Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhverjum nákomnum þér finnst hann þurfa að keppa við þig. Reyndu að skipuleggja tíma þinn sem best og gefðu þér tíma líka fyrir hugðarefni þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborð- inu skaltu ekki láta blekkjast. Ekkert er eins pirrandi og að vera óviðbúin/n þegar mögu- leikarnir bjóðast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rétt fyrir fullt tungl og meðan á því stendur er eins og vandamálin magnist og hrannist upp. Maki vill halda sínu fyrir sig. Gefðu honum pláss til þess. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert heltekin/n af ferðaþrá í dag, vilt skoða þig um í heiminum. Farðu vel með tíma þinn og veldu vini þína af kostgæfni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ekkert athugavert við leitina að kyrrð og ró – þú þarft ekki að vera með sam- viskubit. Njóttu þess að vera með vinum þín- um og kunningjum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur tækifæri til þess að læra sitt- hvað um sjálfa/n þig með því að gaumgæfa samskipti þín við aðra í sama stjörnumerki. Gefðu þér tíma til að slaka á áður en lengra er haldið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun sem snertir sameign eða sameig- inlega hagsmuni. Orðspor þitt er mikilvægara en peningar í banka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Á degi sem þessum er gott að staldra við og líta fram á veg. Og ótrúlegt en satt, þá þarftu ekki að kaupa neitt til þess. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Um leið og þú gleðst yfir vel unnu verki ertu í þeirri öfundsverðu aðstöðu að klappað er fyrir þér. Já, sá dagur mun koma að þú lítur ánægð/ur um öxl. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í sólinni er upplagt að bregða á leik með ungviðinu og næra sjálfan sig um leið. Mundu ætíð að hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir sýnast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fólk tekur aðrar ákvarðanir en þú býst við og það hefur bein áhrif á þig. Einhver vill kynnast þér nánar en þú tekur ekki eftir neinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Til að eiga góð samskipti við aðra í dag þarftu að hafa ríka dómgreind og bera virðingu fyrir öðrum. Ef einhver mistök hafa verið gerð má draga af þeim lærdóm fyrir framtíðina. Lán í óláni“ nefnist vísnakversem Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri og úrvalshag- yrðingur, hefur sent frá sér. Í bók- inni er „sýnishorn úr skárri kant- inum“ af kveðskap sem hefur að mestu orðið til á síðustu 15 til 20 árum. Að uppistöðu til eru þetta tækifærisvísur og fylgja útskýr- ingar með frá höfundi, þar á meðal við fyrstu vísuna: „Mér gengur misjafnlega að standa við heit- strengingar mínar. Við þessa hef ég þó staðið að mestu: Mottó hef ég aðeins eitt í öllu vísnastriti; það er að yrkja aldrei neitt af alvöru né viti.“ Það vita allir að kveðskapur Hjálmars er bæði snjall og hnytt- inn og skýringarnar gera bókina skemmtilegri, eru hvorki of né van. Hér er annað sýnishorn: „„Heimskt er heima alið barn,“ segir mál- tækið. Til að reyna að draga úr heimsku minni dvaldi ég vorið 2003 tvær vikur á sælueyjunni Krít: Ögn ég vitkast við það hlýt, er víða um heiminn fer ég. Eftir að ég kom frá Krít krítiskari er ég. Tveim árum síðar heimsótti ég Krít aftur og þá varð til önnur vísa í sama dúr: Á mínum ferðum margt ég lít merkilegt og sniðugt, eftir að ég kom frá Krít kríta ég oftar liðugt.