Morgunblaðið - 04.10.2012, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Forsetaefnin tvö í Bandaríkjunum, Barack
Obama og Mitt Romney, munu á næstu vikum
heyja þrjú sjónvarpseinvígi, það fyrsta var fyr-
irhugað sl. nótt í Colorado. Munurinn í flestum
könnunum á landsvísu er Obama í hag en inn-
an skekkjumarka.
Sigur Obama er því alls ekki í höfn, skyndi-
leg ótíðindi í efnahagsmálum geta breytt stöð-
unni, Romney í hag og einnig slæm mistök á
lokasprettinum. Joe Biden varaforseti þykir
afar málglaður og er oft fljótfær. Hann færði
repúblikönum gott vopn í hendur á þriðjudag
þegar hann sagði að millistéttin, sem er mikill
meirihluti þjóðarinnar, hefði verið „jörðuð með
sköttum“ síðustu fjögur árin. Paul Ryan vara-
forsetaefni Romneys, var fljótur að segja að
hann væri sammála og skipta yrði um ráða-
menn. Biden sagðist þá, vandræðalegur á svip,
hafa átt við að í tíð repúblikanans George W.
Bush í Hvíta húsinu hefði verið mótuð stefna
sem hefði valdið þessari skattaáþján.
En repúblikanar hafa einnig gert mistök,
klaufaleg ummæli Romneys um að nær helm-
ingur þjóðarinnar væri á bótum og vildi því
ekki minnka ríkisafskipti voru honum ekki til
framdráttar. Hann vildi vafalaust vekja at-
hygli á vanda sem menn stríða nú við á öllum
Vesturlöndum í kreppunni: erfitt er að vinda
ofan af ríkisskuldum vegna þess hve stór hluti
kjósenda á allt sitt undir miklu ríkisbákni.
Mikil breyting á viðhorfum kjósenda
Athyglisvert er að sjá hvernig viðhorf kjós-
enda hafa breyst síðustu árin. Fram kemur í
könnun CNN að mun færri en áður eða um
40% vilji nú að ríkið ýti markvisst undir svo-
nefnd „hefðbundin gildi“ eins og kjarnafjöl-
skylduna, gildi sem repúblikanar halda mjög á
lofti. Hlutfallið var 57% fyrir tveim árum.
Þessi breyting gæti gagnast demókrötum en á
hinn bóginn eru 60% þeirrar skoðunar að um-
svif ríkisvaldsins séu of mikil og hefur það
hlutfall sjaldan verið jafn hátt. Rök repúblik-
ana gegn velferðarríkishugmyndum Obama
ættu því einnig að finna hljómgrunn.
Obama og Romney munu heyja þrennar kappræður í sjónvarpi fram að kosningum 6. nóvember
Forsetinn stendur vel í sveifluríkjunum en munurinn á landsvísu er innan skekkjumarka
Mistök á lokaspretti geta kostað sigur
AFP
Prufa Dia Mohamed, stúdent í Denver, fær
jakka í yfirstærð áður en hann leikur hlutverk
Obama á æfingu fyrir kappræðurnar.
Obama öflugri í sveifluríkjum
» Ný landskönnun Wall Street Journal/
NBC, sem birt var í gær, sýndi 49%
stuðning við Obama en Romney var með
46%.
» Í mörgum af sambandsríkjunum 50
eru úrslitin í forsetakjöri yfirleitt fyrir-
sjáanleg.
» En í nokkrum svonefndum „sveifluríkj-
um“ er spennan mikil. Obama hefur um-
talsvert meira fylgi í þeim flestum.
Marcello Di Finizio, eigandi strandbars á Ítalíu, klifraði
upp eftir hvolfþaki Péturskirkjunnar í Róm og mót-
mælti í gær ESB-tilskipun um uppboð á strandsvæðum.
Risafyrirtæki muni þá útrýma þeim smáu, segir hann.
„Hjálp! Nú er nóg komið, Monti. Nóg komið, Evrópa.
Nóg komið, fjölþjóðafyrirtæki!“ stendur á borðanum.
Óttast samkeppni risafyrirtækja á baðströndum
AFP
„Nú er nóg komið, Monti!“
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fyrirtæki í Bandaríkjunum, Ralls
Corp, sem er í kínverskri eigu, hefur
höfðað mál gegn stjórnvöldum sem
hafa stöðvað samning um kaup á
mikilli vindmyllusamstæðu í grennd
við æfingastöð flotans í Oregon. Er
skýring stjórnvalda sú að kaupin
myndu ógna öryggi þjóðarinnar.
