Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Ertu þreytt á að vera þreytt? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Á sama tíma og reynt er aðþvinga Íslendinga inn í Evr- ópusambandið með ýmsum miður geðfelldum að- ferðum hefur viðhorf al- mennings inn- an sambands- ins sjálfs verið að snúast gegn því.    Í Bretlandi er þrýstingurinn fráalmenningi til að mynda slíkur að stjórnvöld ræða ýmsar leiðir til að endurheimta hluta þess sjálfs- forræðis sem þau hafa afsalað sér til Brussel. Vandinn er hins vegar sá að Bretland er komið inn og jafn- vel sú öfluga þjóð má sín lítils gegn þeim þunga straumi sem þrýstir í hina áttina.    Þess vegna er harla ólíklegt aðglatað fullveldi endurheimtist þó að um slíkt sé rætt heima fyrir.    Frakkar eru líka óánægðir og núsýna kannanir að ef þeir væru spurðir myndu 64% hafna Maast- richt samningnum sem þeir sam- þykktu naumlega fyrir tveimur áratugum.    Ógæfa Frakka er hins vegar súsama og annarra; sá sem er einu sinni kominn inn getur sig hvergi hrært og er aldrei spurður aftur.    Almenningur í báðum þessumstóru ríkjum mundi að öllum líkindum vilja breyta stöðu þeirra gagnvart ESB og endurheimta að minnsta kosti hluta þess fullveldis sem þau hafa afsalað sér.    Dettur einhverjum í hug að ís-lenskur almenningur yrði áhrifameiri innan ESB en sá breski eða franski? Almenningur má sín lítils STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 4 alskýjað Kirkjubæjarkl. 6 skýjað Vestmannaeyjar 5 rigning Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 9 alskýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 skúrir Dublin 11 skýjað Glasgow 12 skýjað London 12 súld París 17 súld Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 12 skýjað Berlín 12 skýjað Vín 13 léttskýjað Moskva 6 skúrir Algarve 23 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 heiðskírt Róm 25 léttskýjað Aþena 26 skýjað Winnipeg 5 skúrir Montreal 10 léttskýjað New York 11 heiðskírt Chicago 11 heiðskírt Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:02 18:29 ÍSAFJÖRÐUR 8:12 18:29 SIGLUFJÖRÐUR 7:55 18:12 DJÚPIVOGUR 7:33 17:57 Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, lét skyndilega af störfum í gær. Páll Magnússon út- varpsstjóri staðfesti að Sigrún hefði beðist lausnar frá starfi í gærmorg- un. Hún gegndi starfi dagskrárstjóra sjónvarps annars vegar og dag- skrárstjóra Rásar 1 og Rásar 2 hins vegar. Störfin verða auglýst síðar í þessari viku að sögn Páls. Þar til ráðið verður í stöðurnar gegnir Bjarni Guðmundsson starfi dag- skrárstjóra sjónvarps og Margrét Marteinsdóttir starfi dagskrárstjóra útvarps. Sigrún vildi ekkert tjá sig um ástæður þess að hún hefði óskað eftir að láta af störfum þegar eftir því var leitað í gær. Útvarps- stjóri vildi heldur ekkert segja um brotthvarf Sig- rúnar. „Ég hef það fyrir sið að tjá mig ekki um mál- efni sem varða einstaka starfsmenn og held mig við það,“ sagði Páll í gær. Sigrún Stefánsdóttir Baðst skyndilega lausnar Skúli Hansen skulih@mbl.is Lagt var fram bréf frá Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda á fundi forsætis- nefndar Alþingis í gær en í bréfinu út- skýrir Sveinn hvers vegna dregist hefur að leggja fram skýrslu um fjár- hagsupplýsingakerfi ríkisins. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, forseta Alþingis, var málið tekið fyrir í forsætisnefnd og því frestað þar sem menn höfðu ekki haft tök á að fara yfir gögn sem lágu fyrir á fundi nefndarinnar í gær. „Bréfið barst rétt fyrir fundinn þannig að það var ákveðið að nefndin fengi ráðrúm til þess að skoða bréfið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og 4. varaforseti Alþingis. Að sögn Sig- urðar var rætt um það á fundi nefnd- arinnar í gær að finna tíma fyrir ann- an fund síðar í þessari viku til þess að ræða umrætt bréf nánar. Aðspurður hvort einhverjar umræður hafi skap- ast um bréfið á fundinum í gær segir Sigurður Ingi: „Nei, í sjálfu sér ekki. Menn voru sammála um að þetta væri nokkuð veigamikið bréf þannig að það væri ósanngjarnt að reyna að spæna í gegnum það á takmörkuðum tíma og taka umræðu um það. Það væri betra að fá ráðrúm til að lesa það í einrúmi.“ Að svo stöddu vildi Sveinn Arason ekki afhenda fjölmiðlum bréfið sem hann sendi nefndinni, vildi hann áður gefa forsætisnefnd tækifæri til að fara yfir efni þess. Átta skýrslubeiðnir frá 2007 Í fréttatilkynningu sem birtist á vef Ríkisendurskoðunar í gær kemur fram að stofnuninni hafi borist sam- tals átta skýrslubeiðnir frá Alþingi síðan í ársbyrjun 2007, einni beiðninni hafi verið hafnað en hinum sjö beiðn- unum hafi öllum nema einni verið svarað með fullbúinn skýrslu. Þá seg- ir einnig í tilkynningunni að um þess- ar mundir séu fimmtán skýrslur í vinnslu hjá stofnuninni. Ríkisendurskoðun sendi frá sér til- kynninguna í kjölfar þess að Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn á Alþingi um skýrslubeiðnir þess til Ríkisendurskoðunar og afdrif þeirra. Útskýrði dráttinnHæstiréttur ógilti í gær úrskurðHéraðsdóms Suðurlands um 30 daga gæsluvarðhald yfir karlmanni sem gerði tilraun til að leggja eld að lögreglustöð Selfoss fyrir viku. Lög- reglan á Selfossi hefur þurft að hafa afskipti af manninum í 124 skipti undanfarna sex mánuði. Hæsta- réttar segir að ekki séu færð viðhlít- andi rök eða gögn til stuðnings þeirri staðhæfingu að hætta á elds- voða sé yfirvofandi af völdum mannsins. Að auki verði honum ekki gert að sæta varðhaldi með vís- an til þess að vergangur hans valdi íbúum Selfoss ama. Ógilti úrskurð um 30 daga gæsluvarðhald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.