Morgunblaðið - 09.10.2012, Page 18

Morgunblaðið - 09.10.2012, Page 18
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is G agnrýni hefur komið á ráðgjöf Alþjóða haf- rannsóknaráðsins, sem leggur til verulegan samdrátt í makrílveið- um á næsta ári. Fiskifræðingar og fulltrúar útgerðar á Íslandi og í Noregi hafa fundið að aðferðafræði ráðgjafanefndar ICES við mat á stofninum þó svo að sérfræðingar við hafrannsóknastofnanir Noregs og Íslands standi að ráðgjöfinni. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að við mat á stærð makrílstofnsins sé þrennt lagt til grundvallar; afla- samsetning eftir aldri, aflamagn og vísitala hrygningarstofns. Þegar upplýsingar um einhvern þessara þátta séu ófullnægjandi leiði það til skekkju í niðurstöðunni. Hann segir að farið sé í svo- kallaðan eggjaleiðangur makríls þriðja hvert ár og því fái sérfræð- ingar nýjar upplýsingar um vísitölu hrygningarstofns aðeins á þriggja ára fresti samanborið við árlegar stofnmælingar sem gerðar eru í flestum mikilvægustu botnfisk- stofnum okkar, jafnvel bæði að vori og hausti t.d. fyrir þorsk. Ætla má að aldursdreifing í samsetningu afla sé sæmilega ákvörðuð, en ef tölur um aflamagn makríls séu verulega rangar hafi það veruleg skekk- juáhrif í stofnmati makríls, einkum ef þær hafa breyst mikið í tímans rás. Það sé alvarlegt ef vísindamenn vinni með óáreiðanleg eða röng afla- gögn og dragi úr áreiðanleika mats á ástandinu og ráðgjöfinni sjálfri. Jóhann segir að í ágripi með ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins um makrílafla næsta árs sé vikið að þessu og bent á að vanmat á afla hafi að mestu átt sér stað fyrir 2005. Það geti haft áhrif á niðurstöður, en áréttað að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar og að afla þurfi frekari gagna, án þess að nokkuð sé lagt til í þeim efnum. Hæfilegt veiðiálag Jóhann segir, að skv. óstaðfest- um heimildum muni makrílafli á ár- um áður hafa verið mun meiri en fram kemur í opinberum gögnum, sem vísindamenn leggja til grund- vallar sinni úttekt. Hann telur að líklega muni seint fást botn í stærðargráðu umframafla, en jafn mikilvægt sé að vísindamenn og eftirlitsaðilar reyni að meta hverjar afleiðingar slíks umframafla eru á mat á afrakstri stofnsins í dag svo hægt verði að mynda sér skoðun á hvert hæfilegt veiðiálag sé. Haf- rannsóknastofnunin mun hafa frum- kvæði að því að slík vinna verði sett af stað innan Alþjóðahafrannsókna- ráðsins. Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar rannsökuðu í sumar, eins og síðustu ár, útbreiðslu og magn makríls á meðan á ætisgöng- um um norðurhöf stóð. Í niðurstöð- unum kemur fram að heildarstofn makríls á svæðinu var mældur 5,1 milljón tonna. Enn sem komið er er tímaröð þessara rannsókna talin of stutt til þess að hægt sé að nota vísitölur leiðangranna til samstill- ingar í stofnmati. Í samtali við Fisk- aren í Noregi segir Leif Nöttestad, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun Noregs, að mælingu sem þessa þurfi að gera í fleiri ár til að unnt sé að nota gögnin í stofn- matstilgangi. Nýliðun hafi verið góð í stofn- inum síðustu ár og hugsanlega sé stofninn sterkari en niðurstöður ICES sýni. Hann segir að útreikn- ingar á hrygningarstofninum séu óvissir vegna ofveiði fyrri ár og þess að komið er á þriðja ár síðan farið var í eggjaleiðangur. Þörf sé á meiri rannsóknum. Kallað eftir frekari rannsóknum á makríl Ljósmynd/Leif Nöttestad, Hafrannsóknastofnun Noregs Á makrílslóð Fjögur skip tóku þátt í makrílleiðangri í NA-Atlantshafi í sumar og notuðu flotvörpu sem sér- staklega var þróuð. Frá vinstri: Árni Friðriksson, Christian í Grótinum, Brennholm og G.O. Sars. