Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 39

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Bjarni var framkvæmdastjóri kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar á árunum 1984-88. Þá var hann um skeið vélstjóri og afleysingaskipstjóri á farþegabát sem Páll Helgason hafði til skoðunarferða í þrjú sumur og sinnti ýmsum öðrum störfum sem til féllu hverju sinni. Bjarni stofnaði Útvarpsstöð Vest- mannaeyja 1993 og hefur starfrækt hana síðan. Stöðin sendir einkum út um helgar, tónlist og samtalsþætti. Bjarni hefur sinnt ýmsum félags- störfum, starfaði í skátafélagi, hefur skrifað greinar í blöð og stóð eitt sinn fyrir óháðu framboði til bæj- arstjórnar í Vestmannaeyjum. Ljósmyndun og tónlistaráhugi Áhugamál Bjarna hafa einna helst snúist um ljósmyndun og tónlist: „Ég fékk snemma ljósmyndadellu og hef tekið góðar ljósmyndatarnir en hætt að taka myndir þess á milli. Ég tók t.d. oft vélina með mér á sjóinn og tók myndir af mannskapnum um borð. Annars eru þetta helst myndir úr mannlífinu í Eyjum. Ég hef einnig mikinn áhuga á tón- list, er harmónikkuunnandi og var formaður Harmónikkufélags Vest- mannaeyja um skeið. Ég hef átt fjölda hljóðfæra og gutla svona á hitt og þetta, s.s. orgel og gítar. Þegar seiðandi nikkuhljómunum sleppir vil ég helst hlusta á fjörugt rokk.“ Fjölskylda Bjarni kvæntist 4.10. 1958 Jórunni Þorgerði Bergsdóttur, f. 22.9. 1935, en hún starfaði lengi við eldhúsið í Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Eyjum. Jórunn Þorgerður er dóttir Guðmundar Bergs Þorsteinssonar, bónda á Hofi í Öræfum, og Pálu Jón- ínu Pálsdóttur húsfreyju. Börn Bjarna og Jórunnar Þorgerð- ar: Jónas, f. 13.9. 1956, rafmagns- verkfræðingur hjá Landsneti, búsett- ur í Reykjavík en kona hans er Margrét Pálsdóttir svæfingarhjúkr- unarfræðingur og eiga þau þrjú börn. Rúnar, f. 1.2. 1958, lést af slysförum 5.7. 1980. Bergur, f. 27.5. 1959, d. 14.7. 1960. Valgerður, f. 24.10. 1961, grunn- skólakennari í Vestmannaeyjum, en maður hennar er Björgvin Björg- vinsson byggingatæknifræðingur og eiga þau þrjú börn. Bergþór, f. 2.6. 1968, íslenskufræðingur, búsettur í Nice í Frakklandi. Alsystkini Bjarna eru Gréta Jón- asdóttir, f. 19.9. 1933, fyrrv. húsfreyja á Brúsastöðum í Þingvallaveit, nú bú- sett á Hrafnistu í Reykjavík; Valgeir Jónasson, f. 2.2. 1944, húsasmíða- meistari í Vestmannaeyjum. Hálfsystir Bjarna er Vilborg Þor- steinsdóttir, f. 11.9. 1956, starfsmaður hjá Vinnumiðlun Suðurlands, búsett í Vestmannaeyjum. Foreldrar Bjarna voru Jónas Bjarnason, f. 21.6. 1899, d. 24.3. 1978, skipstjóri og útgerðarmaður í Eyjum, og Valgerður Bjarnadóttir, f. 1.1. 1915, d. 12.8. 