Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Íhygli Í erli dagsins er hverjum manni hollt að staldra við öðru hverju og gefa sér tíma til að hugleiða. Þessi íhuguli maður lét ekki bílaumferðina raska ró sinni þegar hann beið eftir strætisvagni í miðbæ Kópavogs. Eggert Nokkur umræða hefur skapast um fjármál stjórnmálaflokka og ein- stakra frambjóðenda. Hefur þar sitt sýnst hverjum eins og von er, enda málið mikilvægt og snýr að grundvelli stjórn- málastarfs í landinu. Árið 2007 voru gerðar breyt- ingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka þar sem möguleikar þeirra til að fjármagna sig sjálfir voru skertir en þess í stað var aukið við framlag úr rík- issjóði til þeirra. Nú fimm árum síðar er komin nokkur reynsla á þetta fyr- irkomulag. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp rök þeirra sem hafa áhyggjur af því að verið sé að ríkisvæða stjórnmálaflokka landsins. Tillögur Eyjólfs Konráðs Árið 1975 lagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins, fram tillögur á Alþingi um bókhalds- og framtalsskyldu stjórn- málaflokka. Jafnframt lagði hann til að almenningi yrði heimilað að styrkja stjórnmálaflokka og að þau framlög nýttust til frádráttar frá skatti. Eyjólf- ur var á móti ríkisstyrkjum til stjórn- málanna og var þeirrar skoðunar að ef ríkið kostaði starfsemi þeirra jafngilti það þjóðnýtingu þeirra. Sú hætta var að mati Eyjólfs raunverulega að ef rík- ið færi að styðja stjórnmálaflokka leiddi það til stöðnunar og afbökunar á lýðræðinu. Í ræðu á Alþingi sem Morg- unblaðið birti segir Eyjólfur: „Hollt er líka að menn hugleiði það að rík- isframlög til stjórnmálaflokka eru lík- leg til að leiða til stöðnunar. Þá gætu stjórnmálamennirnir, einmitt þeir sem með völdin fara, þeir sem tekist hefur að búa um sig í ríkiskerfinu, ákveðið að viðhalda stöðnuðum flokkum með ótak- mörkuðum fjármunum, sem frá alþýðu væru teknir, án þess að spyrja kóng né prest og meiri hlutinn á Alþingi gæti með þeim hætti mismunað flokkum og kæft nýgræðing.“ Ekki þarf frekari orð um þetta, en rétt að minna á að það er meðal annars hlutverk stjórnmálaflokkanna að hafa eftirlit með ríkinu og beitingu valds þess. Ef stjórnmálaflokkarnir eru of háðir ríkinu um fjármuni er hætta á að það dragi úr þessu eftirliti og það snú- ist jafnvel við, ríkið fari að hafa eftirlit með stjórnmálaflokkunum. VG í feitt Vinstri grænir höfðu fyrir setningu laganna 2007 ekki úr miklum fjár- munum að spila. En laga- setningin var mikil himnasending fyrir flokk- inn enda nær tvöföld- uðust tekjur Vinstri grænna á því ári. Reynd- ar fimmfölduðust skuld- irnar á sama tíma ásamt því að rekstr- arkostnaður snarhækkaði. Af þessu má ráða að forysta Vinstri grænna hefur metið það sem svo að tekjuaukinn yrði viðvarandi og að framtíðartekjurnar myndu standa undir auknum skuldum og rekstrarkostnaði. Góðærið hefur haldið áfram og á síðustu fimm árum hafa tekjur Vinstri grænna numið alls um 356,3 milljónum króna. Þar af nema opinber framlög 316,5 milljónum, eða um 89 prósentum af heildartekjum flokksins. Ríkisrekinn stjórnmálaflokkur Af ársreikningum stjórnmálaflokk- anna má ráða að helstu stórfyrirtæki styðji alla flokkana með líkum hætti. En þrátt fyrir það er stjórnmálaflokk- urinn Vinstri grænir kominn ansi ná- lægt því að vera ríkisrekinn flokkur, það vantar ekki margar milljónir upp á fullkominn ríkisrekstur. Þessi staða hlýtur að vera umhugsunarefni. Skatt- greiðendur hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir sætti sig við að fjármunum þeirra sé varið til þess að styrkja stjórnmálaflokka með jafn afgerandi hætti og hér hefur verið rakið. Jafn- framt er það áhyggjuefni fyrir lýðræðið í landinu hversu mikill aðstöðumunur myndast á milli núverandi stjórn- málaflokka og nýrra flokka sem vilja koma fólki á þing. Eyjólfur Konráð benti á þessa hættu á sínum tíma og því miður virðist hún fara vaxandi. Eftir Sirrý Hallgrímsdóttur »… á síðustu fimm ár- um hafa tekjur Vinstri grænna numið alls um 356,3 milljónum króna. Sirrý Hallgrímsdóttir Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. VG – áttatíu og níu prósent ríkis- rekinn flokkur Ég hóf afskipti af kjarasamningum sem trúnaðarmaður á stórum vinnustað á árunum upp úr 1975. Á þeim tíma var sam- ið reglulega um launahækkanir sem námu nokkrum tug- um prósenta á hverju ári og stjórn- málamenn felldu svo krónuna nokkru síðar um svipaða tölu. Okkur miðaði þar