Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Ómar Austur-Grænland Flugið hefur ver- ið mikilvæg tenging við Ísland. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flugfélag Íslands ætlar að fljúga einu sinni í viku til Kulusuk eftir ára- mótin, þrátt fyrir að grænlenska heimastjórnin hafi ekki framlengt samning um að félagið sinni áfram flugi til Kulusuk og Constaple Point í Austur-Grænlandi í almannaþágu. Þess í stað var samið við Air Green- land en heimastjórnin á hlut í því flugfélagi. Flugfélag Íslands hefur flogið til Kulusuk að minnsta kosti tvisvar í viku allan ársins hring. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands sagði að bætt yrði við ferðum til Kulusuk eftir því sem nær drægi vori 2013. „Við fjölgum í 2-3 ferðir á viku í mars og næsta sumar verðum við með allt upp í 2-3 ferðir á dag þegar mest verður, eins og áður,“ sagði Árni. Þessi áætlun gildir út sept- ember 2013. Staðan verður þá metin áður en ákveðið verður hvort flogið verður reglulega til Kulusuk út árið 2013. Reglubundið flug mun svo hefjast aftur í janúar 2014. Gagnrýnir útboðsferlið Flugfélag Íslands hefur ekki feng- ið nákvæmar upplýsingar frá græn- lensku heimastjórninni um þjón- ustusamninginn sem gerður var við Air Greenland um flug til Austur- Grænlands. Árni sagði að útboðsferli tólf þjónustusamninga um flug í al- mannaþágu í Grænlandi, sem Morg- unblaðið greindi frá 15. september sl., hafi verið með ólíkindum. Hætt var við útboðsferlið varðandi alla samningana nema þann sem gilti við Flugfélag Íslands og var samið um hann við Air Greenland, sem var með alla hina samningana. Árni sagði að svipað hefði gerst árið 2005 þegar Air Alpha, sem hafði komið sér vel fyrir á Grænlandi, var allt í einu án allra þjónustusamninga. „Þetta er ekki útboðsferli sem við þekkjum annars staðar að úr Evr- ópu,“ sagði Árni. Búið er að undirrita samning grænlenskra yfirvalda við Air Greenland um flug til Constable Point frá næstu áramótum. Flug- félag Íslands mun þá hætta áætl- unarflugi þangað en sinna áfram leiguflugi þegar þörf krefur. Air Greenland mun sinna flugi til Constable Point frá Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Flogið verður einu sinni í viku árið um kring. Þeir sem vilja fara til Nuuk verða að fljúga þangað frá Kangerlussuaq en flugið þar á milli tekur um fimm stundarfjórðunga. Staðirnir eru allir í sveitarfélaginu Sermersooq. Þá ætlar Air Greenland að bjóða upp á flug frá Constaple Point til Keflavík- ur einu sinni í viku frá lokum júní til loka ágúst. Samkvæmt þjónustusamningi Flugfélags Íslands sem rennur út um áramótin er flogið tvisvar í viku allt árið um kring milli Constaple Point og Reykjavíkur með tengingu við Kulusuk. Þaðan getur fólk svo flogið til höfuðstaðarins Nuuk sam- dægurs. Halda áfram að fljúga til Kulusuk  Flugfélag Íslands hættir áætlunarflugi til Constaple Point Grænlandsflug Reykjavík Kulusuk Kangerlussuaq Sv eit ar fé lag ið Se rm er so oq Ittoqqortoormiit Sveitarfélagið Kujalleq Nuuk 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Polarolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjölskylduútgerðir í Vestmannaeyj- um, sem margar byggja á gömlum merg eru uggandi um rekstrar- grundvöllinn eftir að sérstaka veiði- gjaldið var lagt á í fyrsta skipti um mánaðamótin. Þannig hefur fyrir- tækið Kæja, sem gerir Portland VE 97 út, verið sett á sölu í heilu lagi. Viðmælendur í Eyjum sögðu í gær að eigendur einstaklingsútgerða þar væru margir að hugsa sinn gang og ekki kæmi á óvart þó að einhverjir hættu í útgerð. Skerðingar hvað eftir annað „Við leigðum til okkar heimildir en nú er ekkert að hafa þar og svo keyptum við til okkar, en lentum í skerðingum hvað eftir annað,“ segir Benóný Benónýsson, útgerðarmað- ur Portlandsins. „Reikningurinn sem við fengum um mánaðamótin vegna sérstaka veiðigjaldsins topp- aði þessa vitleysu og það eru engar forsendur til að halda áfram að óbreyttu. Almenna veiðigjaldið var meira en nóg fyrir svona útgerð og það er því betra að hætta núna áður en útgerðin fer að safna meiri skuld- um.