Morgunblaðið - 04.10.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Nálægðin var svo mikil. Ég hneigð-
ist fljótlega að félagsmálastússi. Áður
en það kom til var ég farinn að leika
aðeins á orgelið,
stalst í það í kirkj-
unni. Það kom allt
hvað af öðru,“
segir Haraldur
Júlíusson,
sóknar-
nefndarformaður
og organisti
Akureyjarkirkju í
Vestur-
Landeyjum. Har-
aldur var lengi
bóndi í Akurey og hefur starfað fyrir
sókn og kirkju í meira en fjóra ára-
tugi.
Akureyjarkirkja var vígð 20. októ-
ber 1912 og verður tímamótanna
minnst við hátíðarguðsþjónustu í
kirkjunni næstkomandi sunnudag.
Áður hafði verið kirkja í Sigluvík í
tæpa öld en Voðmúlastaða- og Siglu-
víkursóknir voru sameinaðar um leið
og ný kirkja var byggð í Akurey.
Lengst hefur verið kirkja í Vestur-
Landeyjum á Skúmsstöðum og er
hennar getið á 12. öld. Hún var flutt
að Sigluvík 1815. Einnig hafa verið
kirkjur í Eystra- og Vestra-Fíflholti
og bænhús í Álfhólum.
„Ég held að Akurey hafi verið val-
in af því að jörðin var miðsvæðis í
Vestur-Landeyjum. Þá var þurrlent
þar,“ segir Haraldur um staðarvalið.
„Það var erfitt fyrir fólkið á bæjunum
í vesturhluta sóknarinnar að sækja
kirkju, jafnt í Akurey og Sigluvík,
það var svo mikill vatnságangur að
fólk komst ekki á milli bæja. Svo var
landið þurrkað upp og vegir lagðir.
Ég er helst á því að kirkjusókn hafi
frekar minnkað við bættar sam-
göngur,“ segir Haraldur.
Þarf að vera hófstillt
Akureyjarkirkja er byggð eftir
teikningum Rögnvaldar Ólafssonar,
arkitekts og húsameistara. Hún er
járnvarin timburkirkja byggð á
steinsteyptum grunni. Yfirsmiður
var Tryggvi Árnason, kirkjusmiður
úr Reykjavík, og Skúli Jónsson tré-
smiður var honum til aðstoðar.
Teikningarnar eru að mestu þær
sömu og af Grindavíkurkirkju sem
Rögnvaldur teiknaði og Tryggvi
byggði. Grindavíkurkirkja var af-
helguð 1982 eftir að Grindvíkingar
höfðu byggt nýja kirkju.
Kirkjunni í Akurey og umhverfi
hennar hefur frá upphafi verið vel við
haldið. Haraldur segir að kirkjan hafi
verið máluð að utan fyrir þremur ár-
um og þá var jafnframt gert við
skemmdir á turni og smíðaður nýr
kross. Í sumar var grindverk kirkju-
garðsins málað. Það verk unnu skát-
ar frá Belgíu í sjálfboðavinnu. Auk
þess gróðursettu þeir um þúsund
trjáplöntur við félagsheimilið Njáls-
búð sem er í nágrenni kirkjunnar.
Framundan er áframhaldandi við-
hald. „Það þarf að skipta um glugga
og taka kirkjuna í gegn að innan. Það
er lítið um fjármagn og allt þarf þetta
að vera hófstillt,“ segir Haraldur.
Hann hefur unnið mikið við kirkj-
una. „Maður er enn að stússast í
þessu, hefur lítið annað að gera.“
Haraldur hefur verið formaður
sóknarnefndar Akureyjarkirkju í
rúm fjörutíu ár. Tók við embættinu
af föður sínum, Júlíusi Bjarnasyni,
sem jafnframt var meðhjálpari og
hringjari í tæpa fjóra áratugi.
„Já, maður hefur taugar til kirkj-
unnar. Hún er eins og hluti af manni.
Ég finn það sennilega enn betur þeg-
ar ég hætti,“ segir Haraldur. Hann
flutti í Hvolsvöll fyrir sex árum en
hann hafði alist upp í Akurey, eftir að
foreldar hans fluttu þangað austan úr
Meðallandi þegar hann var barn að
aldri.
