Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 ✝ Margrét Stein-grímsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1928. Hún lést á Land- spítalanum í Reykjavík 26. sept- ember 2012. Margrét var dóttir hjónanna Steingríms Magn- ússonar, f. 6.1. 1891, d. 30.5. 1980, sjómanns úr Reykjavík, og Vil- borgar Sigþrúðar Vigfúsdóttur, f. 14.2. 1892, d. 26.1. 1980 frá Hraunbæ og Heiðarseli í Land- broti. Systkini Margrétar voru Tryggvi, f. 2.4. 1922, d. 19.2. 1997, Haraldur f. 7.9. 1923, d. 8.9. 1989, Rannveig, f. 25.10. 1925, d. 2.7. 1994, Guðrún, f. 9.4. 1929, og Þór, f. 28.2.1933. Hálfsyskini hennar, börn Stein- gríms, voru Stefán, f. 1912, Hermann, f. 1918, Beta Ein- arína, f. 1918 og Ásta, f.1920, öll eru þau látin. Margrét giftist Gunnari Aksel Olav, f. 2010, Ari, f.7.6. 1982, Gunnar, f. 13.8. 1983 og Einar, f. 13.12. 1988. 3) Guðrún Erla Gunnarsdóttir, f. 25.4. 1964, gift Þorgrími Páli Þor- grímssyni, f. 19.8. 1960 , börn þeirra a) Þorgrímur Sólon, f. 4.3. 1991, og Torfi, f. 16.12. 1998. Margrét ólst upp við Loka- stíginn í Reykjavík. Hún braut- skráðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1946 og stundaði síð- ar nám í húsmæðraskólanum í Riisby í Noregi. Stundaði hún skrifstofustörf með húsmóð- urstörfunum, m.a. hjá Útvegs- banka Íslands og Ferðaskrif- stofu ríkisins síðar Ferðaskrifstofu Íslands. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Mar- grét og Gunnar í Kaupmanna- höfn en fluttu svo að Bergstaða- stræti 78, hjá tengdaforeldrum Margrétar. Fluttu þau síðar í Stigahlíð 28 og bjuggu þar allt til ársins 1971 er þau færðu sig í Stangarholt 34. Árið 2003 fluttu þau í Mánatún 2 og voru þar allt þar til að Margrét flyt- ur sem ekkja að Hrafnistu í Reykjavík árið 2011. Útför Margrétar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. október 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Hreiðari Árnasyni flugvirkja 24.12. 1949, f. 5.5. 1928, d. 14.11. 2009. Börn Margrétar og Gunnars eru 1) Árni Gunnarsson. f. 16.9. 1951, kvæntur Sjöfn Ósk- arsdóttur, f. 16.12. 1951; börn þeirra eru a) Margrét Eva, f. 5.1. 1975 gift Albert Smith, b) Óskar Örn, f. 20.3. 1978, kvæntur Auði Vé- steinsdóttur, börn þeirra: Ari, f. 2005 og Iðunn, f. 2008, c) Gunn- ar Snorri, f. 18.11. 1991. 2) Vil- borg Gunnarsdóttir, f. 6.11. 1958, gift Gunnari Aðalsteins- syni, f. 13.11. 1949. Börn Vil- borgar af fyrra hjónabandi með Hinriki Þórhallssyni eru a) Gunnar Árni, f. 19.11. 1985, b) Hinrik og c) Haukur, báðir f. 6.6. 1990. Börn Gunnars af fyrra hjónabandi eru Margrét, f. 1.5. 1972, gift Inge A. Jensen, synir þeirra: Sindri, f. 2008 og Ég hef alltaf litið á það sem einstakt happ í lífinu að hafa eignast góða tengdaforeldra og tengdafjölskyldu. Gunnar tengdafaðir minn kvaddi fyrir tæpum þremur árum og nú er komið að því að kveðja Margréti tengdamóður mína. Það er erfitt að minnast hennar án þess að hugsa til þeirra beggja þar sem þau voru einstaklega samhent og samstiga í lífinu. Heimili þeirra var sérstaklega fallegt og hlýlegt, prýtt fallegum munum og handavinnu Margrétar sem var alls staðar sýnileg. Margrét var á margan hátt einstök kona. Skarpgreind, hæfileikarík