Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Stofnun Geð- heilsustöðvar Breið- holts er einn liður í þróunarverkefni Reykjavíkurborgar sem gengur út á að bæta og efla þjón- ustu við einstaklinga sem greindir eru með geðsjúkdóm og fjölskyldur þeirra. Verkefninu er einnig ætlað að skila sér í heildrænni þjónustu í nærumhverfi með skilgreindu samstarfi Heimaþjónustu Reykja- víkur og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Með samstarfi þessara tveggja stofnana og með stofnun Geðheilsustöðvarinnar er stefnt að því að bæta þjónustu við ein- staklinga með geðraskanir, nýta betur fagþekkingu starfsmanna ásamt því að leitast við að leita leiða til að auka samstarf allra stofnana í nærumhverfinu. Til að styðja við þróun Geð- heilsustöðvarinnar var stofnaður stýrihópur. Í honum eru fulltrúar frá embætti landlæknis, geðsviði Landspítalans, aðalskrifstofu Vel- ferðarsviðs, Þjónustumiðstöð Breiðholts og Heimaþjónustu Reykjavíkur. Geðheilsustöð Breið- holts leggur áherslu á að veita gæðaþjónustu samkvæmt við- urkenndri þekkingu og mun starfa eftir batahugmyndafræði eða „recovery model“. Með bata- hugmyndafræði er einstaklingum leiðbeint að vinna með tilfinn- ingar sínar og aðstæður. Honum er mætt á jafnréttisgrundvelli ásamt því að virðing og við- urkenning er höfð að leiðarljósi. Innan Geðheilsustöðvarinnar er starfandi geðteymi sem stofnað var árið 2004. Geðteymið er þver- faglegt teymi sem í starfa hjúkr- unarfræðingur, geðhjúkr- unarfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraliðar og sálfræðingur. Eitt af meginmarkmiðum með þjón- ustu teymisins er að styðja þá einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem þurfa eftirfylgni og stuðning þverfaglegs teymis til að takast á við daglegt líf. Þjónusta geðteym- isins fer fram með viðtölum eða heimavitjunum. Þjónusta geð- teymisins mun ná út fyrir Breið- holt og mun geðteymið því einnig þjónusta Grafarvog, Grafarholt og Árbæ. Sækja þarf um þjónustu geðteymisins á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Til að auka þjónustu við íbúa Breiðholts þá mun þann 11. októ- ber verða opnað fyrir símaráðgjöf Geðheilsustöðvarinnar. Þjónustan er fyrir þá sem þurfa ráðgjöf og upplýsingar um úrræði og leiðir sem eru í boði fyrir einstaklinga með geðrænan vanda eða að- standendur þeirra. Ráðgjafarsím- inn er opinn fjórum sinnum í viku. Geðheilsustöðin mun einnig standa fyrir reglulegri fræðslu fyrir nærsamfélagið og lögð verð- ur áhersla á að standa að fræðslunni í samvinnu við fagfólk og notenda- og hagsmunasamtök geðsjúkra. Geðheilsustöð Breiðholts – Ný nálgun og nýjar leiðir Eftir Sigríði Hrönn Bjarnadóttur og Berglindi Magn- úsdóttur » Geðteymið er þver- faglegt teymi sem í starfa hjúkrunarfræð- ingur, geðhjúkrunar- fræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraliðar og sálfræð- ingur. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir Sigríður er geðhjúkrunarfræðingur MS. Berglind er forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur Berglind Magnúsdóttir Erfitt er að átta sig á þeim forsendum sem lágu að baki skiptingu Álftanes- hrepps hins forna í Garðahrepp og Bessastaðahrepps ár- ið 1878. Þegar rýnt er í sögulegar heim- ildir verður helst sú ályktun dregin að rígur milli höfðingj- anna séra Þórarins Böðvarssonar í Görðum og Gríms Thomsen, skálds og bónda að Bessastöðum, hafi verið und- irrótin. Hæg voru heimatökin hjá þeim þar sem báðir áttu sæti á Alþingi. Víst er að íbúar á svæð- inu voru ekki spurðir um viðhorf sitt til skiptingarinnar. Óhagræði af skiptingu hrepps- ins varð til þess að óformlegar viðræður hófust snemma um hugsanlega sameiningu. Þannig var t.d. haldinn fjölsóttur fundur í samkomuhúsinu á Garðaholti árið 1921. Af fundargerðabókum að dæma kom þar fram almennur vilji á sameiningu. Á þessum tíma var mikil fátækt á svæðinu og báðir hrepparnir höfðu þunga framfærslu. Sameiningarmálin dagaði uppi fyrst og fremst vegna þess að fyrir lá að skipting framfærslunnar yrði flókin og tímafrek. Á þessum tíma var af- koma best á bæjunum „ofan hrauns“ þ.e. Arnarnesi, Hofs- stöðum, Vífilsstöðum og Urr- iðakoti og kann að vera að það hafi ráðið nokkru um að ein- hugur var ekki um málið í Garðahreppi. Mikil og góð samvinna Mjög mikil og góð samvinna var áfram meðal fólksins í hrepp- unum tveimur og hefur raunar alla tíð verið. Má þar sérstaklega nefna til skólamál en sú sam- vinna hefur haldist alla tíð og