Morgunblaðið - 04.10.2012, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
✝ Elín Friðjóns-dóttir fæddist
að Langhúsum í
Fljótum í Skaga-
firði 14. mars 1921.
Hún lést á Sólvangi
í Hafnarfirði 27.
september 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Ólína Mar-
grét Jónsdóttir og
Friðjón Vigfússon.
Elín var næstyngst
sjö systkina. Þau Guðrún, Sæ-
unn, Kristjana, Sigurjóna og
Vigfús eru látin, en eftirlifandi
er yngsti bróðirinn, Árni.
Elín giftist Jóni Þorbjörnssyni
4. nóvember 1939. Hann lést 14.
ágúst 1982. Börn þeirra eru
Birgir Örn, f. 11. september
1940, d. 2. desember 1970. Kona
hans var Svala Guðmundsdóttir.
Dóttir þeirra er Íris Lana. Ólína
Margrét Jónsdóttir, f. 1. ágúst
fram á unglingsárin. 17-18 ára
gömul fór hún sem vinnukona til
Reykjavíkur, en þar kynntist
hún Jóni og hóf búskap með hon-
um skömmu síðar í Hafnarfirði,
þar sem hún bjó alla tíð síðan. Á
yngri árum fór Elín iðulega að
vinna í síldinni á Siglufirði á
sumrin, en auk þess að vera
heimavinnandi húsmóðir þá
vann hún lengst af við ýmis þjón-
ustu- og framreiðslustörf, m.a. í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði
og á Bessastöðum. Í lok starfs-
ævinnar vann hún á annan ára-
tug í mötuneyti ríkisstarfsmanna
að Borgartúni í Reykjavík. Elín
var félagslynd kona og tók þátt í
ýmsum félagsstörfum um ævina.
Hún var m.a. um árabil virkur
félagi í Vorboðanum og Slysa-
varnafélaginu Hraunprýði. Hún
var alltaf afar söngelsk og söng
á sínum tíma með kirkjukór Frí-
kirkjunnar í Hafnarfirði og Gafl-
arakórnum, ásamt fleiri söng-
hópum. Síðustu 7-8 árin dvaldist
Elín á Sólvangi í Hafnarfirði.
Elín verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
4. október 2012, og hefst athöfn-
in kl. 13.
1945, gift Steini
Sveinssyni, þau
eiga þrjú börn, El-
ínu, Tinnu og Völu.
Jón Ellert, f. 13.
apríl 1949. Dætur
hans eru Ásdís,
Brynhildur og
Katrín Ella. Einar
Kristján, f. 19. októ-
ber 1950, giftur
Valdísi Birnu Guð-
jónsdóttur, þau eiga
fimm börn, Katrínu Ósk, Birgi
Örn, Hilmi Þór, Lilju Sif og Guð-
rúnu Ölmu. Sturla Jónsson, f. 4.
janúar 1963, giftur Sigríði
Magnúsdóttur, þau eiga tvö
börn, Ínu Salome og Jón Ágúst.
Barnabarnabörn Elínar eru alls
17 talsins.
Elín ólst upp í Langhúsum og
fluttist barnung með foreldrum
sínum og systkinum til Siglu-
fjarðar, þar sem hún ólst upp
Nú er hún Ella mín elskulega
tengdamamma lögst til hinstu
hvílu. Ég man það næstum eins
og gerst hafi í gær þegar ég
Eyjapeyinn kom fyrst í heim-
sókn á Lækjargötuna fyrir slétt-
um 43 árum, rétt eftir Þjóðhátíð-
ina sem við Línu hittumst á og
urðum ævarandi kærustupar.
Þá, eins og ávallt síðan, var tekið
á móti mér af Ellu, og auðvitað
Nonna hennar, af opnum hug,
höfðingsskap, hjartahlýju og
ótæmandi, brosmildi.
Ávallt síðan áttum við margar
góðar samverustundir saman og
bar aldrei skugga á, enda Ella
alltaf lífsglöð og brosandi og
höfðingi heim að sækja. Hún
hafði sínar sjálfstæðu skoðanir,
enda sjálfstæðiskona alla leið,
þótt hún væri ekki endilega að
bera þær skoðanir áberandi á
borð eða troða þeim upp á aðra,
og aldrei man ég eftir að hún hafi
hallmælt neinum manni eða
konu.
