Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða• fisléttar og sterkar• flott hönnun• litríkar• Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900 Franski rithöfundurinn Michel Hou- ellebecq er staddur hér á landi í tilefni af útkomu bókar sinnar Kortið og land- ið í íslenskri þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Houellebecq tekur þátt í höfundakvöldi á Café Sólon nk. fimmtudag kl. 20. Kvöldið hefst á því að Friðrik Rafns- son kynnir Michel Houellebecq stutt- lega og í framhald- inu ræðast þeir við um bókina og höf- undarverkið á frönsku, en Torfi Tulinius túlkar jafnóðum. Síðan munu Houellebecq og Friðrik lesa stuttan kafla úr bókinni. Því næst munu Houellebecq og Hallgrímur Hallgrímsson lesa ljóð þess fyrr- nefnda, en Hall- grímur hefur þýtt nokkur ljóð eftir hann og mun lesa á íslensku og Hou- ellebecq á frönsku. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar úr sal. Kortið og landið fjallar um myndlist- armanninn Jed Martin, sem er einfari í listheimi Parísarborgar, en verður þekktur fyrir sérstæðar ljósmyndir af Michelin-landakortum. Þegar hann áratug síðar undirbýr sýningu á stórum málverkum af vinnandi fólki ákveður listaverkasalinn hans að fá rithöfundinn fræga, Michel Houellebecq, til að skrifa grein í sýningarskrána. Í staðinn málar Jed Martin mynd af honum. Sýningin slær í gegn og málverkin seljast fyrir óheyrilegar upphæðir. En Jed Martin bregður í brún þegar lögreglan hefur samband við hann vegna óhugnanlegs morðmáls. Bókin þykir sameina á snilldarlegan hátt glæpasögu, örlagasögu ein- staklings, lýsingu á sambandi föður og sonar og hárbeitta greiningu á þróun listheims og samfélags á 21. öld. Árið 2010 hlaut hún Concourt-verðlaunin, sem eru helstu bókmenntaverðlaun Frakklands. Þess má geta að bókin verður til sölu á höfundakvöldinu og hægt verður að fá áritun hjá skáldinu. Höfunda- kvöld með Houellebecq Michel Houellebecq Kortið og landið Einar Falur Ingólfsson Efi@mbl.is Poppstjarnan Lady Gaga er einn fimm al- þjóðlegra friðar- og aðgerðarsinna sem Yoko Ono veitir í dag viðurkenningu úr LennonOno- friðarsjóðnum. Er þetta í fjórða sinn sem athöfnin fer fram hér á landi, en viðurkenningarnar veitir Ono á fæðingardegi John Lennons. Aðrir sem hljóta viðurkenningu að þessu sinni eru Rachel Corrie, John Perkins, Christopher Hitchens og róttæku femínistarnir í Pussy Riot. Rachel Corrie lést 23 ára gömul árið 2003 þegar jarðýta ísraelska hersins ók yfir hana er hún reyndi með friðsamlegum hætti að stöðva eyði- leggingu á heimili palestínskrar fjölskyldu. For- eldrar Corrie taka við viðurkenningunni fyrir hönd samtaka sem hafa verið stofnuð til að berj- ast fyrir hugsjónum hennar. Christopher Hitcens lést fyrir skömmu en hann var áhrifamikill og umdeildur rithöfundur og blaðamaður sem skrifaði fyrir marga fréttamiðla, auk þess að vera höfundur tólf bóka. Ekkja hans tekur við viðurkenningunni. Bók rithöfundarins og friðarsinnars Jonh Perk- ins, Confessions of an Economic Hit Man, vakti mikla athygli þegar hún kom út. Hún fjallar um alþjóðleg spillingaröfl sem Perkins segir soga til sín auðlindir fátækra þjóða. Hann tekur við við- urkenningunni hér. Þá hefur Yoko Ono, í sam- starfi við Amnesty International, þegar veitt rúss- nesku femínistunum í Pussy Riot viðurkenningu úr friðarsjóðnum. Lady Gaga getur breytt heiminum „Þegar ég lít í kringum mig sé ég svo marga sem standa í allrahanda friðarbaráttu víða um heim og við þurfum á þeim að halda,“ segir Ono. Hún segist eiga mörgu þessu fólki skuld að gjalda, til að mynda hafi bók John Perkins haft mikil áhrif á sig eins og fjölda annarra. „Það þurfti mik- ið hugrekki til að gefa þessa bók út á sínum tíma. Hún kom illa við marga en hjálpaði líka öðrum. Rachel Corrie barðist fyrir málstað sem hún trúði á og barátta hennar heldur áfram. Lady Gaga er frægasti söngvari og lagahöf- undur samtímans. Það er erfitt að vera í slíkri stöðu því mjög margir vilja hafa áhrif á hana. En í stað þess að óttast þetta álag þá er hún virk í margskonar baráttu og á hrós skilið fyrir það.