birtist nú m.a. í sameiginlegri að- komu sveitarfélaganna að Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Bessastaðakirkja var og er út- kirkja frá Görðum og er þjónað af prestum Garðaprestakalls. Um langt skeið starfaði öflugt sam- eiginlegt búnaðarfélag í hrepp- unum og á síðari tímum hafa ým- is félög og klúbbar starfað þar sameiginlega. Nýjasta dæmið um góða samvinnu er rekstur á hinu nýja hjúkrunarheimili á Sjálandi en það verð- ur rekið sameiginlega af Garðabæ og Álfta- nesi. Sameiningarmálin hafa stöðugt blundað undir niðri. Árið 1993 áformaði ríkisstjórn Davíðs Oddssonar víðtækar sameiningar sveitarfélaga um land allt. Fram fór íbúa- kosning um sameiningu Garða- bæjar og Bessastaðahrepps. Sam- einingin var samþykkt í Garðabæ en naumlega felld í Bessa- staðahreppi. Kjörsókn var reynd- ar lítil. Fimm árum síðar var rætt var um sameiningu sveitar- félaga á svæðinu undir yfirskrift- inni: „Eitt sveitarfélag til mót- vægis við Reykjavík.“ Aldamótaárið voru hafnar við- ræður sveitarfélaga sunnan Reykjavíkur að frumkvæði Bessa- staðahrepps og þá sérstaklega um sameiningu Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Málið féll um sjálft sig þegar ekki reyndist ein- hugur um það í hreppsnefnd Bessastaðahrepps. Sveitarfélagið Álftanes varð svo til hinn 17. júní 2004. Eitt menningarsamfélag Að framansögðu má ljóst vera að rök fyrir aðskilnaði hreppanna árið 1878 voru engan veginn eðli- leg og tilviljun réði hreppamörk- um öðru fremur. Svæðið hefur verið – og er í raun enn – eitt samfélag í landfræðilegu og menningarlegu tilliti. Fjárhags- staðan nú er ekki fyrirstaða við sameiningu eins og rakið er í skýrslu undirbúningsnefndar. Þess vegna segi ég já við sam- einingu Garðabæjar og Sveitarfé- lagsins Álftaness í kosningunum hinn 20. október næstkomandi. Álftanes og Garða- bær eru eitt menn- ingarsamfélag Eftir Erling Ásgeirsson Erling Ásgeirsson » Svæðið hefur verið – og er í raun enn – eitt samfélag í land- fræðilegu og menning- arlegu tilliti. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Senn líður að skoð- anakönnun ríkisstjórn- arinnar um tillögur stjórnlagaráðs. Búið er að senda út bækling til alla landsmanna til að upplýsa málið. Ég er búinn að spyrja marga máls- metandi menn um hvort ég eigi að fara á kjörstað eða sitja heima þar sem ég hef enga trú á því að þessi atkvæða- greiðsla leiði til einhverrar nið- urstöðu sem ég vil una. Ég veit ekki betur en að Alþingi eitt geti breytt stjórnarskránni með kosningum milli þátta. Það hefur gert breytingar nokkrum sinnum þó að mér finnist aldrei hafa verið gert nóg að skertum atkvæðisrétti mínum. Nú skal Al- þingi hvatt til dáða eft- ir forskrift stjórnlag- aráðs. Þessir menn sem ég hef spurt hafa sagt mér að þeir ætli að mæta og segja nei við fyrstu spurningu. Það sem vefst fyrir mér er það hvort megi svara næstu spurn- ingum ef segir þú nei við þeirri fyrstu? Telst atkvæði þitt vera já-atkvæði svarir þú einhverjum öðrum spurn- ingum? Þú viljir að tillögur stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórn- arskrá því þú hafir greitt atkvæði um tillögur þess um einstök atriði eins og þjóðkirkju eða persónukjör? Alveg sama þó að þú hafir greitt atkvæði gegn tillögunum í heild í fyrstu spurningu? Getur einhver svarað þessu svo óyggjandi sé? Dr. Kristján Ingvarsson lagði málið upp einhvern veginn svona í grein hér í blaðinu: 1) Kemur til greina að velja gos- drykk? Svaraðu já eða nei. Ef þú vilt ekki velja gosdrykk þá svarar þú nei. 2) Ef þú veldir gosdrykk myndir þú vilja appelsín frekar en malt? Svaraðu já eða nei. Ef þú hefur svarað seinni spurn- ingunni þá hefur þú haft skoðun á mögulegu gosdrykkjavali. Þú hefur ekki útilokað að þú viljir gosdrykk einhvern tíman. Þú hefur þá svarað fyrstu spurningunni aftur um að val á gosdrykkjum geti komið til greina. Þú hefur svarað henni með já þó þú hafir sagt nei. Þú velur mögulega gosdrykk. Er ekki haldið að karlmönnum að nei þýði nei? Heyrist sumum ekki nei vera já? Ef kirkjunnar maður vill segja nei við drögunum en getur ekki stillt sig um að hafa skoðun á spurningunni um þjóðkirkjuna, hvernig telst hann hafa svarað? Eða persónukjöri eða þjóðaratkvæði? Verð ég ekki að fá svör við þessu áður en ég þori á kjörstað? Getur maður ekki annars klúðrað þessu? Já eða nei? Eftir Halldór Jónsson »Eru spurningar um tillögur stjórnlaga- ráðs einhlítar? Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.