Fjölskyldutengslin voru alltaf
náin og hist afar reglulega gegn-
um tíðina hvort heldur með
skyndiheimsóknum, fjölskyldu-
matarboðum eða við önnur tæki-
færi. Í minningunni standa líka
upp úr skemmtilegar utanferðir
þegar Ella fór með okkur Línu
og stelpunum okkar til Ítalíu og
Spánar og með Frænku- og
Frænkumannaklúbbnum í sigl-
ingu í Karíbahafinu og til Flór-
ída. Margar ógleymanlegar
stundir og skemmtilegar minn-
ingar úr þeim ferðum. Ella alltaf
hress og kát og til í allt.
Ella tengdamamma var sér-
lega glæsileg kona, allt fram til
þess síðasta. Ég var alla tíð
montinn af því að eiga svona
flotta tengdamömmu, ávallt tígu-
leg, fín og einfaldlega falleg, án
þess að hafa nokkuð fyrir því.
Það var henni bara eðlilegt.
Ella var söngvin með afbrigð-
um og fyrir utan að vera syngj-
andi og trallandi flesta daga var
hún virk í ýmsum kórum og
söngflokkum um ævina allt fram
til þess að hún fór að veikjast
fyrir um 7-8 árum. Nær fram á
síðasta dag söng hún undir tón-
um úr útvarpi eða öðrum miðl-
um, lagviss og dreymin með til-
heyrandi handasveiflum, og
kunni alla texta á eldri lögum
þótt ýmislegt annað væri gleymt
í huga hennar síðustu árin. Ég
reyndi nú stundum fyrrum að
syngja með, þótt ekki sé sérlega
sönglega gerður, en hún lét mig
aldrei gjalda þess. Ég var auðvit-
að uppáhaldstengdasonurinn
eins og við stundum göntuðumst
með, enda sá eini.
Það var friður og ró yfir þér,
Ella mín, þegar þú kvaddir þenn-
an heim, en eitt barnabarnið
okkar, hún Þorgerður Vala 5 ára,
hitti naglann á höfuðið þegar hún
skreið í fangið á afa sínum að
kvöldi þess dags og sagði: „Afi
minn, hún Ella amma er dáin og
syngur núna með englunum.“ Ég
er sjálfur alveg viss um að Nonni
er að syngja með þér í þeim kór.
Hvíldu í Guðs friði, Ella mín,
og takk fyrir allt.
Steinn Sveinsson.
Elsku amma.
Það er ólýsanleg tilfinning að
vita til þess að þú, þessi lífsglaða
kona, sért farin og komir aldrei
aftur. Það sem kemur upp í huga
okkar eru allar góðu stundirnar
sem við áttum með þér. Eitt af
því sem okkur fannst alltaf jafn
skemmtilegt var að þegar sólin
skein varst þú mætt út á svalir
að „njóta sólarinnar“. Og ekki
fór það fram hjá þér ef einhver
var í gulri flík og hafðir jafnvel
orð á því hvað hún væri „smekk-
leg“ enda var uppáhaldsliturinn
þinn gulur. Elsku amma, við
kveðjum þig með söknuði og
geymum minningu um þig í
hjarta okkar.
Blessuð sé minning þín.
Ína Salome og
Jón Ágúst.
Elsku hjartans amma mín. Þó
svo að maður telji sig vera viðbú-
inn brottför þá er það alltaf jafn
sárt að missa einhvern sem
manni þykir svona vænt um.
Þú, elsku amma mín, varst
alltaf svo góð og glöð og sýndir
manni aldrei neitt annað en ást
og umhyggju. Ég á endalausar
minningar þegar ég gisti hjá
ykkur afa á Lækjargötunni, frá
því að ég prílaði í trjánum þar og
fékk að halda tískusýningar með
því að ráðast inn í fataskápinn
þinn.
Þú söngst alltaf af hjartans
lyst og frá hjarta mínu syng ég
fyrir þig núna:
Undir Dalanna sól, við hinn einfalda
óð
hef ég unað við kyrrláta för,
undir Dalanna sól hef ég lifað mín
ljóð,
ég hef leitað og fundið mín svör,
undir Dalanna sól hef ég gæfuna
gist,
stundum grátið en oftast í fögnuði
kysst.