Íbúum fækkar
Veruleg fækkun hefur verið í Ak-
ureyjarsókn á þeim hundrað árum
sem liðin eru frá byggingu kirkj-
unnar. Er það sama þróun og víðar í
sveitum landsins. Samkvæmt mann-
tali í lok árs 1920 voru 287 íbúar í Ak-
ureyjarsókn en voru 125 í lok árs
2010. Því hefur íbúum í sókninni
fækkað um 162 á þessum tíma þrátt
fyrir að svokallaðir Bakkabæir sem
voru áður í Oddasókn hafi verið færð-
ir til Akureyjarsóknar með ákvörðun
kirkjuþings 2009.
Akureyjarsókn tilheyrði Berþórs-
hvolsprestakalli en frá 1988 Holts-
prestakalli undir Eyjafjöllum eftir að
prestaköllin voru sameinuð. Holts-
prestakall var lagt niður í byrjun síð-
asta árs. Þá færðust Landeyjasóknir
til Breiðabólstaðarprestakalls.
Kirkjan er eins og hluti af manni
Akureyjarkirkja Viðhaldi kirkjunnar hefur frá upphafi verið vel sinnt. Kirkjan var máluð að utan fyrir fáeinum ár-
um og í sumar var tréverkið í kringum kirkju og kirkjugarð málað. Ýmis verkefni eru þó framundan.
Öld liðin frá vígslu Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum Haraldur Júlíusson sóknarnefndarfor-
maður hefur starfað fyrir kirkjuna sína í rúma fjóra áratugi Hátíðarguðsþjónusta og kirkjukaffi
Akureyjarkirkja
» Akureyjarkirkja þjónar íbú-
um Vestur-Landeyja. Kirkja var
byggð þar 1912 þegar tvær
sóknir voru sameinaðar. Þar er
hún miðsvæðis og á þurrlendi.
» Haraldur Júlíusson frá Ak-
urey hefur verið organisti Ak-
ureyjarkirkju frá 1966. Hann
hefur verið formaður sókn-
arnefndar í áratugi og tók við
því embætti af föður sínum.
Hundrað ára vígsluafmælis Akureyjarkirkju í Vestur-
Landeyjum verður minnst með hátíðarguðsþjónustu
sunnudaginn 7. október næstkomandi, kl. 14.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar
og sóknarpresturinn, Önundur S. Björnsson, þjónar fyrir
altari. Kirkjukór Landeyja syngur undir stjórn Haraldar
Júlíussonar organista.
Að lokinni guðsþjónustu býður sóknarnefndin til sam-
komu í félagsheimilinu Njálsbúð. Þar verður saga kirkj-
unnar rakin. Kvenfélagið Bergþóra sér um veitingar.
Sóknarbörn fyrr og síðar og allir aðrir velunnarar
kirkju og kristni eru velkomnir, segir í tilkynningu frá
sóknarnefndinni.
Eftir breytingar á sóknaskipan nær Akureyjarsókn nú yfir allar Vestur-
Landeyjar.
Biskup Íslands prédikar
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA Á SUNNUDAG
Agnes M.
Sigurðardóttir,
biskup Íslands.
Meirihluti borgarstjórnar Reykja-
víkur samþykkti á fundi sínum í
vikunni að færa listaverkið Svörtu
keiluna, eftir Santiago Sierra, sem
staðið hefur fyrir framan Alþing-
ishúsið frá því í byrjun þessa árs.
Svarta keilan verður framvegis á
hellulögðu torgi á horni Kirkju-
strætis og Thorvaldsenstrætis.
Engin sátt var um staðsetningu
listaverksins í borgarstjórn og
lagði borgarfulltrúi Vinstri grænna
fram þá tillögu að Svarta keilan
yrði lögð til hliðar. Í stað þess yrði
efnt til samkeppni um minnisvarða
um rétt fólks til borgaralegrar
óhlýðni sem staðsett verði á svip-
uðum slóðum. Tillagan var felld
með níu atkvæðum gegn einu.
Þá létu borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins bóka að þeir féllust
ekki á tillögu meirihlutans og teldu
mikilvægt að vinna að meiri sátt
þegar taka ætti ákvarðanir um að
setja niður listaverk á hátíðarstað
borgarinnar. Einnig var á það bent
að forsætisnefnd Alþingis hefði í
tvígang mótmælt tillögu meirihlut-
ans um staðsetningu verksins.
Engu að síður fór svo að tillaga
meirihlutans var samþykkt með níu
atkvæðum gegn sex.
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Umdeilt verk Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni.
Samþykkt að flytja
Svörtu keiluna
Haraldur
Júlíusson
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
KROM 53x80 cm
• Aluminum / Ál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is