Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 10

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 10
Guðrún Vala Elísdóttir gve@ismennt.is R agnheiður Sjöfn Jó- hannsdóttir er ein af þessum konum sem hafa ýmislegt á prjón- unum í orðsins fyllstu merkingu. Hún starfar sem sér- kennari hjá Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ í hálfu starfi en hefur und- anfarin misseri einbeitt sér að því að tengja saman áhugamálið og ferðaþjónustu. Hún er ferðaskipu- leggjandi og forfallinn handverks- listamaður sem hefur sérstakan áhuga á ull og ullarvörum, enda komin með yfir 40 ára reynslu af því að spinna, lita, prjóna og þæfa. Margir þekkja „vinsælu“ sem hún hannar fyrir fjöruga fætur. Segir ullarsögur og kennir að prjóna Fyrir einu ári lét hún slag standa og stofnaði fyrirtækið „Cult- ure and craft“ sem m.a. hefur það að markmiði að kenna enskumæl- andi fólki að prjóna auk þess að bjóða upp á sögugöngur í Mos- fellsbæ, þar sem saga ullarinnar á Íslandi er rakin. „Þessar göngur taka u.þ.b. tvær klukkustundir og leiðsögnin fer fram á ensku. Ég hef einnig far- ið í gönguferð með Íslendinga, ör- lítið öðruvísi og bara ein klst. en Mosfellsbær er vagga ullariðnaðar- ins hér á landi og hér er sagan, en iðnframleiðsla hófst á ullarvörum hér fyrir meira en öld,“ segir Ragn- heiður. Hún býður jafnframt upp á þriggja klukkustunda „prjóna- smiðjur“ þar sem hún kennir fólki að prjóna úr íslenskri ull, en hægt er að fá lengri námskeið allt upp í viku, fyrir þá sem vilja læra meira. Ullarhátíð í Englandi „Culture and Craft“ er í sam- starfi við 12 ára gamla breska ferðaskrifstofu sem heitir Iceland traveller sem sérhæfir sig í Ís- landsferðum. Ýmsar fleiri hug- myndir eru í farvatninu. „Nú er ég á fullu við að skrá áhugasamt fólk í ferð til Suður-Englands á ullarhá- tíðina Festival of Knitting UNRA- VEL en þar má sjá ullarframleið- endur vinna ull, í höndum eða með vélum. Þar eru hönnuðir og hand- verksfólk að sýna og selja hand- verkið sitt, helst má líkja þessari hátíð við sýninguna á Hrafnagili, en eingöngu er horft á ullartengdar vörur,“ segir Ragnheiður. Á UNRAVEL eru bæði stórfyrirtæki og óþekktir aðilar að koma sér og sínu á framfæri og segir Ragnheið- ur að stórmerkilegt sé að sjá mis- munandi vinnslustig á ullinni og þarna er boðið upp á sýnikennslu og vinnusmiðjur til að læra. Sýn- ingin er haldin 24. og 25. febrúar á næsta ári en bóka þarf þátttöku fyrir 20. október næstkomandi. „Sýninguna ber upp á helgi, en til viðbótar er í boði að heimsækja búgarð þar sem Alpaca-sauðfé, sem ein af fjórum tegundum sauðfjár í Bretlandi. Það er dálítið merkilegt að geta skoðað Alpaca-ull á nokkr- Sér tækifæri í ullinni Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir tengir saman áhugamál sitt og ferðaþjónustu. En Ragnheiður Sjöfn hefur sérstakan áhuga á ull og ullarvörum og skipuleggur nú ferð á ullarhátíð í Suður-Englandi næstkomandi febrúar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Tækifæri Ragnheiður er mikil áhugamanneskja um ull. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Sýning á ljósmyndum Trausta Ólafs- sonar (1891-1961), Frá Breiðavík til Kaupmannahafnar, stendur nú yfir á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni eru sýndar ríflega 20 ljósmyndir af um 200 mynda plötu- safni Trausta Ólafssonar sem varð- veitt er á Ljósmyndasafni Reykjavík- ur. Flestar myndirnar eru teknar á árunum 1919-1928, í heimasveit hans fyrir vestan, í Kaupmannahöfn á námsárunum og í heimabæ eiginkon- unnar, Maríu S. Petersen (1898- 1965), Klakksvík í Færeyjum. Trausti var á sínum tíma allþekktur í íslensku samfélagi fyrir störf sín í þágu efnafræðirannsókna og gegndi á því sviði ýmsum trúnaðarstörfum fyrir íslenska ríkið. Hann fæddist í Breiðavík í Rauðasandshreppi í Vest- ur-Barðastrandarsýslu sumarið 1891. Hann útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1915 og sigldi sama ár til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám í efnaverk- fræði við Den Polytekniske Lærean- stalt. Við heimkomuna tók Trausti við stöðu forstöðumanns Efnarann- sóknastofnunar ríkisins. Hann sinnti einnig ýmsum öðrum störfum og var sæmdur prófessorsnafnbót af for- seta Íslands sumarið 1945. Frá Breiðavík til Kaupmannhafnar Ljósmynd/Trausti Ólafsson Herra Einar Ólafur Sveinsson há- skólastúdent í Kaupmannahöfn. Ljósmyndir Trausta Ólafssonar Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 Helgarsprengja Leðurjakkar, úlpur , skyrtur 25% afsláttur Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Sunnlenska bókakaffið á Selfossi er kærkominn kostur fyrir unnendur hverskonar bóka en ekki síður fyrir þá sem kunna að meta að sitja í nota- legu umhverfi umvafðir bókum og drekka gott kaffi. Og fá sér kannski með því vöfflu eða eitthvert annað góðgæti sem vert hússins framreiðir af ást og umhyggju. Persónuleg þjón- usta og spjall er líka eitthvað sem margir vilja finna á kaffihúsum og nóg er af slíku á Sunnlenska bóka- kaffinu, en það hefur orð á sér fyrir að vera einstaklega heimilislegt. Þau gleðitíðindi hafa nú borist fyrir þá sem ekki eiga heimangengt eða búa fjarri Sunnlenska kaffihúsinu, en vilja gjarnan kaupa einhverja af þeim bók- um sem þar fást, þá hefur vefsíðan þeirra www.netbokabud.is nú verið opnuð fyrir almenning. Þar kennir sannarlega ýmissa grasa. Ekki aðeins eru þar nýjar bækur í öllum flokkum, heldur einnig forvitnilegt fágæti og þá helst fornt, sérstakur flokkur árit- aðra bóka, ættfræði, þjóðsögur, forn- bókmenntir og fleira. Einnig er gagnvirkt blogg á síðunni um efni tengt bókunum í versluninni. Vefsíðan www.netbokabud.is Hvítir hrafnar Bók eftir Þórberg Þórðarson sem til er undir flokknum Fágæti. Fágæti og fleiri bækur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hljómsveitin The Saints of Boogie street heldur tónleika í Landnáms- setri Íslands fimmtudaginn 4. októ- ber. The Saints of Boogie Street er hljómsveit sem flytur lög eftir snill- inginn Leonard Cohen. Sveitin hefur verið starfandi undanfarin þrjú ár og haldið tónleika vítt og breitt um land- ið við góðan orðstír. Hljómsveitin gaf nýverið út geisladisk með lögum meistarans og fékk hann nafnið Leonard Cohen Covered en þar er að finna 14 af helstu perlum Cohen í flutningi tveggja söngkvenna í nýjum fallegum útsetningum. Hljómsveitina skipa þau; Esther Jökulsdóttir söngur Soffía Karlsdóttir söngur Kristinn Einarsson píanó Ingólfur Sigurðsson trommur Ólafur Kristjánsson bassi Pétur V. Pétursson gítar Hefjast tónleikarnir klukkan 21 og kostar 2.000 krónur inn. Endilega … … hlýðið á tónleika í Landnámssetri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.