Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 34

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 34
Í dag kveðjum við þig elsku Peta okkar. Það er erfitt að koma upp orði á þessari stundu, því yndisleg kona er horfin á braut. Með trega, söknuði og ást kveðjum við þig elsku Peta og þökkum þér fyrir þær ómetanlegu stundir sem við áttum saman. Við systur elskuðum nærveru þína og við gátum endalaust spjallað um lífið og tilveruna, ekki fannst þér leiðinlegt þegar strákamál- in voru til umræðu, þú komst alltaf með góðar ráðleggingar í Petrea Vilhjálmsdóttir ✝ Petrea Vil-hjálmsdóttir fæddist á Víkum á Skaga 4. mars 1932. Hún lést á Vífilsstöðum í Garðabæ 16. sept- ember 2012. Útför Petreu fór fram frá Þorláks- kirkju 22. sept- ember 2012. þeim efnum. Þín verður ávallt minnst sem yndis- legrar og hjarta- hlýrrar konu sem þótti vænt um alla. Við erum enda- laust þakklátar fyrir að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar, þú varst al- gjört uppáhald hjá okkur og átt stóran hlut í hjarta okkar. Þín verður sárt saknað og við elskum þig að eilífu. Hanna Guðrún og Ragna María Gestsdætur. Þær voru einu sinni tvær Petrur, Petrea og Petra. Svo samrýndar og nánar þótt kyn- slóðabil væri á milli þeirra. Í dag hefur Peta amma kvatt þennan heim og við söknum hennar öll en þó allra mest Peta. Peta amma var einstök kona. Hún var tignarleg og glæsileg og þótt hún væri nokkru eldri en við hinar stelp- urnar fylgdi hún alltaf nýjustu tísku. Hún var glaðleg, skemmtileg og bjartsýn kona. Það var gott að vera nálægt henni. Vegna sinna góðu eig- inleika var hún vinmörg og það voru ófáir sem komu til Petu í kaffi. Hjá Petu ömmu lærði ég að drekka svart kaffi, löngu áð- ur en mér fór að finnast kaffi gott. En kaffið hjá Petu ömmu var öðruvísi vegna þess að oft- ast fylgdi því spádómur og góð- ar ráðleggingar til lífsins. Í mínum bolla voru nánast alltaf sömu hlutirnir, hvort sem var þegar ég var unglingur eða eft- ir að ég varð fullorðin, og allt hefur það ræst. Óli minn var alltaf til staðar í bollanum mín- um og var Peta amma ein af þeim sem alltaf höfðu trú á okkur, fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Ég kveð í dag Petu ömmu með gleði og þakklæti í hjarta. Elsku Peta og fjölskylda, hugur minn er hjá þér og ykkur og óska ég þess að þið finnið styrk í sorginni og gleðjist yfir þeim góðu minningum sem við eigum um Petu ömmu. Þegar lífsins kaldi hrammur krafsar fast í þig og kvíðinn læsir huga þér. Þegar leiðin virðist lokuð og vonin týnd sem áður vermdi hjörtu okkar hér. Þegar sál þín situr föst í svörtu feni og engin von er til um vinarþel. Þegar þrengir svona að þér. Skaltu vinur draga andann djúpt því allt fer þetta vel, þessi vegur endar vel. (Jónas Sigurðsson) Sigrún Perla Böðvarsdóttir. Hún Peta frænka mín er haldin á vit nýrra ævintýra og það er með söknuði sem ég kveð eina þá bestu konu sem ég hef kynnst. Mér finnst ég svo lánsöm að hafa fengið að njóta návistar Petu frænku. Margar skemmtilegar minning- ar skjóta upp kollinum þegar ég hugsa til hennar, og ekki allar hæfar til prentunar. Það sem sterkast lifir er þó gleðin og hlýjan sem maður fann allt- af fyrir þegar maður kom í heimsókn, fyrst á Oddabraut- ina og síðar á Egilsbrautina. Ég vissi alltaf að ég væri vel- komin, og aldrei kom maður að tómu húsi. Peta var mikil félagsvera og naut þess að spjalla og fá frétt- ir, og engu skipti hvort