1978, húsfreyja. Úr frændgarði Bjarna Jónassonar Bjarni Jónasson Guðmundur Guðni Ólafsson form. í Mýrarhúsum á Akranesi Björn Guðmundsson bakari í Tvøeyri í Færeyjum Júlíana Guðmundsdóttir af færeyskumættum Valgerður Björnsdóttir húsfr. í Eyjum Arnlaug Sveinsdóttir húsfr. í Nýjabæ Arnlaug Sveinsdóttir húsfr. í Bjarnaborg Bjarni Jónasson form. í Bjarnaborg á Stokkseyri Jónas Bjarnason skipstj. og útg.m. í Eyjum Margrét Bjarnadóttir húsfr. í Magnúsarfjósum Jónas J. Hannesson b. í Magnúsarfjósum Sveinn Einarsson b. í Nýjabæ Sighvatur Einarsson, frá Suðurbæ undir Eyjafjöllum Elín Sighvatsd. húsfr. í Rvík Sighvatur Árnason múrari á Patreksf. Björgvin skólastj. á Ísafirði, faðir Sighvats, fyrrv. ráðherra Sighvatur Bjarnason forstj. Vinnslustöðvar- innar í Eyjum Hannesína Bjarnadóttir húsfr. á Ísafirði Bjarni Sighvatsson fyrrv. stjórnarform. Vinnslust., faðir Sighvats sem var framkvæmdastj. þar Sjöfn Magnúsdóttir húsfr. á Ísafirði Magnús Jóhannesson ráðuneytisstj. Málfríður Jónasdóttir húsfr. í Hrísakoti Marta Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Manfreð Vilhjálmsson arkitekt Útvarpsstjórinn Bjarni í dag. Guðmundur Daníelsson rithöf-undur fæddist að Guttorms-haga í Holtum 4.10. 1910, sonur Daníels Daníelssonar, bónda þar, og Guðrúnar Sigríðar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Daníel var sonur Daníels, b. á Kaldárholti á Rangárvöllum Þorsteinssonar, og Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á Gaddastöðum á Rangárvöllum Guð- brandssonar, bróður Sæmundar, ættföður Lækjarbotnaættar þeirra Bubba og Hauks Morthens. Eiginkona Guðmundar var Sigríð- ur Arinbjarnardóttir og eignuðust þau þrjú börn sem öll hafa stundað kennslu, Iðunni, Heimi og Arnheiði. Guðmundur var í Héraðsskól- anum á Laugarvatni, lauk kenn- araprófi 1934, og stundaði fram- haldsnám við Lærerhöjskolen í Kaupmannahöfn 1948-49. Hann var skólastjóri á Suðureyri 1938-43, kennari á Eyrarbakka 1943-44, skólastjóri þar 1945-68 og kennari við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1968-73. Guðmundur stundaði ritstörf með kennslu og skólastjórnun og síðan eingöngu frá 1973 en hann var einn afkastamesti skáldsagnahöfundur landsins á sínum tíma. Meðal skáldsagna hans má nefna Bræðurna í Grashaga, 1935; Á bökk- um Bolafljóts, I. og II. bindi, 1940; Blindingsleik, 1955; Húsið, 1963; Járnblómið, 1972, og Vatnið, 1987. Hann samdi sögulegu skáldsögurnar Sonur minn, Sinfjötli, 1961, og Bróð- ir minn, Húni, 1976, samdi smásögur og leikrit og sendi frá sér ljóðabæk- ur, ferðalýsingar, endurminningar og viðtalsbækur. Hann naut heið- urslauna listamanna frá 1974. Guðmundur var ritstjóri Suður- lands 1953-73 og náinn vinur Ingólfs Jónssonar á Hellu. Hann sat í hreppsnefnd Selfoss, sat í yfirkjör- stjórn Suðurlandskjördæmis 1959- 74, var formaður skólanefndar Hér- aðsskólans á Laugarvatni 1960-72, sat í hreppsnefnd Selfoss 1970-74, var formaður stjórnar Héraðs- bókasafns Árnesinga 1970-80. Hann var formaður Félags íslenskra rit- höfunda 1970-72 og sat í rithöf- undaráði 1974-78. Guðmundur lést 6.2. 