Undir Dalanna sól á ég bú mitt og
ból
og minn bikar, minn arin, minn svefn-
stað og skjól.
(Hallgrímur Jónsson.)
Um daginn sat ég hjá þér og
við hlustuðum á þetta lag, lagið
þitt, og þú leist á mig, brostir svo
fallega og lagðir hönd þína við
vanga minn. Tveimur dögum
seinna kvaddir þú þennan heim.
Ég finn ennþá fyrir hönd þinni á
vanga mínum og ég veit að þú
munt alltaf passa upp á okkur
Þorgerði Völu. Ég er svo þakklát
að hafa átt þig að. Við elskum
þig, elsku amma og langamma
Lækjó.
Tinna og
Þorgerður Vala.
Hér með kveð ég elskulega
ömmu mína og nöfnu, ömmu á
Lækjó, eins og ég kallaði hana
allaf. Amma bjó stærstan hluta
ævi sinnar á miklum ævintýra-
reit undir hamrinum í skjóli álf-
anna í Hafnarfirði. Ég naut
þeirra forréttinda að fá að búa
hjá henni og afa fyrstu sex ár ævi
minnar ásamt móður minni og
yngri bræðrum hennar. Amma
var og er alltaf mín mesta og
besta fyrirmynd enda var hún
lífsglöð, skemmtileg, söngelsk og
skapandi kona sem gaf mikið af
sér.
Ef amma var ekki upptekin
við að baka fyrir öll kvenfélögin í
Hafnarfirði, prjónaði hún eins og
hún ætti lífið að leysa til að gefa
til góðgerðarmála. Líklega lýsir
það henni best þegar hún hafði
sjálf á orði að hún væri í öllu
nema slökkviliðinu og lögregl-
unni. Í þessu viðburðaríka og
annasama lífi hennar fékk ég að
vera fullur þátttakandi. Amma
var nefnilega þeirrar gerðar að
hún naut þess að taka mig og
Sturlu frænda með í hvað það
sem hún tók sér fyrir hendur.
Henni fannst ekkert sjálfsagðara
en að börn væru hluti af lífi full-
orðinna.
Amma var gullfalleg kona, svo
eftir var tekið, og líka hraust og
heilbrigð. En hún vissi líka að
bæði innri fegurðina og þá ytri
þyrfti að rækta. Einn af hennar
fallegustu kostum var að hún var
alltaf hrein og bein um menn og
málefni og lét alltaf skoðanir sín-
ar í ljós.
Við amma áttum óteljandi
dýrmætar stundir sem ég mun
alltaf geyma í hjarta mínu. Ég
var svo lánsöm að eiga yndislegt
athvarf hjá ömmu og afa, og svo
hjá ömmu einni, eftir að afi dó.
Sem unglingur tók ég upp á því
að flytja inn til hennar öðru
hverju og flutti ég alltaf ríkari út.
Ein af mínum kærustu minn-
ingum um ömmu er þegar við
áttum tíma saman í Róm. Bara
við tvær. Við hlógum mikið og
skemmtun okkur eins og drottn-
ingar. Því ofan á allt annað
kenndi amma mér líka að njóta
þeirra lífsins gæða að ferðast um
og skoða heiminn.
Alltaf þegar ég hugsa til þín,
amma mín, verður mér hlýtt í
hjartanu og hlæ upphátt, þótt ég
sakni þín mjög mikið. Takk fyrir
mig, elsku amma. Ég veit að ég á
ennþá margt ólært og mun halda
áfram að leita í þinn viskubrunn.
Undir þinni leiðsögn lærði ég að
lífið heldur áfram, hvað sem á
gengur.
Með þessum orðum kveð ég
þig að sinni:
„Hvað er að deyja? Ég stend á
bryggjunni. Skúta siglir út á
sundið. Það er fögur sjón. Ég
stend og horfi á eftir henni uns
hún hverfur sjónum mínum við
sjóndeildarhring. Einhver nær-
staddur segir með trega í rödd-
inni: „Hún er farin.“ Farin,
hvert? Farin mínum sjónum séð,
það er allt og sumt, hún heldur
samt áfram siglingu sinni, með
seglin þanin í sunnanþeynum, og
ber áhöfn sína til annarrar hafn-
ar.