af leiðandi lítið við að bæta kaup- máttinn. Á árunum frá 1945 til 1985 lækkaði kaupmáttur að með- altali um 0,4% árlega hér á landi, á meðan hann óx t.d. í Danmörku um 1,6% að jafnaði. Okkur tókst að rífa okkur út úr þessu með þjóðarsáttarsamningum og kaupmáttur óx frá 1990 um 2,4% á ári að jafnaði. Þá var fast- gengisstefna en fyrirkomulagi gengismála er breytt án nokkurrar umræðu vorið 2001 og tekið upp fljótandi gengi með verðbólgu- markmiði. Í kjölfar þessa fór að bera á miklum lausa- tökum í ríkisfjármál- unum og vaxtamunur milli Íslands og ná- grannalandanna jókst umtalsvert. Krónan var felld þrívegis; 2000- 2001 um fjórðung, 2006 um fimmtung og svo 2008 um helming og hún hefur haldið áfram að falla. Þetta gerir það að verkum að kjara- samningar eru jafn- harðan ógiltir af þeim sem fara með hag- stjórnina. Það er því harla ein- kennilegt að heyra stjórnmálamenn senda stéttarfélögunum tóninn þeg- ar talið berst að kjörum fólks. Íslendingum er gert að greiða um 18% hærri afborganir af húsnæð- islánum en nágrannar okkar annars staðar á Norðurlöndum gera. Það er vegna ofurvaxta sem skapast vegna óstöðuleikans og gengisfell- inganna. Hvernig förum við að því að greiða þessa ofurvexti; jú við vinnum að meðaltali 8 klst. lengri vinnuviku en þekkist annars staðar á Norðurlöndum og notum greiðslu- dreifingu á vöxtunum og greiðum upp okkar lán á 40 árum á meðan það tekur félaga okkar á hinum Norðurlöndunum 20 ár að eignast sín hús. Við borgum tvisvar og hálfu sinni okkar hús á meðan ná- grannar okkar borga fyrir eitt hús. Sú hagstjórn sem hefur verið ástunduð hér á landi frá lýðveld- isstofnun hefur birst okkur í 25% meðaltalsverðbólgu á ári síðustu 60 ár. 25% verðbólga samsvarar því að fjórðungur árlegra tekna sé færður frá launþegum og spari- fjáreigendum til atvinnurekenda og hins opinbera. Íslenskir laun- þegar hafa sem sagt eytt 3 mán- uðum á ári í 60 ár í að niðurgreiða íslenskt atvinnulíf og rekstur hins opinbera. Þriðjung starfsævi okk- ar eyðum við í að greiða herkostn- að stjórnmálamanna, sem finnst eðlilegt að tryggja lágan launa- kostnað með verðbólgu. Þeir tala um að verið sé að tryggja atvinnu- stigið, það er gert með launalausri atvinnubótavinnu í þrjá mánuði á ári til þess að lagfæra rekstrar- afkomu fyrirtækjanna og hins op- inbera. Ásamt því að greiða niður óraunsæ kosningaloforð. Þetta kalla stjórnmálamenn að tryggja gott atvinnuástand, en hið rétta er að það er verið að skattleggja launamenn aukalega með þessu fyrirkomulagi. Gengisfelling er eignaupptaka hjá einum hópi. Þeir fjármunir gufa ekki upp, þeir lenda í vösum annarra. Að fella gengið er það sem hefur réttilega verið kallað, að láta almenning borga skuldir óreiðumanna, það er þeirra sem eru í stjórnmálum og þeirra sem standa illa að fyrir- tækjarekstri. Hvernig ætla menn að losa um gjaldeyrishöftin? Hvernig ætla menn að auka fjárfestingar hér á landi? Í þessu ástandi fá sprotafyr- irtækin og grasrótin í atvinnulífinu ekki fjármagn. Hlutabréfamark- aðurinn er dauður og fyrirtækin við grasrótina svelta vegna gjald- eyrishaftanna. Gjaldeyrir kemur ekki inn í landið nema í gegnum fjárfestingar fyrirtækja sem eru ekki háð gjaldeyrishöftum. Það þýðir einfaldlega að við getum ekki komið atvinnulífinu í gang nema að semja við erlend stórfyr- irtæki um byggingu stóriðju og fá þannig fjármagn inn í landið. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við þessa bláköldu staðreynd. Einstaklingum á vinnumarkaði fjölgar um 4.500 á ári. Fækkun er aftur á móti liðlega 2.000, fólk sem fer á lífeyrisbætur eða út af vinnu- markaði af einhverjum öðrum ástæðum. Við þurfum því að fjölga atvinnutækifærum um 2.000 á ári ef við ætlum að halda óbreyttu ástandi. Við erum með um 13.000 atvinnulausa hér á landi í dag og ef við ætlum að koma atvinnuleysi niður í viðunandi ástand þurfum við að búa til um 15.000 störf á næstu árum. Til þess að þarf að auka fjárfestingar í atvinnulífinu um 200 milljarða króna á ári. Hvernig ætla menn að gera það, ef ekki finnast aðilar sem vilja fjár- festa í íslensku atvinnulífi? Eftir Guðmund Gunnarsson » Sú hagstjórn sem hefur verið ástunduð hér á landi frá lýðveld- isstofnun hefur birst okkur í 25% meðaltals- verðbólgu á ári síðustu 60 ár. Guðmundur Gunnarsson Höfundur er fyrrv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands. Krónan mesti óvinur launamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.