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tveir þeirrasem ætla sérstóra hluti innan Samfylking- arinnar og vilja vera í forystusveit flokksins á næsta kjörtímabili, Árni Páll Árnason og Magnús Orri Schram, voru í viðtölum um ný- liðna helgi. Báðir virðast þeir átta sig á að flokkurinn þarf að setja upp nýtt andlit – og þá er ekki aðeins átt við nýjan for- mann – ætli hann sér að ná vopnum sínum á hinum póli- tíska vígvelli næsta vor. Athygli vekur þó að hvorugur er í raun og veru tilbúinn til að gera breytingar. Eitt er að tala um breytingar, það er í sjálfu sér nokkuð sem allir frambjóðendur Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna hljóta að verða að gera fyrir næstu kosningar. Ekki dugar að fara fram undir fána núver- andi ríkisstjórnar með fyrirheit um að fylgt verði sömu stefnu áfram. Allir sem standa utan forystu ríkisstjórnarinnar vita að sú stefna hefur brugðist og verður ekki seld kjósendum næsta vor. Það athyglisverða við um- fjöllun Árna Páls og Magnúsar Orra er að þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir að þeir tali um að breytinga sé þörf, þá er fátt sem bendir til að þeir skilji hvað það felur í sér. Þeir eru til að mynda báðir jafn sannfærðir og áður um nauðsyn þess að Ísland verði að gerast aðili að Evrópu- sambandinu og vilja ekkert gefa eftir í því sambandi. Og á sama tíma og þeir virðast í öðru orð- inu skilja að ekki sé hægt að fara fram með heitstrengingum um að ekki verði unnið með þeim stjórnmálaflokki sem lík- lega verður stærst- ur að kosningum loknum halda þeir fast við skilyrði um áframhaldandi að- lögunarviðræður við Evrópusam- bandið. Stöðumat þessara vonbiðla um forystuhlutverk í Samfylk- ingunni virðist með öðrum orð- um ekki vera betra en hjá nú- verandi formanni flokksins, Jóhönnu Sigurðardóttur, og þeir virðast jafn ákveðnir og hún í að mála flokkinn út í horn. Og það er fleira sem gerir málflutninginn um breyttar áherslur ósannfærandi, ekki síst alger skortur á raunveru- legri umfjöllun um hvert eigi að stefna og hvaða breytingar þeir vilji sjá. Þeir láta með öðrum orðum í aðra röndina eins og þeir séu fulltrúar breytinga sem vilji horfa til framtíðar, en í hina röndina eru þeir svo rígbundnir núverandi formanni og þeirri stefnu sem flokkurinn hefur fylgt að þeim er ómögulegt að setja fram sannfærandi eigin sýn á hvert skuli halda. Þeir sem vilja vera boðberar nýrra tíma og nýrrar stefnu verða að hafa burði til að gagn- rýna það sem miður hefur farið og hefja sig upp fyrir þann falska málflutning sem forysta ríkisstjórnarinnar hefur skipað fótgönguliðum sínum að hafa í frammi. Þeir sem telja að vel hafi verið staðið að landsstjórn- inni á liðnum árum eru ekki manna líklegastir til að leið- rétta kúrsinn. Árni Páll, Magn- ús Orri og aðrir frambjóðendur verða að gera upp við sig hvort þeir eru fulltrúar breytinga eða framlenging á stjórnarstefnu Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Ekki er nóg að segjast vilja breyt- ingar. Sannfæringin og trúverðugleikinn þurfa að fylgja.} Eigin fulltrúar eða annarra? Utanrík-isráðherra segir ljóst að makríldeilan hafi spilað inn í við- ræður Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu. Það sjáist á þeim töfum sem orðið hafi á opnun kaflans um sjáv- arútvegsmál. Hann segir það mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðu um stöðu að- ildarviðræðnanna á Alþingi í gær. Össur Skarphéðinsson hef- ur margoft sagt að makríl- deilan hafi ekkert með við- ræðurnar að gera. Meira að segja sjálfur stækkunarstjór- inn hafi sagt að makrílmálið tengist ekki við- ræðunum. Steingrímur J. hefur sagt að makríllinn sé bara til „heimabrúks“ og meinar þá á pönnuna heima í eldhúsi. Össur hefur bent á að ESB hafi ekkert breyst þau tæpu 4 ár síðan „samningaviðræður“ hófust. Stækkunarstjórinn sjálfur hefur þó ekki þorað að ganga svo langt. Össur tekur fram að stækkunarstjórinn sjálfur hafi ekkert breyst frá því hann sá hann fyrst. Stækkunarstjórinn sjálfur segir að það sé ekki sér að kenna þótt Össur sé ekki stærri