Morgunblaðið - 04.10.2012, Side 15

Morgunblaðið - 04.10.2012, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 „Þetta er ákaflega gleðileg þróun enda finnum við fyrir jákvæðu and- rúmslofti í samfélaginu,“ segir Ást- hildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Samkvæmt upplýs- ingum sem hún hefur frá Þjóðskrá eru íbúar 940 í sveitarfélaginu öllu og hefur fjölgað um 40 frá því að íbúarnir voru fæstir en það var fyr- ir um tveimur árum. Þéttbýlisstaðirnir Patreksfjörður og Bíldudalur eru í Vesturbyggð auk sveitasamfélaga á Barðaströnd, Rauðasandi, í Örlygshöfn og víðar. Íbúar voru um 1.400 þegar fjögur sveitarfélög sam- einuðust fyrir átján árum undir merkjum Vestur- byggðar. Umtals- verð fækkun varð allt til ársins 2010 þegar talið er að íbúatalin hafi ver- ið komin niður í 890 manns. Uppgangur hefur verið í atvinnulífinu undan- farin tvö ár. Mörg störf hafa orðið til í fiskeldi og stækkun kalkþör- ungaversmiðjunnar á Bíldudal. Þá eru nokkrar framkvæmdir, til dæmis við uppbyggingu hótels á Patreksfirði. Útgerð og fiskvinnsla er þó áfram meginstoð atvinnulífs- ins. „Þetta er stöðug varnarbarátta“ „Það er talsvert af ungu fólki að flytja heim eftir að hafa lokið fram- haldsnámi. Það fær vinnu við upp- bygginguna,“ segir Ásthildur. Ekki er allt jafn jákvætt og nefn- ir Ásthildur ákvarðanir Lands- bankans og nú Íslandspósts um að leggja niður afgreiðslur sínar á Bíldudal. „Þetta er stöðug varnar- barátta,“ segir bæjarstjórinn, „þeg- ar við náum einu skrefi fram á við kemur annað til baka“. helgi@mbl.is Unga fólkið flytur aftur heim Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjölgun Þorpin í Vesturbyggð eru aftur í sókn. Myndin er frá Patreksfirði.  Íbúum Vesturbyggðar hefur fjölgað um 40 á tveimur árum Ásthildur Sturludóttir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, átti sl. þriðjudag fundi með Nitin Nohria, forseta Harvard Bus- iness School, og David T. Ellwood, forseta John F. Kennedy School of Government, um þróun norðurslóða og nauðsyn víðtækrar samvinnu um rannsóknir á því sviði. Í fréttatilkynningu frá forseta- embættinu kemur fram að á fund- unum var fjallað um aukinn áhuga ríkja í öðrum heimshlutum á aðild að stefnumótun og nýtingu auðlinda á norðurslóðum. „Á fundinum með forseta John F. Kennedy School of Government var vísað til ýmissa rannsókna sem unnar hafa verið á vegum skólans og í viðræðum við forseta Harvard Business School kom fram áhugi hans á því að skól- inn ynni sérstök rannsóknarverkefni sem tengdust undirbúningi fram- kvæmda, þróun nýrra siglingaleiða og nýtingu auðlinda. Niðurstaða beggja fundanna var að skynsamlegt gæti verið að fræða- stofnanir innan Harvard-háskóla mynduðu samstarfsvettvang sem gæti orðið þátttakandi í auknu sam- starfi um málefni norðurslóða.“ Morgunblaðið/Eggert Fundur Ólafur Ragnar ræddi við forseta Harvard Business School og Kennedy School of Government. Ræðir mál norðurslóða í Harvard  Áhugi á að mynda samstarfsvettvang Á Októberhittingi Femínistafélags Íslands á Hallveigarstöðum við Tún- götu í kvöld kl. 20 verður umfjöll- unarefnið „Stríðið gegn konum“. Silja Bára Ómarsdóttir, al- þjóðastjórnmálafræðingur og að- júnkt við Stjórnmálafræðideild HÍ, mun ræða um „stríðið gegn konum“ með áherslu á hlutverk kynfrelsis í bandarísku forsetakosningunum en í alþjóðapólitísku samhengi. „Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem rætt er um að skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Í Tyrk- landi var í vor rætt um að banna fóstureyðingar eftir sjöttu viku með- göngu og á Spáni í sumar kom fram hugmynd um að þrengja réttinn til fóstureyðinga,“ segir í tilkynningu. Femínistar ræða „stríðið gegn konum“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.