Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tyrkir sendu í gær fleiri skriðdreka og eldflaugaskotpalla að landamær- um ríkisins að Sýrlandi en ríkin tvö hafa í fimm daga skipst á skotum. Tyrkneska þingið veitti ríkisstjórn- inni nýlega heimild til að senda her inn í Sýrland ef þörf krefði. Liðs- menn tyrkneska flughersins gerðu loftárásir í gær á fylgsni PKK, sam- taka kúrdískra uppreisnarmanna frá Tyrklandi, sem hafa komið sér upp búðum í grannlandinu Írak. Tyrkir hafa einnig komið sér upp stöðvum í Norður-Írak til að fást við PKK. En írösk stjórnvöld sögðu í liðinni viku að þau vildu stöðvar Tyrkjahers á brott. Tyrkir beita sér nú af hörku gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sem á í blóðugu stríði við súnní- múslíma, þeir eru í meirihluta í land- inu. Aldagamlar deilur milli fylkinga íslams leika nú æ stærra hlutverk í þessum löndum og gætu breitt átök- in í Sýrlandi út til margra annarra ríkja. Assad er sjálfur úr röðum ala- víta sem tengjast sjía-múslímum, næststærstu fylkingu íslams en sjít- ar ráða nú í Írak. Klerkarnir í Íran styðja einnig Assad. Þeir eru sjítar og Assad því mikilvægur bandamað- ur í Mið-Austurlöndum. Tyrkir efla enn varnir sínar við landamærin  Ráðist á fylgsni Kúrda í Írak Romney herskár » Forsetaefni repúblikana, Mitt Romney, hvatti í gær til þess að andstæðingar Assads fengju send öflug vopn. » Barack Obama forseti hefur ekki viljað ganga svo langt, m.a. af ótta við að vopnin gætu hafnað hjá hryðjuverkahópum. Sænskir flug- menn mótmæla kröftuglega nýj- um tillögum Evr- ópusambandsins um að framvegis megi áhafnir vera allt að 22 klukkustundir á lofti samfleytt. Segja flugmenn að flugöryggi yrði stefnt í hættu: helmingur allra flugmanna hafi lent í því að sofna óvart í stjórnklefanum. Samband evrópskra flugmanna, ECA, er að sögn Dagens Nyheter sammála Sví- unum. kjon@mbl.is Mótmæla tillögum ESB um hámarks- tíma áhafna í lofti Flug Þreyttur og vansvefta. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fjármálaráðherrar evruríkjanna 17 hylltu í gær stofnun 500 milljarða evra björgunarsjóðs vegna skuld- ugra ríkja og sögðu að um „söguleg þáttaskil“ í myntsamstarfinu væri að ræða. En horfurnar í efnahag heims- ins eru ekki bjartar, segir í frétt Fin- ancial Times. Blaðið segir að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, muni í vikunni spá enn minni hag- vexti en fyrr, aðeins 3,3% á þessu ári. Blaðið vitnar í svonefnda Tiger- skýrslu, sem gerð er reglulega fyrir Brookings-stofnunina bandarísku og FT. Þar komi fram að samdráttur sé á mestöllu evrusvæðinu og vöxtur fari minnkandi í Kína, einnig í Rúss- landi, Brasilíu og Indlandi. Aðeins í Bandaríkjunum sé þokkalegur vöxt- ur. „Batinn í efnahag heimsins er mjög tvísýnn, hann á í vök að verjast vegna pólitískra deilna í ríkjum og innan þeirra, vegna skorts á mark- vissri stefnu og vegna vangetu ríkis- stjórna til að fást við djúpstæð vandamál eins og fjárlagahalla sem hindra vöxt,“ segir Eswar Prasad, prófessor hjá Brookings. Á Ítalíu, Spáni, í Grikklandi og Portúgal benda tölur til niðursveiflu sem síðast sást í fjármálakreppunni 2008-2009. New York Times segir í grein að vandi evrunnar sé að ríkin í norðri, þ. á m. Þýskaland, óttist stöð- ugt að sé dælt meira fé í björgunar- sjóði muni það hverfa eins og mörg framlög Evrópusambandsins fyrr á árum í hyldýpi spillingar í suðri. Björgunarsjóðurinn á flot  Evruríki leggja fram 500 milljarða evra til aðstoðar skuldugum þjóðum  Spáð minni hagvexti í heiminum og ískyggilegar tölur um stöðu Suður-Evrópu ESB-sjóðir og mafían » Hraðbraut í Kalabríu á Ítalíu er dæmi um spillingarvandann. » Eftir 11 ára starf og 10 millj- arða dollara framlag er verkinu enn ólokið, að sögn NYT. » Glæpasamtökin ’Ndrang- heta hafa klófest mikið af fénu og vilja ekki að verkinu ljúki. Hugo Chavez, forseti olíuríkisins Venesúela, sigraði í forsetakosningunum á sunnudag, hér greiðir hann at- kvæði, sposkur á svip. Þegar búið var að telja um 90% atkvæða hafði Chavez fengið 54,42% stuðning og keppinauturinn Henrique Capriles 44,97%. Um 19 milljónir manna voru á kjörskrá, kjörsókn var um 81% og erlendir eftirlitsmenn töldu að kosningarnar sjálfar hefðu að mestu farið vel og lýðræðislega fram. Hins vegar er Chavez gagnrýndur fyrir að misnota sér völd sín til að klekkja með ýmsum bolabrögðum á andstæð- ingum sínum í kosningabaráttunni. Stuðningsmenn Chavez fögnuðu ákaft í Caracas, höfuðborg landsins, þegar úrslitin lágu fyrir. Forsetinn segir að Venesúela muni halda áfram á braut sósíalismans. AFPChavez hélt velli í forsetakosningum Vladímír Pútín Rússlandsforseti varð sextugur á sunnudaginn og í tilefni af því efndi málarinn Alexei Sergíenko til sýningar í Moskvu. Er Pútín þar sýndur sem einstakur hundavinur og barnelskur fjölskyldumaður. Vinur hundanna og barnanna AFP Tveir frumkvöðlar á sviði stofn- frumurannsókna, Bretinn John Gur- don og Japaninn Shinya Yamanaka, hrepptu í gær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Sá fyrrnefndi klónaði fyrstur manna dýr árið 1962 en Yam- anaka tókst fyrir sex árum að breyta genum, „forrita“ þannig á ný frumur og gera þær aftur að stofnfrumum, að sögn BBC. Stofnfrumur myndast þegar í fóst- urvísinum og geta þar breyst í hvaða frumu líkamans sem er. Menn nota nú frumur úr fósturvísum sem ganga af í glasafrjóvgunum til að búa til nýjan vef, t.d. í skemmt líffæri. Að- ferðin hefur valdið hörðum siðfræði- deilum. En uppgötvun Yamanaka gerir hugsanlega kleift að nota stofn- frumur úr fullvöxnum manni. Fyrsta spendýrið var klónað 2003, kindin Dollý. Gurdon lagði grund- völlinn, hann tók árið kjarna úr froskfrumu, dældi honum í froskegg og niðurstaðan varð réttskapaður froskur. kjon@mbl.is Fengu verðlaun fyrir stofnfrumurannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.