Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 þá rekstrarstjóri bensínstöðva Skeljungs 2006-2009 og hefur síðan verið sölustjóri á fyrir- tækjasviði. Ingvi æfði og keppti í knatt- spyrnu og handbolta með Þór á æskuárunum, spilaði með old boys hjá Breiðabliki í nokkur ár, hefur starfað að félagsmálum á vegum Breiðabliks sl. 16 ár og setið í stjórn knattspyrnudeild- ar félagsins sl. fimm ár. Þá hefur Ingvi verið með- limur í jeppaklúbbnum 4x4 í mörg ár, sinnt ýmsum fé- lagsstörfum á vegum klúbbsins og ferðast með klúbbfélögum og ýmsum öðrum, vítt og breitt um öræfi landsins. Mjög liðtækur langhlaupari Ingvi er mikill langhlaupari og segir okkur svolítið frá þeirri ár- áttu: „Ég hef nú alltaf verið mikið fyrir útivist og hreyfingu. Jeppaferðirnar voru yfirleitt ekki í alfaraleið. Þann- ig kynntist maður landinu betur og uppgötvaði skemmtilega staði og náttúrufegurð. Ég hef þess vegna gengið á ýmis fjöll um dagana. Ég byrjaði að skokka með vinnu- félögum í hádeginu, hljóp síðan með félögum í Breiðabliki svona þrisvar í viku eða svo, en um 2003 fór ég að hlaupa fyrir alvöru og undirbúa mig undir löng hlaup. Ég hef þrisvar hlaupið Laugaveginn sem er 55 kílómetrar og tvisvar hlaupið mara- þon, fyrst í Reykjavík og síðan í Berlín fyrir viku. Svo hef ég hlaupið mörg styttri götu- og utanvega- hlaup hér heima. Ég stefni hins vegar á fleiri borgarhlaup erlendis.“ Hvað hleypur þú mikið í viku til að halda þér í æfingu? „Ég æfi nú með Afrekshópi Ár- manns og komst ég þá í alvöru form en hef aldrei verið í betra formi en einmitt nú. Ég hleyp svona 40-90 kílómetra á viku en hugsa líka vel um líkamann að öðru leyti, hvað varðar svefn og mataræði. Árang- urinn er einfaldlega mjög mikil vel- líðan, andleg og líkamleg. Svo má ekki gleyma að fjöl- skyldan hefur farið mikið á skíði og ég hef gaman af laxveiði.“ Fjölskylda Eiginkona Ingva var Unnur Björnsdóttir, f. 10.7. 1963, geisla- fræðingur. Þau skildu 2009. Börn Ingva og Unnar eru Birkir Snær, f. 14.2. 1990, nemi í verkfræði við HÍ; Petra Rut, f. 3.11. 1993, nemi við FG. Systkini Ingva eru María E. Ingvadóttir, f. 27.9. 1946, viðskipta- fræðingur í Reykjavík og fyrrv. vþm. og formaður Hvatar; Herdís Ingvadóttir, f. 12.11. 1948, búsett á Akueyri; Jón Grétar Ingvason, f. 9.1. 1950, lyfjafræðingur á Seltjarn- arnesi; Bjarni Rafn Ingvason, f. 10.5. 1953, matreiðslumaður á Reyð- arfirði; Áslaug Nanna Ingvadóttir, f. 26.8. 1960, hjúkrunarfræðingur við Landspítalann. Foreldrar Ingva voru Ingvi Júl- íusson, f. 6.10. 1923, d. 9.7. 1995, tæknimaður hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, og Guðrún Jónsdóttir, f. 26.4. 1923, d. 16.1. 