“ Ono segist vilja nota verðlaunin til að benda á slíkt, á fólk sem hikar ekki við að berjast fyrir málstað sem það trúir á. „Það er erfitt fyrir fólk eins og Lady Gaga að standa fyrir máli sínu. Það kann að virðast auðvelt en sú er ekki raunin. En Lady Gaga er svo þekkt að það sem hún segir getur haft mikil áhrif og breytt heiminum.“ Tvö þeirra sem hljóta viðurkenningu núna eru látin, þau Corrie og Hitchens, en með viðurkenn- ingunni vill Ono halda baráttumálum þeirra og hugmyndum á lofti. „Ég vildi að ég hefði getað veitt Rachel Corrie verðlaunin fyrir löngu, en ég næ að afhenda þau núna, og það er áhugavert hvað foreldrar hennar virðast vera líkir Rachel. Þau settu á fót stofnun til að hjálpa öðrum,“ sem Ono. Varðandi við- urkenninguna sem hún veitti rússnesku femínist- unum í Pussy Riot á dögunum, segir hún að við eigum öll að hafa frelsi til að segja það sem okkur býr í brjósti og því hafi verið mikilvægt að styðja við baráttu Pussy Riots-hópsins í Rússlandi. Ánægð með að afhenda hér Þegar Ono er spurð að því hvort hún sé alltaf að svipast um eftir verðugum verðlaunahöfum, seg- ist hún fyrst hafa veitt tveimur einstaklingum við- urkenninguna, listamönnum frá Palastínu og Ísr- ael, næst hafi tveir eða þrír fengið verðlaunin en nú hljóta fimm þau saman. „Ég reyni að gera eins mikið og ég get og vekja athygli á mikilvægum baráttumálum,“ segir hún. „Baráttufólkinu fer fjölgandi og ég trúi því að okkur muni takast að gera heiminn betri.“ Og Ono heldur áfram að koma hingað til lands á hverju hausti, til að afhenda viðurkenningarnar. „Er það ekki ánægjulegt?“ spyr hún og ljómar upp. „Ég er svo ánægð með að við skulum geta af- hent viðurkenningarnar hér. Hér býr þjóð sem trúir á heilbrigði hugar og líkama; hér er hreint vatn, hreint loft og hreint land.. Það kann að hljóma einfalt en sú er alls ekki raunin, í sam- anburði við önnur lönd.“ Í kvöld klukkan 20 er síðan komið að árlegri tendrun Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey og vill hún heiðra með því minningu friðarsinna í fortíð, nútíð og framtíð. „Mér finnst mikilvægt að nú verði kveikt á Friðarsúlunni. En það þarf líka að varpa ljósi á mörg leyndarmál heimsins, því þá hætta þau að vera falin,“ segir baráttukonan Yoko Ono. Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan „Lady Gaga er svo þekkt að það sem hún segir getur haft mikil áhrif,“ segir Yoko Ono. „Baráttufólkinu fer fjölgandi“  Lady Gaga er meðal þeirra sem hljóta viðurkenningu úr LennonOno- friðarsjóðnum  Yoko Ono vill varpa ljósi á mörg leyndarmál heimsins Maður sem hefur viðurkennt að hafa skrifað með svörtum tússpenna á málverk bandaríska mynd- listarmannsins Marks Rothkos (1903-1970) í Tate Modern-safninu í London um helgina, sagði í samtali við blaðamann The Times að um „listræn- an gjörning“ hefði verið að ræða. Rothko var einn kunnasti myndlistarmaður 20. aldar og eru málverk hans afar verðmæt. Verkið sem skemmt var er ein hinna svokölluðu Seag- ram-veggmynda, sem Rothko málaði árið 1958 fyrir veitingastaðinn Four Seasons í New York. Listamaðurinn gaf Tate-safninu verkin ári fyrir dauða sinn og eru þau sýnd saman í einum sal, eins og Rothko mælti fyrir um. Vitni hafa lýst því hvernig maður á þrítugsaldri, sem hafði setið í salnum og horft á verkin, stóð skyndilega upp, gekk að því sem kallast „Black on Maroon“ og var búinn að skrifa í horn eins þess áður en nokkur hafði áttað sig. Úr skriftinni má lesa að aðgerðin tengist listhreyfingu sem tveir nafn- greindir menn standa að. Leikritið Rautt, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, fjallar um Rothko er hann vann að Seagram-veggverkunum. efi@mbl.is Mikilfengleg Gestir í Tate Modern-safninu dást að verkum Rothkos. Tússaði á Rothko-verk Skemmdirnar eru á horni verksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.