Morgunblaðið - 04.10.2012, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
Rauði krossinn óskar eftir þrjú þús-
und sjálfboðaliðum til þess að taka
þátt í landssöfnun Rauða krossins,
Göngum til góðs, á laugardag.
„Þetta er kjörið tækifæri til að
stunda heilsusamlega hreyfingu og
láta gott af sér leiða á sama tíma.
Svo fær göngufólk á höfuðborg-
arsvæðinu að slaka á frítt í sund-
laugunum eftir gönguferðina," seg-
ir Kristján Sturluson,
framkvæmdastjóri Rauða krossins,
í tilkynningu.
Þetta er í sjöunda sinn sem Rauði
krossinn býður Íslendingum að ger-
ast sjálfboðaliðar í eina dagstund
og ganga til góðs en söfnunin fer
fram annað hvert ár.
Sjálfboðaliðar eru hvattir til að
finna næstu söfnunarstöð og skrá
sig á www.raudikrossinn.is eða
mæta beint á söfnunarstöð í sínu
hverfi á bilinu 10-18 á laugardag.
Þá má leggja söfnuninni lið með því
að hringja í söfnunarnúmerin 904
1500, 904 3000 eða 904 5000 og
dragast þá 1500, 3000 eða 5000
krónur af næsta símreikningi.
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum
Safnað Ungir sjálfboðaliðar að safna fyrir
Rauða kross Íslands á Djúpavogi.
Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, mun á
þessu hausti veita þeim sem misst hafa manneskju í
sjálfsvígi margvíslegan stuðning.
Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum, að sjálfs-
víg séu reglulega til umræðu í samfélaginu. Skemmst sé
að minnast 40 krossa á Austurvelli við Dómkirkjuna 10.
september s.l. til að minna á þessa staðreynd að síðustu
ár hafa sjálfsvíg verið allt að 40 á ári.
Hvert sjálfsvíg skilji oft stóran hóp fólks eftir í sárum
og það taki nánustu aðstandendur undantekn-
ingaralaust langan tíma að vinna úr sorginni.
Fræðslufyrirlestur um sjálfsvíg verður í dag, 4. október, kl. 20:30 í safn-
aðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari er sr. Svavar Stefánsson en hann hef-
ur mikla reynslu á þessu sviði. Húsið verður opnað kl 19 og fólk getur komið,
spjallað og fengið kaffi.
Í kjölfarið eða 11. október fer af stað stuðningshópur fyrir aðstandendur
sem kemur vikulega saman á mánudögum kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Þá
verður Opið hús fyrir þau sem misst hafa manneskju í sjálfsvígi er svo mán-
aðarlega á þriðjudögum kl. 20 í Breiðholtskirkju, 23. október og 27. nóv-
ember.
Fjallað um afleiðingar sjálfsvíga
Átján keppendur tóku þátt í Ís-
landsmeistarakeppni í ökuleikni
um helgina. Varð niðurstaðan sú að
Ævar Sigmar Hjartarson sigraði í
karlariðli og Ragna Óskarsdóttir í
kvennariðli.
Lítið bar þó á milli efstu manna í
riðlum og var Ævar, sem ók sam-
tals á 379 sekúndum aðeins níu sek-
úndum á undan næsta manni, Sig-
hvati Jónssyni, sem ók á 388
sekúndum.
Í kvennariðli var munurinn enn
minni en Ragna ók á 742 sek-
úndum, aðeins þremur sekúndum á
undan Íslandsmeistaranum frá
2011, Guðnýju Guðmundsdóttur
sem ók á 745 sekúndum.
Keppnin er haldin af Brautinni –
bindindisfélagi ökumanna – í sam-
vinnu við Ökukennarafélag Íslands
og nokkur fyrirtæki.
Gætinn Leysa þurfti ýmsar þrautir í öku-
leikninni eins og sést á myndinni.
Urðu Íslandsmeist-
arar í ökuleikni
Alþjóða-stómadagurinn er laug-
ardaginn 6. október en Stóma-
samtök Íslands ætla að minnast
hans í dag, fimmtudag, með opnu
húsi í húsnæði Krabbameinsfélags-
ins að Skógarhlíð 8 kl. 19:30-21:30.
Tilgangur Alþjóða-stómadagsins
er að vekja athygli á aðstæðum
stómaþega víðs vegar um heim.
Stómasamtök Íslands voru stofn-
uð árið 1980 með stuðningi Krabba-
meinsfélagsins. Á þriðja hundrað
manns eru í félaginu, en stómaþeg-
ar á Íslandi eru taldir vera um 350.
Alþjóðlega stóma-
dagsins minnst
Churchill-klúbburinn á Íslandi heldur hádegisverðar-
fund á laugardag þar sem fjallað verður um heimsókn
Winstons Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands, hingað til lands 16. ágúst 1941.