á mörgum sviðum og með eindæmum jákvæð. Hún var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd og var á margan hátt kjölfestan í fjölskyldunni. Hún var einstaklega vinamörg og ræktarsöm og má segja að hún hafi uppskorið ríkulega. Þegar heilsan fór að gefa sig var hún umkringd vinum og vandamönnum því heimsóknir til hennar voru sérstaklega margar. Hún var góð amma og barnabörnin minnast hennar sem bestu ömmu sem hægt var að hugsa sér. Sýndi þeim alltaf mikinn áhuga og gladdist með þeim þegar áföngum var náð. Barnabarnabörnunum fannst líka gaman að heimsækja lang- ömmu á Hrafnistu. Margrét var mjög félagslynd og hafði gaman af samneyti við annað fólk. Þau Gunnar héldu margar stórveislur og matar- boð. Yfirleitt voru öll tilefni not- uð til að kalla fjölskyldu og vini saman. Þannig héldu þau upp á öll stórafmæli því henni fannst fólk ætti að hittast og gleðjast saman. Hún var öndvegis kokk- ur og smekkkona á alla hluti. Þegar halda skyldi veislu var allt skipulagt í þaula og svo haf- ist handa. Eldað gjarnan í marga daga og aldrei slegið af. Hún hafði ung farið til Noregs í húsmæðraskóla og bjó alla tíð vel að þeirri dvöl. Margrét var mikil hannyrða- kona. Áður fyrr saumaði hún mikið út í höndum og liggja eft- ir hana margir fagrir gripir. Síðar féll hún fyrir bútasaumn- um og saumaði fjöldann allan af teppum og púðum. Þannig gaf hún öllum barnabörnunum teppi og gjarnan púða í stíl allt var unnið að mikilli natni og vand- virkni. Við Margrét höfum átt sam- leið yfir fjörutíu ár. Öll okkar samskipti hafa verið jákvæð og get ég á margan hátt tekið hana mér til fyrirmyndar. Hún var laus við alla tilætlunarsemi og smámunasemi og kvartaði aldr- ei. Síðast árið var henni erfitt þegar heilsan var þrotin en sagði alltaf „ekki hafa áhyggjur af mér, mér leiðist aldrei“. Það var mikil gæfa að kynnast og eiga samleið með Margréti Steingrímsdóttur, blessuð sé minning hennar. Sjöfn Óskarsdóttir. Margrét tengdamóðir mín tók mér vel í fyrsta skipti sem ég hitti hana. Um það leyti voru hún og Gunnar að flytja í Má- natún 2 þar sem þau áttu sér- staklega gott ævikvöld. Tilgerðarlaus hlýja hennar og afslöppuð nærvera var þess valdandi að það var auðvelt að kynnast henni og alltaf gaman að heimsækja hana. Fljótlega komst ég að raun um að hún var listakokkur og mikil hannyrða- kona, svo mikil að það liggja verk eftir hana hjá börnum og barnabörnum sem eru í háveg- um höfð. Margrét bar hag afkomenda sinna fyrir brjósti og ekki síður barna minna sem hún sýndi um- hyggju og spurði mig reglulega um. Hún átti stóran vinahóp sem hún ræktaði tengslin við og ekki síður við stórfjölskylduna sem var henni afar kær. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Margréti og fylgja henni síðustu árin á langri ævi. Ég kveð hana með söknuði, virðingu og þakklæti í huga. Gunnar Aðalsteinsson. Elsku Margrét amma mín. Nú ertu laus úr viðjum hrjáðs líkama og verkja. Ég veit að Gunnar afi hefur tekið vel á móti þér og að nú eruð þið sam- an á ný. Þegar við vorum krakkar vorum við bróðir minn oft hjá ykkur í Stangarholtinu. Þið vor- uð alltaf til í að gera allt fyrir okkur og okkur leið alltaf mjög