Morgunblaðið - 04.10.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.10.2012, Qupperneq 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástarsamband þitt gengur eitthvað stirðlega í dag og það gerir þig óörugga/n og einmana. Farðu þér hægar og þá gengur dæm- ið upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt sam- band er að ræða. Fall eða frami skapa þig ekki. Samræður við nána vini rugla þig bara í rím- inu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur verið fróðlegt að sækja fundi þar sem málin eru rædd vítt og breitt. Viljirðu ná málum fram af einhverju viti þarftu að vera mjög þolinmóð/ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Smáheimur ákvarðana þinna end- urspeglar raunverulegan heim framtíðar þinn- ar. Vertu ekki hrædd/ur þótt einhverjir erf- iðleikar kunni að verða á vegi þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert að velta fyrir þér ákveðnum fjáröfl- unarhugmyndum í dag. Sýndu umburðarlyndi. Hafðu það í huga að oft má satt kyrrt liggja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú getur vanalega sjálf/ur höndlað rifr- ildi og með hjálp þinna dyggustu stuðnings- manna. Treystu á sjálfa/n þig því aðrir munu ekki leysa þessi mál fyrir þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Ef þú hefur ekki verið að nýta hæfileika þína er rétti tíminn til þess núna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Forðist deilur við yfirboðara í dag. Gættu þín að vera heiðarleg(ur) við sjálfa(n) þig í dag því annars verður þú fyrir von- brigðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að halda sig á mottunni hvað fjárútlát varðar. Allt á sér sinn stað og sína stund. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú fæst við hópa fólks í dag skaltu ekki fallast á skilafresti. Renni þér eitt- hvað úr greipum verður þú að trúa því fastlega að eitthvað nýtt komi í staðinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er auðvelt að nálgast þig. En það er óþarfi að vorkenna sér þótt ekki sé unnt að kaupa alla hluti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar þú gerir þér grein fyrir hvað þú vilt ekki ertu rokin/n. Sá sem spyr of margra spurninga er ekki traustsins verður. ÍVísnahorninu í gær fór ég rangtmeð, auðvitað vegna þess að ég tók vitlaust eftir, á ekki nægan bókakost og kann ekki almennilega á tölvu. Og bið ég lesendur að um- bera það. En vísan um Guðrúnu Ei- ríksdóttur á Hrafnabjörgum eftir Gísla S. Helgason á Hrappsstöðum í Vopnafirði er svona og skýrist með því orðið „herkin“: Gunna fór að sækja svörð svona er hún herkin. Hún er vel af guði gjörð að gera karlmannsverkin. Næstu stökur eru úr ljóðabréfi Gísla til frú Sigríðar P. Blöndal á Hallormsstað í febrúar 1943: Ber ég þungan hugarharm, harmur svellur minn við barm, barma aldrei mun ég mér, mér sem bráðum yfrum fer Fer ég þá og brýt við blað, blaðið sendi að Hallormsstað; staður sá, er blómskrúð ber, ber af öllum stöðum hér. Hér kemur hringhenda eftir Gísla: Sunnanvindar falla frá fjallatindum háum, yfir strindi og út á sjá eftir rindum bláum. Í fornum stíl: Á héraðsfund ég fór um stund, festi sprund sem kætti lund. Ístaðshundi hleypti um grund hreppti sund í fjalla-und. Gísli eignaðist reiðhest: Gráan á ég gæðing nú, gaman er að sjá ánn. Komdu að reyna ef þorir þú þegar ég legg á ánn. Um Jökuldalinn yrkir Gísli: Eg er kominn upp á Dal- Efri, sem menn kalla, - í þennan fríða fjallasal, sem fer svo vel með alla. Og að síðustu um sólsetur: Fallega gyllast fjöllin há fögrum sólar roða. Hjarta mannsins hressir þá himin-dýrð að skoða Halldór Blöndal halldor@simnet.is Vísnahorn Svona er hún herkin eftir Jim Unger „BARA ÞÓ AÐ ÞEIR SÉU 100 SINNUM FLEIRI EN VIÐ ÞÝÐIR ÞAÐ EKKI AÐ SVONA BLÓTSYRÐI SÉU LEYFILEG!