að
þær hafi jafnvel sparað stjórnvöld-
um stórfé á stuttum tíma. Til dæmis
hafi gagnsæisgátt Texas-ríkis kost-
að um 47 milljónir króna en talið sé
að hún hafi sparað ríkissjóðnum
rúmlega milljarð króna á einu ári,
með aðgerðum sem gripið hafi verið
til í kjölfar ábendinga.
„Borgarkerfið veltir hundrað
milljörðum, og ríkiskerfið meiru, og
flækjustigið er mikið. Við fáum oft
ábendingar um eitthvað sem má
betur fara en það getur verið mjög
tímafrekt að vinna úr þeim; að afla
upplýsinga, senda fyrirspurnir út í
kerfið, skoða upplýsingarnar og fá
útskýringar á þeim,“ segir Kjartan.
Með gáttinni verði almennum borg-
urum hins vegar gert kleift að fá
upplýsingar beint af internetinu.
Kjartan segist sjá fyrir sér að auk
þess að hægt verði að fletta upp
greiddri upphæð fyrir ákveðinn út-
gjaldalið, verði einnig hægt að fá
skyldar upplýsingar, s.s. um hvaða
verk var að ræða og hver fram-
kvæmdi. Þannig verði allar upplýs-
ingar um kostnaðargreiðslur borg-
arinnar aðgengilegar á einum stað,
utan launa- og bótagreiðslna, sem
yrðu undanskildar vegna persónu-
verndarsjónarmiða.
Gagnsæisgáttir
veita aðhald og
spara peninga
Launa- og bótagreiðslur undanskildar
Morgunblaðið/Heiddi
Gátt Almenningur mun hafa aðgang
að öllum kostnaðarupplýsingum.
Kjartan
Magnússon
um Tísku og förðun
föstudaginn 12.október.
Í Tísku og förðun verður
fjallað um tískuna veturinn 2012 í
förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihlutum auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað
TÍSKA & FÖRÐUN
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 mánudaginn
8.október
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569-1105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
Förðunarvörur.•
Förðun - litir, straumar og stefnur í•
haust og vetur.
Krem fyrir andlit og líkama.•
Umhirða húðar.•
Hártískan í vetur.•
Ilmvötn fyrir dömur og herra.•
Brúnkukrem.•
Neglur og naglalakk.•
Fylgihlutir.•
Skartgripir.•
Nýjar og spennandi vörur.•
Haust- og vetrartíska kvenna.•
Haust- og vetrartíska karla.•
Íslensk hönnun.•
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.•
MEÐAL EFNIS:
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Vinkonurnar Anna Sigríður Sig-
urjónsdóttir myndhöggvari og
Christine Buchholz ætla að taka þátt
í 166 kílómetra hlaupi í Andalúsíu á
Spáni síðar í þessum mánuði til
styrktar MS-félaginu.
Anna Sigríður segir að hug-
myndin hafi kviknað hjá sér fyrir
nokkuð löngu síðan en systir hennar
er með MS-sjúkdóminn. Hún segir
að ein af ástæðunum fyrir því að hún
vildi styrkja MS-félagið hafi verið
setrið sem það rekur þar sem
sjúklingar geta komið, sótt æfingar
og dægradvöl.
„Þessi sjúkdómur er erfiður því
þú veist aldrei hvað getur gerst og
hvar þú stendur. Óvissan er svo mik-
il. Því er svo mikið atriði að styrkja
MS-félagið og starfsemi þess. Þetta
eru svo mikils virði fyrir fólk sem er
veikt,“ segir hún.
Stefndi á 100 kílómetra
Sjálf hefur Anna Sigríður þurft
að sigrast á krabbameini. Þegar hún
var í krabbameinsmeðferðinni setti
hún sér það markmið að hlaupa
hundrað kílómetra hlaup þegar hún
fengi krafta til. Það tókst henni einu
ári eftir að hún lauk meðferðinni.
„Þetta var stórkostlegur sigur
fyrir mig. Það er fullt af fólki sem
stendur frammi fyrir því að vera
með krabbamein og það eru ekki all-
ir jafnheppnir og ég. Ég vonast til
þess að þetta hlaup geti virkað sem
ákveðinn stuðningur og fólk geti átt-
að sig á því að það er ýmislegt hægt
að gera þó að maður lendi í áföllum,“
segir hún.
Hlaupið á Spáni nefnist „Última
Frontera“ eða „ystu mörkin“. Það er
hlaupið frá bænum Loja í nágrenni
Granada og er hlaupinn hringur í
fjallendinu þar í kring. Keppendur
hafa 32 klukkustundir til þess að
ljúka hlaupinu. Það stendur yfir
dagana 20. og 21. október.
Anna Sigríður segist ekki setja
sér tímamarkmið fyrir hlaupið held-
ur stefni hún aðeins að því að klára
það. „Stór hluti af því að svona hlaup
gangi upp er að maður nái að næra
sig og vökva almennilega. Maður
þarf að vera eins vel undirbúinn og
hægt er,“ segir hún.
Hægt er að heita á Önnu Sigríði
og Christine með því að leggja inn á
reikning 0115-26-102713, kt. 520279-
0169 eða hringja í síma 901-5010,
5030 eða 5050 og dragast þá 1.000,
3.000 eða 5.000 kr. af símreikningi.
Hlaupa út á ystu
mörk á Suður-Spáni
Hlaupagarpar Christine (t.v.) og Anna Sigríður (t.h.) á fleygiferð í fimm daga hlaupi í Ölpunum í september.
Safna fé fyrir MS-félagið með því að þreyta 166 km hlaup
Hljóp 100 kílómetra eftir að hafa sigrast á krabbameini