vel hjá ykkur. Ég man eftir sleða- og þotu- ferðunum á Klambratúni. Ég man eftir ferðunum í kartöflu- garðinn að taka upp kartöflur sem voru borðaðar samdægurs og litlu ponsunum sem voru langbestar. Ég man eftir gömlu Andrésar andar-möppunum sem við lásum spjaldanna á milli. Ég man eftir matarboðunum þar sem þú töfraðir fram besta mat sem ég hafði smakkað, einhvern veginn var ömmumaturinn alltaf bestur. Ég man sérstaklega eft- ir lambakjötinu þar sem það var uppáhaldið hans afa. Ég man eftir sumarbústaðaferðunum í Suðursveit þar sem þið afi sýnd- uð okkur systkinunum náttúr- una, kríuvarp og kennduð okkur að fleyta kerlingar. Ég man eft- ir bílferðunum í sumarbústaðinn þar sem við fengum alltaf að setja nokkra tíkalla í spilakass- ana í sjoppunum á leiðinni og kaupa smánammi fyrir vinning- inn. Ég man eftir brokkolíinu sem þið ræktuðuð úti í garði heima. Ég man eftir afa að þvo bílinn hvern einasta sunnudag. Ég man eftir hvað það var spennandi að fá að fara með niður í köldu geymslu og sjá hvað þar var að finna. Ég man eftir Landnámsspilinu sem þið áttuð sem við systkinin spiluð- um endalaust. Ég man eftir rifflaða ostaskeranum sem ein- hvern veginn gerði ostinn ykkar miklu bragðbetri en ostinn heima hjá mér. Ég man eftir afakæfu sem þið bjugguð alltaf til reglulega. Ég man eftir hannyrðunum sem þú bjóst til og þá sérstaklega glæsilegu teppunum sem þú hannaðir og saumaðir fyrir alla í fjölskyld- unni. Ég man eftir hlýjunni sem tók alltaf á móti mér hjá ykkur. Ég hef alltaf verið stolt og glöð yfir að vera skírð í höfuðið á þér og það er tenging sem alltaf verður til staðar okkar á milli. Ég kveð þig með miklum söknuði. Guð geymi þig. Margrét Eva Árnadóttir. Við bræðurnir eigum margar og góðar minningar um Möggu, móðursystur okkar. Hún var sterk kona í alla staði og af henni ljómaði dugnaður og innri styrkur. Hún var ráðagóð og lá ekki á skoðunum sínum, ósér- hlífin og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Við minnumst góðra daga þegar við fengum að gista hjá Möggu og Gunnari heitnum í Stigahlíðinni. Þau Magga og Gunnar voru einstaklega sam- hent og samstíga í flestu sem þau tóku sér fyrir hendur. Það var sérlega gott að vera hjá þeim, barnið er næmt og hjá þeim var öryggi. Þetta var á sjöunda áratugnum og minning- ar um súperbolta sem gátu skoppað næstum upp í sömu hæð og eldhúsgluggi Möggu og Gunnars skjóta upp kollinum ásamt minningu um forláta Volkswagen bjöllu þeirra hjóna, fagurljósgræna og með stefnu- ljósum sem skutust út örsnöggt og blikkuðu. Matseld Möggu, sem lærði í hússtjórnarskóla í Riisby í Nor- egi, var engu lík og eru veislur þeirra hjóna ógleymanlegar. Stórfjölskyldan var fjölmenn og það var oft margt um manninn í fjölskylduboðunum, barnasægur og fullorðnir og allt þar á milli. Móðir okkar varð samferða Möggu í gegnum lífið og þær voru mjög nánar og samrýmdar. Það er með söknuði og virð- ingu sem við kveðjum Margréti móðursystur okkar í dag. Við vottum Guðrúnu Erlu, Vilborgu, Árna og fjölskyldum þeirra okk- ar einlægustu samúð. Hugur okkar er líka hjá móður okkar Guðrúnu Steingrímsdóttur og bróður þeirra systra Þór Stein- grímssyni. Blessuð sé minning Mar- grétar Steingrímsdóttur. Egill, Steingrímur Dúi og Már. Margrét Steingrímsdóttir HINSTA KVEÐJA Kveðja frá dætrum. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk) Vilborg og Guðrún Erla. V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Möguleiki á áletrun Þegar ég var sex eða sjö ára henti mig sú gæfa að vera skilinn eftir eitt síðdegi um sauðburð á Herjólfs- stöðum hjá Vigdísi. Faðir minn átti erindi suður í Kúabót og Hjörtur heitinn fylgdi honum en ég var skilinn eftir enda sennilega ekki margt spennandi þar að sjá fyrir lítinn strák. Á olíueldavélinni í eldhúsinu hjá Vigdísi voru lambamerki sem verið var að slá, og þetta vakti at- hygli mína. Stór og mikil talstöð var svo í forstofunni sem tilheyrði almannavarnakerfinu vegna Kötlugosa og mér fannst hún ekki síður athygli verð. Ég man að Vig- dís kveikti á henni fyrir mig og það kom mikið suð. Þegar foreldrar mínir ámálg- uðu það svo nokkru síðar hvort mig langaði ekki í sveit þá kom Vigdís Marta Magnúsdóttir ✝ Vigdís MartaMagnúsdóttir fæddist á Steinum undir Eyjafjöllum 16. janúar 1920. Vigdís var jarð- sungin frá Graf- arvogskirkju mánudaginn 24. september 2012. enginn annar staður til greina í mínum huga en Herjólfs- staðir, og það varð úr. Þau hjónin voru barngóð og þetta var fjölmennt heimili á sumrin því margir sóttust eftir að vera þar, og þarna leið mér vel. Vigdís var kröfuhörð bæði í eig- in garð og annarra og með ein- dæmum ósérhlífin. Það er fátt sem ég hef haft jafn gott af um ævina og að vera í sveit á Herjólfsstöðum og ég efast um að hún hafi nokkurn tíma gert sér grein fyrir hversu góð áhrif hún hafði á það unga fólk sem henni var treyst fyrir til sumardvalar. Jóhann Þórsson. Þegar stjörnurnar blika, þegar sólin skín, hugsa ég til þín, elskulega frænka mín. Vigdís Marta Magnúsdóttir hefur svifið á braut himinblámans og sameinast í kærleika eigin- manns síns Hjartar Sigurðar Hannessonar sem lést 29.7. 2006. Þetta var langþráð lausn. Ástúð frænku minnar umvafði mig frá fyrstu tíð og börnin hennar, frændsystkini mín, eru mér jafn- kær og systkini. Dvölin í sveitinni á Herjólfs- stöðum í Álftaveri var mér dýr- mæt og lærdómsrík. Allir lögðu sig fram við störfin sem þurfti að sinna. Hjörtur og Vigdís kunnu að örva og verðlauna dugnað. Sem dæmi ef okkur tæk- ist að hirða norðurtúnið fyrir helgi færum við í bílferð eða í berjaferð eftir árstíma. Þetta þótti sumum sveitungunum skrítið, en við börn- in nutum þess og lögðum okkur fram við störfin. Frænka mín var ótrúlega dug- leg, vaknaði eldsnemma og var bú- in að baka stafla af flatkökum fyrir fótaferðartíma annarra á bænum. Á kvöldin gaf hún sér tíma fyrir okkur börnin með bænalestur og það voru ljúfar stundir fyrir svefn- inn. Gestkvæmt var og öllum tekið með gleði og veitingum. Yfir vetrarmánuðina fékk hún tíma til handavinnu; vefnaðar, prjóns og útsaums, og eins og öll hennar verk var útkoman sérlega vönduð. Frænka mín var létt í lund en ákveðin og sérstaklega mild og blíð við börn. Ég elskaði hana eins og móður mína. Hvíl í friði hjartans frænka. Elín Guðrún Óskarsdóttir, Þráinn og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.