“ HermannÍ klípu „ÞETTA HEFUR EKKI VERIÐ FUNDIÐ UPP ENNÞÁ. OG VIÐ HEFÐUM LÍKA ALDREI EFNI Á SVONA.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... letihelgi. Saman. ELÍN, EF ÞÚ SKELLIR Á MIG MUN ÉG ALDREI HRINGJA Í ÞIG FRAMAR. VESALINGS, VESALINGS ELÍN ... VESALINGS, VESALINGS OFURKÁTA OG HAMINGJUSAMA ELÍN. KLIKK! ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HAFA ÞYNGST, HROLLUR! HEFURÐU VERIÐ AÐ TELJA KALORÍUR EINS OG ÉG RÁÐLAGÐI ÞÉR? ÉG REYNDI ÞAÐ ... ... EN ÉG VEIT EKKI HVERNIG ÞÆR LÍTA ÚT! Víkverja finnst hugmyndin um aðfæra miðstöð strætisvagna frá Hlemmi í BSÍ við Hringbraut for- vitnileg. Helstu veikleikar almenn- ingssamgangna á höfuðborgarsvæð- inu eru strjálar ferðir og tíminn, sem það tekur að komast milli staða. Vagnarnir fara krókaleiðir um höf- uðborgarsvæðið til þess að sem flestir séu nálægt stoppistöðvum þess og niðurstaðan er sú að strætó- ferðir verða iðulega svo tímafrekar að í raun eru þær orðnar að útsýn- isferðum. Eigi almennings- samgöngur einhvern tímann að geta skákað einkabílnum verður að vera hægt að komast hratt á milli staða. Nú er örugglega hægt að svara Vík- verja með ræðum um sérleiðir, sem með skilvirkni myndu koma Vík- verja heilu og höldnu frá einum stað til annars, en það á við um ákveðnar stofnleiðir, en engan veginn allt svæðið. x x x Reyndar er Strætó ákveðin vor-kunn. Almenningssamgöngur í stórborgum eru oft betri kostur en að hírast í umferðarstöppu og eiga í stöðugum bílastæðavandræðum á leiðarenda. Þar þýða almennings- samgöngur tímasparnað og farþeg- inn getur til dæmis nýtt tímann til þess að lesa, sem er útilokað undir stýri, þótt Víkverji hafi séð bílstjóra reyna ótrúlegustu kúnstir undir stýri á götum Reykjavíkur, allt frá því að mála sig og lesa til þess að borða hádegismat. x x x Þá eru stórborgir yfirleitt nokkuðmannmargar þannig að ekki eru tómir vagnar þótt boðið sé upp á tíð- ar ferðir. Höfuðborgarsvæðið er á stærð við stórborg, en íbúafjöldinn eins og í smáborg. Hér er því ekki mannskapur til að fylla vagna skil- virkra almenningssamgangna, jafn- vel þótt íbúarnir hefðu það að að- alstarfi. x x x Hvað sem tuði Víkverja líður erstrætó nauðsynlegur, en senni- lega er eilífðarverkefni að átta sig á hvernig best er að reka almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og skipuleggja. víkverji@mbl.is Víkverji Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16:1-2) Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is Besti kokteilbarinn 2012 að mati Reykjavík Grapevine Hvort sem þú vilt kalla drykkinn þinn hanastél eða kokteil þá er ljóst hvar best er að njóta hans. Reykjavík Grapevine komst að þeirri niðurstöðu í árlegri úttekt sinni að Kolabrautin hefði að bjóða besta kokteilbar borgarinnar árið 2012. Komdu og bragðaðu á ógleymanlegu kvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.