“ Það má segja um Hjálmar að kveðskapur hans verði oftar fleyg- ur en kveðskapur annarra manna og oft fer hann eins og eldur í sinu á netinu, þó að ekki sé höfundur alltaf nafngreindur. Og Hjálmar á til mörg vopn í vopnabúri sínu, oft er hann beittur: „Síðustu ár hafa menn tekið upp heldur sér- kennilega siði í miðborg Reykja- víkur við hátíðleg tækifæri: Hrapallega held ég þá á hálu svelli, sem tíðast hafa egglos á Austurvelli.“ Vísa Egils Jónassonar misrit- aðist í Vísnahorni á dögunum. Svona er hún rétt: Áður rann Laxá hrein í haf við hrifningu Þingeyinga. Nú lyppast hún áfram lituð af leirburði Mývetninga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Láni í óláni, vísnastriti og Krítískum kveðskap eftir Jim Unger „VIÐ ERUM MEÐ TAKMÖRKUÐUSTU ÁBYRGÐINA Í BÆNUM.“ HermannÍ klípu „OKKUR MIÐAR ÁGÆTLEGA. NÚ ÞARFT ÞÚ BARA AÐ LÆRA AÐ SEGJA „NEI“ ÞANNIG AÐ ÞÚ SÉRT EKKI LAMINN FYRIR ÞAÐ.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa á leikinn saman og styðja liðið hans. BERGMÁLS- BJARG ÞÚ ÞARFT AÐ SEGJA EITTHVAÐ FYRST, BJÁNI. BERGMÁLS- BJARG BERGMÁLS- BJARG POLLÝ VILL KEX! EF ÞÚ ÁTT SMÁ OST, OG KANNSKI FLÖSKU AF GÓÐU RAUÐVÍNI, ÞÁ VÆRI ÞAÐ EKKERT SLOR HELDUR. Það skal ég segja þér, Víkverjiminn góður, að þessi þjóð hefur ekkert lært af reynslunni og mis- tökunum og mun aldrei læra. Það er allt að fara í sama farið og fyrir hrun. Þessi þjóð er á beinni leið til helvítis!“ Þannig komst gamall félagi Vík- verja að orði þegar fundum þeirra bar saman í kjörbúð fyrir helgi. Fé- lagi þessi mun seint skipa sér á bekk með bjartsýnustu sonum þessarar þjóðar en Víkverji minnist þess samt ekki að hann hafi kveðið svo afdráttarlaust að orði áður. Síð- an tók hann snúning á Alþingi Ís- lendinga, sem á sér víst ekki við- reisnar von, og stjórnmálaflokkana sem ku vera hver öðrum verri. Vart má á milli sjá, að dómi félagans, hvort er verra, stjórn eða stjórn- arandstaða. Svo er enginn trúverð- ugur leiðtogi í sjónmáli, sem hrifið getur þjóðina með sér og eggjað til góðra verka á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki í neinum flokki. Víkverji staulaðist hálfvankaður heim eftir þessa ádrepu og þakkaði sínum sæla fyrir að komin var helgi. Þá hefði hann svigrúm til að ná vopnum sínum aftur áður en haldið yrði til vinnu. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að vera á beinni leið til helvítis! x x x Tendrað verður á Friðarsúlunni,sem tileinkuð er minningu Bít- ilsins Johns heitins Lennons, í Við- ey í kvöld. Er það vel. Víkverji féll svo sem ekkert í stafi yfir uppátækinu í upphafi (enda þótt hann hefði ekkert á móti því) en finnst téð súla setja skemmtilegri svip á borgina með hverju árinu. Þegar hann var á ferð í Kollafirðinum á dögunum og horfði yfir sundin stóð hann sig meira að segja að því að hlakka í fyrsta sinn formlega til þess að tendrað yrði á súlunni. Mögulega er kappinn að meyrna með aldr- inum. En er Friðarsúlan annars ekki táknræn? Það er alltaf ljós í myrkr- inu, sama hversu dimmt og þykkt það er, enda þótt sumir komi ekki auga á það. Eða er Víkverji hugs- anlega alveg gaga? víkverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Ég vil gleðjast og fagna yfir þér, lof- syngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. (Sálmarnir 9:2-3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.