“ Benóný gerir Portlandið út ásamt fjölskyldu og er Jóhann Brimir skip- stjóri og Benóný yngri vélstjóri. Skipið var byggt í Noregi árið 1960, en miklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu, sem er 134 tonn að stærð. Þeir eru á dragnót og eru með um 250 þorskígildi í aflaheimildir, en hafa einnig veitt tegundir sem eru utan kvóta. „Þetta er gott skip, en úthaldið er ekki mikið og við gætum veitt 3-4 sinnum meira með þennan mannskap,“ segir Benóný. Hann segir að eitthvað hafi borist af fyrirspurnum til kvótamiðlunar- innar, sem annast söluna. Benóný segist vona að ef takist að selja út- gerðina verði það til heimamanna í Eyjum. Afinn gerði Portlandið út Benóný og Friðrik bróðir hans létu smíða fyrir sig bát árið 1970, sem fékk nafnið Portland. Nafnið er þó enn eldra í útgerðarsögu fjöl- skyldunnar því afi Benónýs, Friðrik Benónýsson gerði út bát með þessu nafni, en Portland er annað nafn á Dyrhólaey. Verði af sölu Portlandsins og út- gerðarinnar Kæju lýkur merkri út- gerðarsögu í Eyjum. Alaklóin Ben- óný Friðriksson, Binni í Gröf, var faðir Benónýs og aflakóngur á Gull- borginni margar vertíðir. Sérstaka veiði- gjaldið „toppaði þessa vitleysu“  Útgerð Portlands VE 97 sett á sölu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blikur Auknar álögur hafa skapað óvissu í útgerð í Vestmannaeyjum. Alls hafa 105 konur þegið boð stjórn- valda og látið fjarlægja PIP-brjósta- púða með aðgerð á Landspítalanum. Þá eru 35 konur tilbúnar til aðgerðar og munu fá púðana fjarlægða á næstu vikum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Um 350 konur með PIP-brjósta- púða gengust undir ómskoðun hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins fyrr á árinu og reyndust um 55% þeirra vera með leka púða. Hjá þeim konum sem þegar hafa gengist undir aðgerð hafa lekir púðar verið fjarlægðir í svipuðu hlutfalli eða í 53% tilfella. Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu, segir að leiða megi líkur að því að einhverjar konur hafi ákveðið að fara ekki í að- gerð, þrátt fyrir að vera með leka púða, þar sem þær hafi ekki fundið fyrir óþægindum vegna þess. Þá hafi mögulega einhverjar konur ákveðið að láta fjarlægja púðana á einkastofu, þar sem stjórnvöld hafi ekki boðið upp á að settir væru nýir púðar í stað PIP-brjóstapúðanna í sömu aðgerð. holmfridur@mbl.is 105 hafa látið fjarlægja PIP-brjóstapúðana Ljósmynd/Landspítali PIP Upp komst í fyrra að iðnaðar- efni höfðu verið notuð í púðana.  Tíðni lekra púða í aðgerð 53% PIP-brjóstapúðar » Samkvæmt breskri rann- sókn, sem birt var í júní síðast- liðnum, er iðnaðargelið í PIP- púðunum líklega ekki eitrað og ekki hættulegt heilsu fólks. » Púðarnir eru hins vegar tvö- falt líklegri til að springa en aðrir brjóstapúðar. Grænlenski fréttavef- urinn Ser- mitsiaq sagði á föstudag að þorpið It- toqqorto- ormiit á Austur- Grænlandi muni tapa mest á því að ekki verði lengur flogið frá Constaple Point til Kulusuk, eins og Flugfélag Ís- lands hefur gert. Íbúarnir í Ittoqqortoormiit eru ættaðir frá Ammassalik, þar sem Kulusuk er. Þeir sem ætla á milli þessara bæja í sveitarfélaginu Sermersooq þurfa að fara frá It- toqqortoormiit til Kangerlus- suaq, þaðan til Nuuk og svo til Kulusuk sem er tveggja daga ferð en beint flug tekur tvo tíma. Sermitsiaq greindi einnig frá því að Air Greenland hefði slegið á frest fyrirætlunum sínum um flug á milli Kulusuk og Íslands í ljósi þess að Flugfélag Íslands ætli að halda áfram að fljúga á þeirri leið. Tveir tímar – tveir dagar FERÐALAGIÐ LENGIST MEÐ BREYTTU FLUGI Árni Gunnarsson Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið þess á leit við atvinnuvegaráðuneytið að frestað verði inn- heimtu fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds, en fjórð- ungur gjaldsins á að koma til greiðslu í þessum mánuði. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði eiga útgerðir rétt á lækkun sérstaks veiðigjalds vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflaheimildum að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Í greinargerð með frumvarpinu síðastliðið sum- ar kom fram að þessi upphæð gæti alls numið 1,5 millj- örðum króna á þessu fiskveiðiári. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir nauðsynlegt að flokka þau fyrirtæki sem eigi rétt á lækkun og því verði væntanlega lokið áður en kemur að næstu greiðslu. Hann segist bjartsýnn á að ráðuneytið verði við erindinu. aij@mbl.is Vilja frestun á fyrstu greiðslu Friðrik J. Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.