Þótt skútan hafi fjarlægst mig,
mynd hennar dofnað og loks horf-
ið, þá er það aðeins fyrir augum
mínum. Og á sömu stundu og ein-
hver við hlið mér segir: „Hún er
farin!“ þá eru aðrir sem horfa
með óþreyju á hana nálgast og
hrópa: „Þarna kemur hún!“ – og
svona er að deyja.“
(Charles Henry Brent.)
Þín
Elín (Ellý).
Elsku Amma Lækjó.
Gulur: Hreinn, skír og sólrík-
ur, gulur er auðveldasti liturinn
að sjá. Jafnvel fólk sem er litblint
getur séð gulan lit. Gulur er litur
listrænnar og vitsmunalegrar
orku. Gulur er merki visku. Gulur
þýðir gleði og hamingja. Amma,
þú varst svo gul! Ekki skrítið að
það var uppáhalds liturinn þinn.
Það tóku allir eftir hressu, glöðu,
glæsilegu Ellu. Þú varst alltaf svo
dugleg, labbandi um allan bæ,
syndandi, syngjandi og í öllu
nema slökkviliðinu, eins og þú
sagðir alltaf.
Takk fyrir að leyfa mér að
„vaska upp“ klukkutímum saman
þegar ég var hjá þér, það var svo
gaman. Ég gleymi því aldrei og
lofa að ég skal leyfa stelpunum
mínum að gera slíkt hið sama. Þú
varst frábær!
Síðustu árin voru ekki endur-
speglun á hversu virk þú varst
allt þitt líf, en þú varst alltaf svo
kát, glöð og hugguleg (og vel
naglalökkuð að sjálfsögðu). Það
var svo gott að koma upp á Sól-
vang og knúsa þig þegar ég var á
landinu. Það var erfiðara að sjá
þér hraka síðustu árin. En þó að
þú myndir kannski ekki eftir okk-
ur var það allt í lagi, þú áttir alltaf
bros handa okkur og varst svo
ljúf.
Ég á myndband af þér syngj-
andi „Undir Dalanna sól“ á Sól-
vangi og er svo þakklát fyrir það.
Ég ætla að kenna stelpunum mín-
um lagið og við verðum duglegar
að syngja það til þín.
Takk fyrir að gefa mér gula lit-
inn í líf mitt. Elskum þig og sökn-
um þín.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Sólvangs. Takk fyrir að vera
svona góðhjartaðar og yndislegar
við ömmu mína.
Vala, Þorsteinn,
Álfhildur Edda
og Eygló.
Hvað er svo glatt sem góðra vina fund-
ur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Þessar upphafslínur Jónasar
Hallgrímssonar, úr Vísum Íslend-
inga, koma okkur í hug er við
kveðjum kæra vinkonu og söngs-
ystur, til margra ára, Elínu Frið-
jónsdóttur.
Ella, eins og hún var alltaf köll-
uð, var ákaflega kát og jákvæð
manneskja, einstaklega viljug til
allra verka, afar snögg að læra
lög og texta, muna þá og njóta
alla tíð. Við minnumst með hlý-
hug allra ferðanna okkar, bæði
innan lands og utan, en þessi
rúmlega tuttugu ár sem við áttum
í söng og samveru, eru og verða
okkur ógleymanleg.
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingjanna.
Með hlýhug og kærum kveðj-
um.
Ásthildur, Kristbjörg,
Engilráð, Lára,
og Ingveldur.
Elín
Friðjónsdóttir
námsferð á vegum skólans til
London ásamt Ragnhildi þá kom
svo vel í ljós hvílík heimskona hún
var og vel að sér í staðháttum og
markverðum menningarstöðum
jafnt sem bestu veitingastöðunum.
Hún var skemmtilega sjálfhæð-
in án þess þó að gera neitt lítið úr
sjálfri sér. Sem dæmi má nefna að
þegar önnur okkar var að fara í af-
mæli til þjóðþekktar persónu þá
sagðist Ragnhildur alltaf lenda í
því þegar hún væri á slíkum sam-
komum hjá þekktum frændum og
frænkum, að blaðaljósmyndarar
bæðu hana vinsamlegast að fara til
hliðar svo hún skyggði ekki á hina
frægu.
Ekki spillti það vinskap okkar
þó að við værum á öndverðum
meiði í pólitík, við náðum yfirleitt
að ræða hlutina á diplómatískan
hátt.