hún þekkti þá sem maður ræddi um, alltaf var áhugi til staðar á því sem á hjartanu brann. Þeg- ar ég eltist og fór að hafa vit á hæfileikum Petu bað ég hana ævinlega að kíkja í bolla, og oftar en ekki sagði hún mér hvað framtíðin bæri í skauti sér. Einhver skipti báðu vin- konur mínar um að fá að koma með, spenntar að fá smá bol- laspá, og aldrei var það vanda- mál fyrir Petu. Vinkonur mínar tala enn þann dag í dag um hversu skemmtilega og flotta frænku ég ætti og þær sem aldrei hittu hana vita samt æði mikið um hana, þar sem nafn hennar hefur ansi oft verið nefnt. Ég hef alltaf verið mont- in af frænku minni. Það er með söknuði sem ég kveð því Peta mín á stóran part í hjarta mér og minning hennar mun lifa þar það sem eftir er. Sjáumst seinna. Anna Rún. 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 ✝ SigurbjörgÁrmannsdóttir fæddist á Ak- ureyri 21. maí 1941. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 25. september 2012. Foreldrar Sig- urbjargar voru Ármann Tryggvi Magnússon smið- ur, f. 20. nóv- ember 1919, d. 25. apríl 1963, og Maríanna Valtýsdóttir hús- móðir/verkakona, f. 8. októ- ber 1920, d. 2. mars 1990. Sig- urbjörg átti einn bróður, Ragnar Valtý Ár- mannsson hús- gagnasmið, f. 24. maí 1950, d. 23. nóvember 1978. Sigurbjörg var gift Þórarni Hrólfssyni múr- ara og eiga þau þrjá syni, Tryggva, f. 1961, Hrólf, f. 1965, og Sigþór, f. 1967. Barnabörnin eru 9 og barna- barnabörnin 7. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey frá Fossvogs- kapellu 2. október 2012. Nú er móðir okkar fallin frá, eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. En það sem stendur upp úr eru góðar minningar, um góða konu sem vildi öllum vel. Og betri móður getum við ekki hugs- að okkur. Alltaf var hún til staðar á uppeldisárunum, studdi og styrkti, fæddi og klæddi okkur bræðurna sem var ómetanlegt, þótt við kynnum kannski ekki að meta það þá. Fallegra og snyrtilegra heimili er vart hægt að hugsa sér, enda var ein af hennar sterkustu hlið- um að hafa allt í röð og reglu og halda öllum ánægðum. Og var hún meira en 1000 orð fá lýst. Með þessum orðum kveðjum við okkar elskulegu móður. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Sigþór Þórarinsson, Hrólfur Þórarinsson, Tryggvi Þórarinsson. Hinsta kveðja til tengdamóður minnar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Matthildur Helgadóttir. Nú kveðjum við ömmu okkar. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, Sigurbjörg Ármannsdóttir gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Thelma Ýr, Aron og Gabríel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Mér er það ljúft að minnast kærrar vinkonu minnar, Sísíar, með nokkrum kveðju- og þakk- arorðum. Kynni okkar hófust þegar við báðar vorum tveggja ára og áttum heima í sama húsinu í Hríseyjargötunni á Akureyri þar sem við vorum saman í þrjú ár. Voru okkur báðum minnis- stæðir ýmsir atburðir frá þeim tíma, sem við rifjuðum upp og höfðum gaman af. Langar mig að minnast eins þeirra er við vorum um það bil fjögurra ára. Úti var talsverð hríð og snjór. Við linntum ekki látum fyrr en við fengum að fara í útigallana og leika okkur fyrir ut- an dyrnar í snjónum. Þá fékk ég þá snilldarhugmynd að skreppa upp í Norðurgötu þar sem amma mín og tvær föðursystur bjuggu uppi í risi á þriggja hæða húsi. Við kjöguðum snjóinn og kom- umst á leiðarenda þar sem okkur var tekið tveim höndum eins