1990. Merkir Íslendingar Guðmundur Daníelsson 90 ára Ásta Jónsdóttir Helgi Björnsson Margrét Halldórsdóttir Óli Valur Hansson 85 ára Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir Gerða Friðriksdóttir Ingimundur Ingimund- arson María Einarsdóttir 80 ára Aðalheiður Gunnarsdóttir Elín Þórhallsdóttir Hermann Guðjón Hermannsson Hrafnhildur M. Ingólfs- dóttir Ólafur O. Sveinbjörnsson 75 ára Finnbogi Geir Guðmundsson Guðrún Þóra Kjart- ansdóttir Leifur Guðmundsson Magnús Jóhannesson Sigrún O. Sigurðardóttir 70 ára Anna M. Petersen Sigurðardóttir Dóra Stína Helgadóttir Elín Guðmundsdóttir Gunnlaug B. Jónsdóttir Hörður Bergsteinsson Jóhanna Sigurðardóttir Kristbjörg Oddgeirsdóttir Ragnhildur Garðarsdóttir Selma Jóhannsdóttir Sigríður V. Ásgeirsdóttir Sunneva María Joensen 60 ára Anna Ólafsdóttir Ásgeir Soffíuson Brynjar Kristmundsson Einar Sturluson Gunnar Ásgeirsson Herdís Rut Hallgrímsdóttir Ingveldur Karlsdóttir Jósúa Steinar Óskarsson Kristjana Ásta Á. Long Sigurbjörg Ingvarsdóttir Sigurbjörn Ásgeirsson 50 ára Anna Margrét Björnsdóttir Birna Magnúsdóttir Dóra Guðrún Wild Erla Guðmundsdóttir Gíslína Jensdóttir Haukur Hólm Hauksson Helgi Bergsson Magnús Ingibjörn Gíslason Þórarinn Guðni Sverrisson 40 ára Björg Stefanía Sigurgeirsdóttir Margrét Líndal Steinþórsdóttir Mariusz Dabrowski Viðar Bragason 30 ára Andri Fannar Bergþórsson Ásdís Erla Erlingsdóttir Bergsveinn Hjalti Magnússon Dorota Leszczuk Gígja Gunnlaugsdóttir Guðjón Björnsson Hans Jónsson Lára Rúnarsdóttir Oddur Þór Guðlaugsson Óli Ívarsson Petra Mjöll Pétursdóttir Þorbergur Ingi Jónsson Þórarinn Snæfeld Jóhannsson Til hamingju með daginn 30 ára Páll ólst upp í Kópavogi, er með einka- flugmannspróf og próf í verkefnastjórn og vinnur við leikjahönnun hjá CCP. Maki: Emmanuel Luis Santiago Canales, f. 1984, starfar við skemmt- anastjórn. Foreldrar: Ívar Magn- ússon, f. 1948, tækni- fræðingur í Garðabæ, og Guðlaug Eyþórsdóttir, f. 1949, kerfisstjóri hjá Bændasamtökunum. Páll Ívarsson 50 ára Hörður lauk vél- fræðiprófi og er vélvirki hjá Norðuráli. Maki: Geirlaug Jóna Rafnsdóttir, f. 1965, starfsmaður við Bókasafn Akraness. Börn: Klara Árný, f. 1991; Guðni Rafn, f. 1994, og Davíð Örn, f. 2001. Foreldrar: Hallgrímur Ólafsson, f. 1924, d. 2009, vélstjóri á Akra- nesi, og Guðný Sigurð- ardóttir, f. 1927, húsfr. Hörður Hallgrímsson 50 ára Kolbrún ólst upp í Hafnarfirði og hefur unnið við bókhald frá 1997. Maki: Hilmar Hall- dórsson, f. 1962, frum- kvöðull. Börn: Ester, f. 1980; Ólaf- ur, f. 1984; Helga, f. 1988, og Daníel, f. 1994. Foreldrar: Ólafur Guð- mundsson, f. 1928, bif- vélavirki, og Unnur Ágústsdóttir, f. 1927, d. 2012, húsfreyja og fisk- vinnslukona. Kolbrún Ólafsdóttir Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Hálsmen 7.900 kr. Eyrnalokkar 8.300 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.