í sniðum en þetta. Það var sem sé ekkert að marka af því sem um makrílinn var sagt} Getur geirnefur líka tafið viðræður? Þ að er gaman að fylgjast með þeim framboðsdansi sem þeir sem vilja eiga stól í Alþingishúsinu við Austurvöll eru að byrja að stíga núna. Það er um hálft ár í kosn- ingar og um að gera að byrja að æfa sporin enda flokkar með prófkjör á næstunni. Þar þarf að komast í gott sæti og misþekktar hausamyndir eru byrjaðar að birtast í blöðum af þeim sem sem sækjast eftir þeim. Sem betur fer virðist ætla að verða nokkur nýliðun á þingi núna. Sjö núverandi þingmenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram og kannski eiga fleiri eftir að fylgja. Það finnst mér alltaf undarlegt þegar fólk tekur andköf yfir því að einhver ætli að hætta þing- mennsku, eins og stóllinn sé eyrnamerktur þingmanninum þar til dauðinn aðskilur þá. Það er enginn ómissandi og það kemur alltaf maður í manns stað, á öllum vinnustöðum. Vissulega er gott að halda reynslunni inni en það er líka gott að lofta út. Það þarft ekkert að segja manni annað en að í stað Jóhönnu Sigurðardóttur, Sivjar Friðleifsdóttur, Birkis Jóns Jóns- sonar, Ólafar Nordal, Þuríðar Backman, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ásbjörns Óttarssonar komi aðrir sem eiga eftir að setja mark sitt á þingið og þjóðfé- lagið. Það mættu aðrir sem eru að komast yfir þrjátíu ára múrinn á þingi fara að huga að því að eyða ævikvöld- unum í annað en að þrjóskast í þingstólnum. Það er ekki nóg með að fólk taki andköf yfir því að al- þingismenn sjái líf fyrir utan þinghúsið held- ur mega þeir ekki skipta um kjördæmi án þess að allt fari á hvolf. Það er hverjum frjálst að bjóða sig fram til Alþingis fyrir hvaða flokk sem hann vill, hvar á landinu sem er. Þó sumir þingmenn haldi sig ómissandi og að þeir eigi rétt á forystusætinu eins og síðast og jafnvel næstsíðast þá á enginn sætið sem hann bauð sig fram í fyrir síðustu kosningar. Nema kannski að manneskjan hafi unnið það framúrskarandi gott starf fyrir flokk sinn og þjóð að það komi ekkert annað til greina en að launa henni með öruggu forystusæti svo hún geti haldið áfram sínu góða starfi. Eng- inn slíkur þingmaður er nú starfandi. Það er öllum frjálst að bjóða sig fram jafn- vel í sama sæti og aðrir hafa þegar gert, síðan eru haldin prófkjör, eða raðað á lista, þar sem flokksmenn ráða úrslitum um það hverjir taka hvaða sæti. Það er síðan kjósenda að sýna hvort þeim hugnist þessi uppröðun eða ekki á kosningadaginn, það eru kjós- endur sem hafa síðasta orðið. Það er kjósenda að dæma þingmenn af verkum sínum. Það er þeirra að ákveða hvort þeir sem hafa hingað til verið áskrifendur að þing- stólum sínum komist aftur inn og geti verið í fjögur ár í viðbót á launum hjá ríkinu án þess að berjast fyrir hag ríkisþegnanna. Kjósendur eiga að launa þingmönnum fyrir vel unnin verk með því að kjósa þá aftur, ekki bara af gömlum vana eða af þröngsýni gagnvart öðrum skoð- unum. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Stólaleikurinn er hafinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Mikilvægt er að lagt verði í um- fangsmikla og vandaða vinnu við endurmat á stærð makrílstofnsins án tafar þannig að ákvarðanir um heildarafla og samningar um skiptingu afla milli ríkja geti byggt á réttum upplýsingum. Íslensk stjórnvöld og íslenskir vísinda- menn eru hvattir til að taka frum- kvæðið í þessu mikilvæga hags- munamáli enda hafa stjórnvöld í ESB og Noregi ekki sinnt því,“ segir Friðrik J. Arngrímsson fram- kvæmdastjóri á heimasíðu LÍÚ. Audun Maraak, talsmaður norskra útgerðarmanna, gagn- rýnir einnig ráðgjöf um minni makrílafla. Hann segir stofninn mun sterkari, en mælingar sýni og fullyrðingar um minni hrygningarstofn séu illa rök- studdar. Íslendingar taki forystu ÚTGERÐIN GAGNRÝNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.