og venja var. Við vorum settar upp á búrkistu og fengum mjólk og kökur og þar nutum við okkar vel. En allt í einu var kyrrðin rof- in þegar mæður okkar birtust á skörinni, móðar og másandi, og miður sín af hræðslu en allt fór vel eins og í alvöru ævintýrum. Nokkrum árum seinna fluttum við í Norðurgötuna þar sem farið var að byggja upp þá götu norðan Eyrarvegar og feður okkar byggðu hvor sína hæðina og að- eins nokkrar húslengdir á milli. Við Sísí áttum samleið í skóla öll æskuárin. Um 10 ára aldurinn kemur Dista vinkona okkar í bæ- inn og upp frá því héldum við saman í leikjum þess tíma. – Í fyllingu tímans fór Sísí til Ísa- fjarðar í Húsmæðraskólann þar sem hún kynntist Þórarni sínum eða Tóta eins og hann er kallaður. Stofnuðu þau heimili, fyrst á Ísa- firði en fluttu fljótlega til Akur- eyrar þar sem Tóti nam múrara- iðn. Þau voru afskaplega fallegt par. Sísí með sitt síða, ljósa hár og hann hár og dökkur. Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horf- ið og við báðar búnar að stofna fjölskyldur. Mikill samgangur varð milli heimila okkar og vin- áttubönd hnýttust til lífstíðar og bar aldrei skugga á. Sísí og Tóti fluttu til Reykja- víkur og fjölskyldurnar hittust á hverju sumri og fóru saman í lengri og skemmri ferðir. Tóti reisti sumarbústað í landi Önd- verðarness í Grímsnesi af sínum kunna hagleik og ekki spillti fyrir myndarskapur húsmóðurinnar. Þar nutum við yndislegra stunda með þeim. Þar voru skipulagðar sameiginlegar ferðir bæði innan- lands og utan sem gjarnan voru farnar á stórafmælum en við vor- um öll af 41-árgangi. Ský dró fyrir sólu þegar Sísí veiktist af skæðum sjúkdómi. Síð- asta ár hefur hún dvalið á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni við góða umönnun starfsfólks og Tóta sem annaðist hana af natni og kær- leika þar til yfir lauk. Að síðustu viljum við Magnús þakka samfylgdina og votta ykk- ur, Tóti, sonunum þremur og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni. – Ragna Magnúsdóttir. Edda Larsen Knútsdóttir fæddist 4. október 1949 og hefði því orðið 63 ára í dag. Hún kvaddi þennan heim 4. júní síðastliðinn. Kynni okkar Eddu hófust þegar hún flutti á holtið í Hafn- arfirði. Í Flensborgarskóla kynntumst við betur og þá varð ekki aftur snúið. Í lífinu skiptast á skin og skúrir og eins var það hjá okkur. Þegar syrti í álinn var Edda alltaf tilbúin að hlúa að mér og fjöl- skyldu minni, þó að svo langt væri á milli okkar, hún í Sví- þjóð og ég á Íslandi. Umhyggja Eddu fyrir okkur sést best á því þegar hún og Geiri lögðu Edda Larsen Knútsdóttir ✝ Edda LarsenKnútsdóttir fæddist í Reykja- vík 4. október 1949. Hún lést í Nossebro, heimabæ sínum í Svíþjóð, 4. júní 2012. Útför Eddu fór fram í Svíþjóð 20. júní 2012. lykkju á leið sína en þau voru á leið til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi þau stoppuðu rúman sólarhring komu til okkar austur í Grímsnes til að faðma okkur og hughreysta. Það var svo nokkrum dögum seinna sem Edda hringdi og var þá komin aftur til Íslands fyrr en áætlað var vegna veik- inda sinna, ég hitti hana í síð- asta sinn þennan dag en hún fór heim til Svíþjóðar daginn eftir. Edda var þeim eiginleik- um gædd að geta gefið mikið af sér bæði í gleði og sorg. Ég minnist allra samverustund- anna okkar hvort sem þær voru á Íslandi eða í Svíþjóð með þakklæti og gleði. Ég kveð þig með söknuði, elsku vinkona. Elsku Geiri, Knútur, Sölvi, Guðrún