Liðin eru 22 ár síðan síðast var beitt
áðurnefndum rökum gegn viðskipta-
samningi vestra, að sögn BBC.
Ralls keypti svæðið með myllun-
um fyrr á árinu en Barack Obama
forseti undirritaði skipun um bannið
í liðinni viku. Fyrirtækið segir að
forsetinn hafi ekki haft vald til að
stöðva kaupin. Ekki hafi verið lagðar
fram neinar sannanir fyrir því að
Ralls muni njósna og ógna öryggi
Bandaríkjanna. Í æfingastöðinni eru
m.a. gerðar tilraunir með mannlaus-
ar flugvélar á vegum flotans sem
notaðar eru í æ meiri mæli til eftirlits
og sprengjuárása.
Deilt á viðskiptahætti Kínverja
Nokkrar vikur eru í forsetakjör í
Bandaríkjunum og kínverska ríkis-
fréttastofan Xinhua sagði að Obama
vildi með banninu ráðast á Kínverja
til að „krækja í atkvæði nokkurra
verkamanna“.
Margir Bandaríkjamenn segja að
störfum í iðnaði hafi fækkað vegna
samkeppni á mörkuðum við ódýrt
vinnuafl í Kína. Repúblikanar hafa
gagnrýnt Obama fyrir að sýna lin-
kind gagnvart Kínverjum í deilum
um viðskiptahætti og fjárfestingar.
Kínverjar eru m.a. sakaðir um að
halda gengi jensins óeðlilega lágu til
að verð á útflutningsvörum þeirra sé
lægra en á vörum annarra.
Stjórn Obama kærði nýlega Kín-
verja hjá Heimsviðskiptastofnuninni
fyrir að styrkja með niðurgreiðslum
innlenda bílaframleiðslu. Umræður
af þessu tagi harðna oft fyrir kosn-
ingar vestra og segja Kínverjar að
þeir séu gerðir að blóraböggli, þeim
sé kennt um efnahagsvanda Banda-
ríkjamanna.
Óttast njósnir
um herstöð af
hálfu Kínverja
Obama stöðvar kaup á vindmyllum
Varúð Umdeildar vindmyllur í sam-
bandsríkinu Oregon.
Breska lögreglan hefur í þrjá sólar-
hringa leitað með aðstoð þúsunda
sjálfboðaliða að fimm ára stúlku,
April Jones, sem hvarf frá heimili
sínu í smábænum Machynlleth í Wa-
les á mánudag. „Við bíðum í örvænt-
ingu eftir einhverjum fréttum... Ap-
ril er fimm ára, í öllum bænum
hjálpið okkur við að finna hana,“
sagði móðir stúlkunnar, Coral Jon-
es.
Fólk í bænum er slegið yfir hvarfi
barnsins og vill leggja sitt fram við
leitina. En lögreglan sendi á þriðju-
dag sjálfboðaliðana heim og sagði að
þeir yrðu að hvíla sig. Í gær kom
fram að fjöllótt
leitarsvæðið væri
svo erfitt að það
væri hættulegt
fyrir óvant fólk
og framvegis yrði
því eingöngu not-
ast við þjálfaða
leitarmenn.
46 ára gamall
karlmaður, Mark
Bridger, hefur verið handtekinn en
hann á bláan Land Rover Disco-
very-jeppa sem talinn er tengjast
hvarfi April. Bridger er að sögn
BBC nú yfirheyrður. kjon@mbl.is
Fimm ára barn hvarf
í smábæ í Wales
April Jones
Fjölhæfasti starfskrafturinn
Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar hátt í 100 verkfæri
▪ Lágur rekstrarkostnaður
▪ Einstaklega lipur í notkun
▪ Vökvaknúinn í aldrifi
▪ Sjá nánar á VBL.is - myndbönd o.fl.
630
28 hö Kubota díeselmótor
með 44 lítra vökvadælu, 200 bar
Hæð 209 cm
Lengd 255 cm
Breidd 99 - 129 cm
Þyngd 1350 kg
Lyftihæð 282 cm
Lyftigeta 1400 kg
Fáanlegur með húsi
Í drifbúnaði eru engar reimar,
kúplingsdiskar né drifsköft.