Nú er Ragnhildur farin frá okk-
ur og það er eins og það deyi eitt-
hvað í okkur sjálfum þegar góðir
félagar fara. Hún var sterk kona
og sýndi mikinn baráttuvilja í
veikindum sínum og aldrei var
húmorinn langt undan.
Við vottum Rúnari og börnum,
Önnu systur hennar og allri fjöl-
skyldunni okkar innilegustu sam-
úð.
Ragnhildar verður sárt saknað í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Aðalbjörg Helgadóttir og
Sigríður Sigurðardóttir.
Það var reisn yfir Ragnhildi og
var tekið eftir henni hvar sem hún
fór. Henni lá oft hátt rómur, hún
hafði ákveðnar skoðanir og óhikað
sagði hún hug sinn. Henni var
mikið í mun að rétt væri farið með
staðreyndir, hún var réttsýn, lét
sér annt um lítilmagnann og að
réttlætinu væri fylgt.
Ragnhildur var mikil tungu-
málamanneskja og lestrarhestur
og afar tölvuglögg. Hún var harð-
ákveðin en hnyttin og hressust
allra þegar því var að skipta.
Skemmtilegust var hún þegar
Kinks bar á góma, ekkert jafnaðist
á við Kinks-tónleikana í Austur-
bæjarbíói 1965. Þegar Kinks voru
settir á fóninn fylltist hún mögn-
uðu stuði. Kátínan rifjaðist upp á
tónleikunum með Cliff Richards í
Laugardalshöll þar sem hún lék á
als oddi enda kátar kennslukonur
sem nutu þar stundarinnar saman.
Í skólanum var Ragnhildur
strangur kennari, hélt nemendum
við efnið, var sanngjörn en þoldi
enga leti hjá krökkunum. Hún var
hreinskiptin og virt af nemendum
sem og af samkennurum. Hún var
ákaflega minnug, mundi t.d. eftir
öllum nemendum, í hvaða árgangi
hver og einn hafði verið og með
hvaða öðrum nemendum. Oft dáð-
umst við að minni hennar og leit-
uðum til hennar þegar þess þurfti.
Hún var stolt af uppruna sínum,
starfi sínu, maka og börnum. Þau
Rúnar voru afar samhent hjón og
af miklum dugnaði og útsjónar-
semi ráku þau sitt stóra heimili.
Ragnhildur talaði oft um frænku-
boð og lét sér annt um fjölskyldu
sína. Hún harkaði veikindin af sér
lengur en margur hefði gert og
bar þau af sömu reisn og annað í
lífinu. Þótt krafturinn dvínaði lét
hún sig ekki vanta í gleðskap,
puntaði sig upp og dreif sig af stað
og gantaðist með að nú væri hún
orðin „höj og slank“ og gerði bara
grín. Hún var enda mikil fé-
lagsvera og oftar en ekki hrókur
alls fagnaðar þar sem fólk kom
saman.
Í fjöldamörg ár kenndum við
saman í viðbótarhúsnæði við Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ í Lyng-
ási 13. Í því voru einkum kenndar
greinarnar enska, þýska og raun-
greinar. Þar tengdumst við nokkr-
ar sérstökum böndum og söknum
við nú Ragnhildar úr okkar röðum.
Við þökkum henni samfylgdina og
færum Rúnari, börnum, barna-
börnum og systur einlægar sam-
úðaróskir.
Anna Sjöfn Sigurðardóttir,
Ágústa Axelsdóttir,
Elísabet Siemsen,
Margrét Guðlaugsdóttir
og Marta Ólafsdóttir.
✝
GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hamrahlíð 11,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Minningargreinar afþakkaðar.
Fjölskyldan.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRN ÞÓR PÁLSSON,
Laufási 11,
Egilsstöðum,
lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði föstudaginn
28. september.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn
6. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Seyðisfirði.
Petra Björnsdóttir,
Björn Magni Björnsson,
Jóna Pála Björnsdóttir,
Björg Björnsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TRAUSTI GESTSSON
skipstjóri,
Langholti 27,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 28. september.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. október
kl. 13.30.
Ásdís Ólafsdóttir,
Jörundur Traustason, Ingveldur Jóhannesdóttir,
Stefanía Traustadóttir,
Maríanna Traustadóttir, Ásgeir Adamsson,
Ólafur Traustason,
Gestur Traustason, Hulda Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.