Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 19

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Okkur hvalaskoðunarmönnum hefði ekki liðið vel ef við hefðum ekki getað bjargað hnúfubaknum. Sem betur fer tókst okkur að losa net og færi af sporði hans,“ segir Halldór Hall- dórsson á Hauganesi. Hann og fé- lagar hans á Níels Jónssyni EA 106 fengu hval í þorskanet á föstudag, en tókst að lempa netið út af sporðinum án þess að hvalnum yrði meint af. „Þegar við vorum búnir að leggja netin urðum við varir við að hvalurinn hafði fest sig í þeim,“ segir Halldór. „Við fórum í land og náðum í tæki og tól til að reyna að losa dýrið. Það tókst eftir klukkustundar barning og nokkrar tilraunir, en þá hafði hval- urinn farið með allt draslið aftan í sér um hálfan kílómetra. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var um borð og notaði tækifærið til að koma gervihnattasendi í hvalinn.“ Hnúfubakar allt árið Mikið gekk á meðan verið var að losa hvalinn, enda er hnúfubakur engin smásmíði. Fullorðinn er hann 13 til 17 metra langur og 25 til 40 tonn á þyngd. Níels Jónsson EA er eikarbátur smíðaður á Akureyri 1974 og er not- aður í hvalaskoðun á sumrin, en er á netum yfir vetrartímann. Halldór segir að mikið hafi verið af hval í Eyjafirði tvö síðastliðin sumur og hvalaskoðun njóti mikilla vinsælda. Á laugardag var farið í hvalaskoðun og þá voru þrír hnúfubakar rétt fyrir utan bryggjuna á Hauganesi. Vinur þeirra frá því deginum áður var þó ekki þeirra á meðal. Halldór segir að sú breyting hafi orðið síðustu ár að hnúfubakar sjáist nú orðið í Eyjafirði alla mánuði árs- ins. Ekki meint af ævintýrinu Á Hafrannsóknastofnun er greint frá merkingu hvalsins og ferðum hans síðan. Þar segir að dýrinu virð- ist ekki hafa orðið meint af þessu ævintýri og hafi synt rösklega sinn veg. Hvalurinn hélt sig fyrst um sinn nálægt merkingarstað suðaustan við Hrísey. Helginni eyddi hnúfubak- urinn út af Ólafsfirði og Héðinsfirði, en hélt þaðan lengra norður. Hann hefur síðustu daga verið í Eyjafjarðarál. Dró netin um hálfan kílómetra  Mikið gekk á meðan veiðarfæri voru losuð úr hnúfubak  Hvalaskoðun, þorskveiðar og hvalabjörgun Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gamall og góður Níels Jónsson er meðal síðustu eikarbátanna sem smíðaðir voru hér á landi. Hann er nú jöfnum höndum notaður við fiskveiðar og hvalaskoðun. Mikið hefur verið af hval í Eyjafirði síðustu tvö ár. Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförnum árum staðið fyrir tilraunum til að merkja hvali með gervitunglasendum. Markmið verkefnisins er að kanna ferðir skíðishvala við landið og far þeirra frá ís- lenskum hafsvæðum á haust- in. Í haust verða væntanlega þrjár hrefnur merktar auk hnúfubaksins. Kanna ferðir skíðishvala GERVITUNGLASENDAR Vel tengdur Sendirinn kominn á sinn stað í hnúfubaknum. Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Vantar þig innihurð? Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem auka hljóðeinangrun og brunavörn. Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum viðartegundum. Sjón er sögu ríkari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.