Illugi Jökulsson mun fjalla um heimsóknina. Churc-
hill var á þessum tíma á heimleið yfir hafið eftir sögu-
legan fund með Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseta
þar sem þeir undirrituðu Atlantshafssáttmálann en
hann markaði upphafið að stofnun Sameinuðu þjóð-
anna 1945.
Fram kemur í tilkynningu, að heimsókn Churchills hafi komið flestum
að óvörum en eitthvað hafi þó verið í aðsigi því Morgunblaðið birti litla
frétt að morgni þess 16. ágúst þar sem stóð: „[...]Sennilegt er, að eitthvað
verði um að vera við höfnina um 10-leytið fyrir hádegi og má vera að
bæjarbúar hafi gaman af því að sjá hvað fram fer þar.“
Fundurinn verður haldinn á Nauthól frá klukkan 12 til 13:30.
Fjallað um heimsókn Churchills til Íslands
Winston Churchill.
Haustráðstefna SÁÁ hefst klukkan
8:30 í dag í Von, húsi samtakanna
við Efstaleiti 7.
Ráðstefnan, sem er öllum opin,
stendur einnig yfir á morgun.
Afmælisfundur SÁÁ verður síðan
haldinn í Háskólabíói laugardaginn
6. október. Húsið verður opnað fyr-
ir almenning kl. 12:30.
Hátíð Frá afmælisfundi SÁÁ á síðasta ári.
Haustráðstefna og
afmælisfundur SÁÁ
STUTT
GJÖRIÐ
SVO VEL!HÁDEGISMATUR
TIL FYRIRTÆKJA
HAFÐU SAMBAND
OG FÁÐU TILBOÐ!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
Stjórnarráðið í Reykjavík er ákaflega fögur bygging
með merka sögu, prýdd íslenska fánanum og styttum
af Kristjáni níunda Danakonungi og Hannesi Hafstein,
fyrsta ráðherra Íslands. Mikilvægt er að halda um-
hverfi byggingarinnar snyrtilegu og þessi vandvirki
starfsmaður sér til þess að skiltin sé tandurhrein.
Morgunblaðið/Golli
Skiltin hreinsuð við Stjórnarráðið
„Það er komið ákveðið jafnvægi sem
við teljum að verði áfram,“ sagði Ey-
þór H. Ólafsson, verkfræðingur og
forseti bæjarstjórnar í Hveragerði,
um niðurdælingu á Hellisheiði.
Hvergerðingar finna ekki fyrir jarð-
skjálftum í sama mæli og áður.
Eyþór var fulltrúi Hvergerðinga í
sérfræðingahópi sem Orkuveita
Reykjavíkur (OR) fékk til að fjalla
um niðurdælingu vatns frá Hellis-
heiðarvirkjun sem olli miklum jarð-
hræringum við Húsmúla haustið
2011. Skjálftarnir ollu Hvergerðing-
um bæði ama og áhyggjum.
Eyþór sagði að OR dæli enn sama
vatnsmagni og byrjað var á í fyrra
eða um 500 lítrum á sekúndu. Hann
sagði mikilvægast að breytingar t.d.
á vatnsmagni séu
gerðar rólega til
að trufla ekki
kerfið. Ef virkj-
unin slær út
hættir niðurdæl-
ingin skyndilega.
Eyþór sagði að þá
verði að fara
hægt af stað aftur
við að dæla niður
vatninu.
„Við höfum ekki stórar áhyggjur
af þessari niðurdælingu nú,“ sagði
Eyþór. Sami staður hefur verið not-
aður til niðurdælingar frá því hún
hófst. Eyþór sagði að væntanlega
yrði ekki farið í að dæla niður á nýj-
um stöðum nema farið yrði í nýjar
virkjanir, t.d. Hverahlíðarvirkjun.
Þá þurfi menn að fara varlega af
stað. Í skýrslu samráðshópsins eru
settar fram leiðbeiningar um hvern-
ig standa eigi að undirbúningi virkj-
ana og samskiptum við íbúa.
„Samráðið hefur verið miklu betra
eftir að starfshópurinn var settur á
legg. Við höfum fengið upplýsingar
um stöðu mála og reynt að miðla
þeim til íbúanna. Mér finnst óánægja
fólks ekki jafn mikil og hún var,“
sagði Eyþór.
Búið er að mynda annan stýrihóp
um brennisteinsvetnismengun frá
bæði núverandi og væntanlegum
jarðvarmavirkjunum. Hvergerðing-
ar eiga ekki enn sem komið er full-
trúa í þeim starfshópi. gudni@mbl.is
Jörðin komin í jafnvægi
Eyþór H.
Ólafsson,
Miklu betra samráð við Hvergerðinga eftir að OR
setti á fót starfshóp um niðurdælingu á Hellisheiði