2008, versl- unarmaður og húsfreyja á Akureyri. Úr frændgarði Ingva Júlíusar Ingvasonar Ingvi Júlíus Ingvason Rannveig Elíná Magnúsdóttir húsfr. á Litluvöllum Margrét Sigurtryggvad. húsfr. á Brekku Jón Bergvinsson b. á Brekku í Aðaldal Guðrún Jónsdóttir verslunarm. og húsfr. á Akureyri Elínborg Jónsdóttir húsfr. á Brekku Bergvin Þórðarson b. á Brekku Sigurveig J. Jónatansd. ljósmóðir á Litlulaugum Þorbergur Davíðsson b. á Litlulaugum Herdís Þorbergsdóttir húsfreyja Júlíus Jóhannesson bóndi og fræðimaður Ingvi Júlíusson, tæknim. hjá Vegagerð ríkisins Guðrún Bjarnadóttir frá Sellandi Jóhannes Jónatansson b. á Litlu-Tjörnum, af Hraunkotsætt Friðlaugur Sigurtryggvi Tómasson b. á Litluvöllum í Bárðardal Friðrika Tómasdóttir húsfr. á Stóruvöllum í Bárðardal Hermína Kristjánsson píanókennari Gunnar Sigurgeirsson tónlistarkennari Jón Sigurgeirsson skólastj. á Akureyri Langhlauparinn Ingvi Júlíus í Berlín. Snorri fæddist á Hrafnsstöðumí Svarfaðardal hinn 9.10. fyrireinni öld. Hann var sonur Hallgríms Sigurðssonar, bónda á Hrafnsstöðum, og Þorláksínu Sig- urðardóttur húsfreyju. Eiginkona Snorra var Þuríður skrifstofumaður, systir Birgis Finnsson, forseta Alþingis. Þuríður var dóttir Finns Jónssonar alþm. og ráðherra, og Auðar Sigurgeirs- dóttur. Börn Snorra og Þuríðar eru Mar- grét læknir; Hallgrímur, hagfræð- ingur og hagstofustjóri; Gunnar raf- tæknir, Auður hjúkrunarfræðingur og Finnur læknir. Snorri lauk stúdentaprófi frá MA 1932, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1936, og doktorsprófi frá Karolinska Institutet í Svíþjóð 1943. Snorri starfaði í Svíþjóð og víða fram til 1943 að undanskildu árinu 1939 er hann starfaði hér á landi. Þá var hann herlæknir í sjálfboðaliði Svía í Finnlandsstyrjöldinni 1939-40 og var sæmdur Finnska frels- iskrossinum með sverði og rauðum krossi og minnispeningi Finnlands- styrjaldarinnar með sverði 1940. Hann var einnig sæmdur ridd- arakrossi íslensku fálkaorðunni 1957, riddarakrossi Sænsku Norður- stjörnunnar og stórriddarakrossi fálkaorðunnar 1972. Snorri var starfandi læknir í Reykjavík 1943-47 og síðan sérfræð- ingur í handlækningum. Hann var aðstoðarlæknir við Landspítalann 1944-45, deildarlæknir þar 1947-51 og prófessor í handlæknisfræði við HÍ og jafnframt yfirlæknir við hand- lækningadeild Landspítalans frá 1951 og til æviloka. Snorri var í hópi þekktustu og virtustu lækna landsins á sinni tíð. Hann sat í læknaráði, í bygging- arnefnd Landspítalns, var forseti læknadeildar HÍ, og sat í stjórn Nordisk Kirugisk Forening, var for- maður Skurðlæknafélags Íslands og formaður Vísindasjóðs frá stofnun hans og til æviloka. Snorri var auk þess mikill áhuga- maður um fiskeldi og stofnað, ásamt fleirum, Tungulax hf. á Öxnalæk í Ölfusi. Snorri lést 27.1. 