Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við erum mjög ánægð með nýaf- staðna hátíð og ekki síst hina mikla aðsókn. Ég held að okkur hafi tekist að skapa skemmtilega stemningu í borginni, enda voru gestir hátíð- arinnar, jafnt innlendir sem erlendir, allajafna afar ánægðir með dag- skrána,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík (RIFF). Aðspurð segir Hrönn endanlegar töl- ur frá miðasölunni ekki liggja fyrir, en að reikna megi með að tæplega 30 þúsund gestir hafi sótt hátíðina í ár. „Til samanburðar voru gestir RIFF um 26 þúsund í fyrra. Það var upp- selt á mjög margar sýningar, sem hefur auðvitað gerst áður, en ekki í sama mæli og núna,“ segir Hrönn og tekur fram að mjög ánægjulegt sé að hátíðin virðist höfða til allra aldurs- hópa þó ungt fólk sé vissulega enn í meirihluta meðal gesta. Segir hún einnig ánægjuefni að sífellt fleiri gestir kjósi að fjárfesta í hátíðar- passa og reyni að sjá jafnvel fjórar til fimm myndir á dag þann tíma sem hátíðin stendur. Spurð hvort einhverjar myndir há- tíðarinnar verði teknar til almennra sýninga segist Hrönn vita að inn- lendir dreifingaraðilar hafi tryggt sér réttinn á nokkrum myndum. Þannig verði myndin The Hunt eftir Thomas Vinterberg sýnd áfram auk þess sem sennilegt sé að norska myndin Kon Tiki verði sýnd sem og heimildarmyndin um Woody Allen og Skepnur suðursins villta (Beasts of the Southern Wild) sem vann aðal- verðlaun hátíðarinnar, Gullna lund- ann. RIFF heldur til Rómar Spurð hvað nú taki við segir Hrönn undirbúning fyrir hátíðina að ári, sem verður sú tíunda í röðinni, þegar farinn af stað. „Enda veitir ekki af heilu ári til að skipuleggja há- tíð af þessari stærðargráðu. Auk þess er mikilvægt að vinna að því að tryggja betur fjárhagsgrundvöll há- tíðarinnar með framlögum frá ríki, borg og fleirum,“ segir Hrönn og tekur fram að næsta skref sé hins vegar að fara til Rómar því kvik- myndahátíðin RIFF í Róm fer fram dagana 29. október til 1. nóvember. „Við erum þessa dagana að klára að ganga frá dagskránni, en sýndar verða þrettán íslenskar myndir í fullri lengd og tvö stuttmyndapró- grömm,“ segir Hrönn. Meðal mynda sem sýndar verða úti eru opn- unarmynd RIFF í ár, Drottningin af Montreuil eftir Sólveigu Anspach, Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sig- urðsson, heimildarmyndin Síðustu dagar heimskautsins eftir Magnús V. Sigurðsson og Gnarr eftir Gauk Úlf- arsson. „RIFF í Róm verður vonandi til þess að styrkja menningartengslin milli Reykjavíkur og Rómar enn frekar, ásamt því að auka með mark- vissum hætti útflutning á íslenskri menningu til Ítalíu.“ Aðsókn jókst enn Morgunblaðið/Kristinn Stemning „Ég held að okkur hafi tekist að skapa skemmtilega stemningu í borginni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.  Stjórnandi RIFF lýsir ánægju með nýafstaðna hátíð Kvikmyndin Skepnur suðurs- ins villta (Beasts of the Southern Wild) eftir banda- ríska leikstjórann Benh Zeitlin hlaut Gullna lundann, aðal- verðlaun Alþjóð- legrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík (RIFF), á loka- degi hátíðarinnar sl. sunnudag. Verðlaunaafhendingin fór fram í Eldborg Hörpu. Gagnrýnendaverðlaun FI- PRESCI voru veitt myndinni Smá- stirni (Starlet) eftir bandaríska leik- stjórann Sean Baker. Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar voru veitt myndinni Nágrannar Guðs (Ha-Masgihim) eftir ísraelska leikstjórann Meni Yaesh. Umhverf- isverðlaun runnu til myndarinnar Lifi Andpólarnir! (¡Vivan las Antipo- das!) eftir leikstjórann Viktor Kossakovsky. Áhorfendaverðlaun, sem kosið var um á mbl.is, runnu til myndarinnar Drottningin af Montreuil (Queen of Montreuil) eftir Sólveigu Anspach. Stuttmyndin Segldúkur (Sailcloth) eftir leikstjórann Elfar Aðalsteins var valin besta íslenska stuttmyndin og fékk verðlaun í nafni Thors Vil- hjálmssonar. Mynd Matthews Ham- metts Knotts, Á þessari eyju (On this Island), fékk Gullna eggið, en verðlaunin voru veitt mynd þátttak- anda í Kvikmyndasmiðju RIFF. Björk afhenti sænska tónskáldinu Fredrik Emilson Hörpuverðlaunin fyrir bestu kvikmyndtónlist nor- rænna kvikmynda.Verðlaunin fékk Emilson fyrir tónlistina í Konungs- djásnin (Kronjuvelerna). Tónlist Sænska tónskáldið Fredrik Emilson tók við Hörpuverðlaununum fyrir bestu kvikmyndatónlist norrænna kvikmynda úr hendi Bjarkar. Gullni lundinn veittur Skepnum Stuttmynd Vigdís Finnbogadóttir afhenti Elfari Aðalsteinssyni verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Á milli þeirra er Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Express. Radium Cheung, kvikmyndatöku- maður og með- framleiðandi Starlet.  Hörpuverðlaunin féllu Svíum í skaut TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR VINSÆLASTA MYND LANDSINS 35.000 MANNS! 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS TAKEN 2 KL. 6 - 8 - 10 16 SAVAGES KL. 10 16 DJÚPIÐ KL. 6 - 8 10 - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN- J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV- H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 4 - 6 L TAKEN 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 16 TAKEN 2 LÚXUS KL. 8 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DJÚPIÐ LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.10 16 RESIDENT EVIL KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 THE WATCH KL. 5.40 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 RESIDENT EVIL KL. 8 - 10.10 16 INTOUCHABLES KL. 8 - 10.30 L TAKEN 2 Sýnd kl. 8 - 10 FUGLABORGIN 3D Sýnd kl. 6 SAVAGES Sýnd kl. 10:15 DJÚPIÐ Sýnd kl. 6 - 8 - 10 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI SÍÐUSTU SÝNINGAR! -T.V - Kvikmyndir.is/Séð og Heyrt HHHH -Þ.Þ., Fréttatíminn HHHHH - J.I., Eyjafréttir.is HHHHH - H.H., Rás 2 HHHHH - H.S.S., Morgunblaðið HHHH - H.V.A., Fréttablaðið HHHH - K.G., DV Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 10 12 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð L 16 16 TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.