og fjölskyldur, megi minningin um yndislega konu ylja ykkur í sorginni. Ruth. Ég var lengi að gera upp hug minn um það hvort ég ætlaði að eyða leitarhelginni í Skaftár- tungu eða heima í Dölunum. Endingin var sú að vera í Skaft- ártungunni þar sem allt leit út fyrir metþátttöku í leitum fyrir vestan. Ég var mjög glöð með þá ákvörðun alveg þar til ég fékk símtal að vestan og mér tjáð það að Gunna okkar væri fallin frá. Þá komst ég að því hversu erfitt það er að vera 400 km í burtu frá fólkinu sínu á svona stundu, og geta ekkert gert til að létta undir með þeim sem erfiðast áttu. Dagurinn var lengi að líða og hugurinn stöð- ugt hjá frænkum mínum fjórum og fjölskyldum þeirra. En á þessum sorgardegi var þó einn maður sem brosti, Dóri frændi minn hefur tekið á móti Gunnu sinni með opnum örmum og sínu fallega brosi. Þau eru nú saman á ný og vaka yfir dætr- um sínum og fjölskyldum þeirra sem þeim tókst svo vel að koma til manns. Fjórar glæsilegar dætur, fjórir duglegir tengda- synir og átta yndisleg barna- börn. Þótt þau hjónin hafi ekki fengið að vera lengi með okkur í þessu lífi þá skilja þau eftir sig stóran minnisvarða heima í Magnússkógum. Ég mun alltaf minnast þeirra hjóna þegar ég kem vestur í Dali og lít yfir þetta myndarlega bú sem þau komu sér upp heima í Magn- ússkógum. Elsku frænkur mínar, mér finnst ég ekki eiga til nein orð til að lýsa því hversu mikið ég samhryggist ykkur. Tárin falla í hvert sinn sem maður hugsar um það hversu mikið þið hafið Guðrún Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir, græðari og hús- freyja á Magn- ússkógum 3, Dala- byggð, fæddist í Vogum á Vatns- leysuströnd 27. ágúst 1959. Hún lést 15. september 2012. Útför Guðrúnar var gerð frá Hvammskirkju í Dalabyggð 22. september 2012. misst. Megi góður Guð varðveita elskulega foreldra ykkar og leggja blessun sína yfir ykkur. Gunna mín, takk fyrir öll árin sem ég fékk að fylgja þér í sveitinni og takk fyrir öll heilræðin sem þú gafst mér. Það er huggun í harmi að vita að nú eruð þið Dóri saman á ný eins og ykkur var alltaf ætlað að vera. Kveðja Auður Guðbjörnsdóttir, Magnússkógum. Elsku Gunna frænka, sorg- legt að þurfa að kveðja þig svona snögglega. Mér finnst þetta svo óraunverulegt, að hitta þig ekki aftur, hláturinn þinn yndislega og allar skemmtilegu sögurnar. Þú hafðir svo yndis- lega nærveru og gafst alltaf svo mikið af þér. Þú hefur alltaf verið partur af lífi mínu, enda litlu eldri, pass- aðir okkur Hafdísi litlar, þú varst litla systir hennar mömmu. Ég man þegar ég var í sveit- inni hjá ykkur Dóra að passa Dagnýju Ósk. Skröltast á gamla rússajeppanum sem hékk saman á lyginni. Í Búðardal að ná í vist- ir, reka kindur í allar áttir enda alin upp í slorinu og ekki sérlega flink í bústörfum. Mér leið svo vel hjá ykkur Dóra í sveitinni. Ég trúi því að þið Dóri séuð sameinuð að nýju og að amma, afi, Siggi frændi og Mæja hafa tekið á móti þér. Ég trúi því líka að þú sért meðal okkar þó að við sjáum þig ekki, fylgist náið með dætrum þínum og barnabörnum sem þú lifðir fyrir. Þegar okkar tími kemur verð- ur þú í móttökunefndinni og verðum við þá öll sameinuð á ný. Þangað til geymum við minn- ingar um yndislega, lífsglaða frænku í hjarta okkar. Guð veiti Dagnýju, Önnu, Kristínu, Sigrúnu og fjölskyld- um þeirra styrk á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Sigrún Erla Hill. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.