1973. Merkir Íslendingar Snorri Hallgrímsson 95 ára Guðrún Sveinsdóttir 85 ára Elín Hannesdóttir Helga Guðmundsdóttir Ingibjörg Kr. Kristjánsdóttir Oddbjörg Ingimarsdóttir Stefán Bergmundsson 80 ára Birna S. Kristjánsdóttir Björn Helgi Björnsson Eiríkur Þorkelsson Garðar Þorgrímsson Guðrún Steingrímsdóttir Halldóra Ólafsdóttir Sigríður Halla Einarsdóttir 75 ára Birgir Matthíasson Gísli Matthías Sigmarsson Rannveig Snorradóttir 70 ára Ása Norðdahl Guðmundur Davíðsson Jónasína Pétursdóttir Jón Már Richardsson Sigrún Margrét Einarsdóttir Þórdís Á. Guðmundsdóttir 60 ára Bertha Kristín Jónsdóttir Halldór Bjarni Maríasson Kolbrún Gunnarsdóttir Lárus Már Björnsson Lárus Sigmundsson Lidia Sigurjónsson Líney Traustadóttir Sigþrúður Sigurðardóttir 50 ára Fanney Ósk Ingvaldsdóttir Guðjón Þorkelsson Gunnar Ólafsson Helga Björnsdóttir Hrönn Einarsdóttir Margrét Hulda Rögnvaldsdóttir Þorkell Traustason Þorvarður Ægir Hjálmarsson 40 ára Alma Anna Oddsdóttir Björn Steinbekk Kristjánsson Elín Hjálmsdóttir Elín Valgerður Margrétardóttir Guðmundur Ingi Jóhannesson Gerardo Maano Santo Hafdís Sylvía Hreiðarsdóttir Halldóra Elín Jóhannsdóttir Laddawan Dagbjartsson Lilja Guðný Jóhannesdóttir Linda Rós Ragnarsdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Sigríður Helga Hauksdóttir Þorleifur Hannes Lúðvíksson Þórunn B. Klose Þorvaldsdóttir 30 ára Arnar Evuson Auður Ólafsdóttir Brynjar Örn Guðmundsson Grétar Sigfinnur Sigurðarson Guðmundur Karl Karlsson Heba Maren Sigurpálsdóttir Ingimundur Björgvinsson Janusz Stanislaw Zienkowicz Jenný Lára Magnadóttir Kolbrún Jónsdóttir Magnús Jósepsson Pawel Panasiuk Ragnar Jón Dennisson Sigurjón Ólafsson Til hamingju með daginn 30 ára Þröstur ólst upp í Leirulækjarseli við öll al- menn sveitastörf og er nú bóndi þar, ásamt móður sinni og eiginkonu. Maki: Sylvia Ósk Rodrigu- ez, f. 1987, nemi í uppeld- isfræði og húsfreyja. Sonur: Reynir Antonio Þrastarson, f. 2011. Foreldrar: Reynir Gunn- arsson, f. 1949, d. 2008, bóndi í Leirulækjarseli, og Edda Björk Hauksdóttir, f. 1956, bóndi og húsfreyja. Þröstur Reynisson 30 ára Þráinn ólst upp á Hellu, lauk prófum sem nettæknir frá Tækniskóla Íslands og starfar nú við sambýli fyrir einhverfa á vegum Reykjavíkurborgar. Maki: Þuríður Anna Ró- bertsdóttir, f. 1985, stuðningsfulltrúi. Dóttir: María Erla, f. 2010. Foreldrar: Erna Þórarins- dóttir, f. 1950, skólaliði á Hellu, og Gísli Þórðarson, f. 1944, bílstjóri í Rvík. Þráinn Gíslason 40 ára María ólst upp á Flateyri, lauk prófum sem hársnyrtir og leikskólaliði og hefur lengst af unnið við hárgreiðslu. Maki: Styrmir B. Krist- jánsson, f. 1973, prent- smiður. Dætur: Sædís Enja, f. 1999, og Hugborg Daney, f. 2007. Foreldrar: Nína Þórðard., f. 1942, húsfreyja, og Steinar Guðmundss., f. 1943, járnsmiður. María Elísabet Steinarsdóttir 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.