Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Kristján Ólafsson hrl Lögg. fasteignasali 414-4488 Heimir Sölufulltrúii 822-3600 Höfuð Fasteignamiðlun borg Kleppsvegur  104 RVK nei1m 2 71 Seld á 2 dögum ! Falleg 2ja herbergja    Kleifarsel  109 RVK nei2m 2 79 Seld á 2 dögum ! Snyrtileg 3ja herbergja íbúð á annari hæð Barónsstígur  101 RVK nei1m 2 31 Seld á 10 dögum ! Ósamþykkt risíbúð í 101 Reykjavík Frostafold  112 RVK nei2m 2 90 Seld á 32 dögum ! Falleg þriggja herb. íbúð á útsýnisstað. Rósarimi  112 RVK nei2m 2 72 Seld á 3 dögum ! Fín þriggja herbergja íbúð í litlu fjölbýli Flúðasel  109 RVK nei3m 2 101 Seld á 42 dögum ! Falleg 4ra herbergja     Vegna mikillar sölu og eftirspurnar get ég bætt við mig 2ja - 4ra herb.      höfuðborgarssvæðinu. Dæmi úr kaupendaskrá: Margrét leitar að tveggja herbergja íbúð Verð um 15 milljónir Elín leitar að fjögurra herberbergja íbúð. Helst með þvottahúsi innan íbúðar Verð allt að 26 milljónir Svanur leitar að þriggja herbergja íbúð í Hlíðum/Holtum/101 Rvk Verð allt að 25 milljónir           rað/parhúsi eða hæð og ris í Hlíðum og    Verð allt að 50 mills Hringdu núna 822-3600 heimir@hofudborg.is Ef ekki færð þú 50% afslátt “Seljum eignina þína innan 60 daga” af umsaminni söluþóknun Dæmi úr kaupendaskrá: Margrét leitar að tveggja herbergja íbúð. Verð um 15 milljónir. Elín leitar að fjögurra herberbergja íbúð. Helst með þvottahúsi innan íbúðar. Verð allt að 26 milljónir. Svanur leitar að þriggja herbergja íbúð í Hlíðum/Holtum/101 Rvk. Verð allt að 25 milljónir. Anna og fjölskylda leitar eftir fimm herb. rað/parhúsi eða h ð og ris í Hlíðum og Holtahverfi. Verð allt að 50 milljónir. Hringdu -360 hei ir org.is Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las grein Ingólfs Þór- issonar, þar sem hann svarar leit minni að starfsemi LSH í „100 húsum á 17 stöðum“ var sagan af Nýju föt- um keisarans. Í leit minni að hús- unum 100 ferðast ég um vefi sem tengjast Land- spítalanum, hvergi finn ég „100 hús á 17 stöðum“. Svar Ingólfs fólst í því að benda á landspítalavefinn og segja mér að finna þar 17 staði, líkt og spunameist- ararnir þegar þeir dásömuðu klæðin á vefstólum sínum. Samlíkinguna má nota áfram þar sem vinna nefnda birtist á vef verkefnisins. Á opinbera vefnum kemur nafn Ingólfs oft fyrir, hann er varafor- maður byggingarnefndar, er höf- undur greina, var framkvæmdastjóri NLSH og hefur setið í fjölda nefnda. Þessar nefndir tóku ákvarðanir um framtíðarskipulag og uppbyggingu LSH, staðarval, gerðu samkeppn- islýsingu, völdu hönnunarhópa, og hann var í dómnefnd. Nafnið kemur einnig fram í samgöngukönnunum og skýrslu Momentum Arkitekta um rekstrarhagræði NLSH og svona mætti lengi telja. Fækkar fermetrum? Í grein Ingólfs er tekið dæmi af þeim kröfum sem nefndir gera til ráðgjafa sinna, það er þó óljóst hversu mikið vægi þeirra álit hefur. Sem dæmi má nefna að erlendir ráð- gjafar meta það sem svo að 90- 120.000 fermetra spítali gæti þjón- ustað alla landsmenn. Nefndir taka sjálfstæða ákvörðun og árið 2005 er ákveðið að hanna 174.000 fermetra spítala. Vegna breyttra aðstæðna er fengið álit norskra ráðgjafa, í framhaldinu er ákveðið að „minnka“ spítalann í 235.000 fermetra og það er sú tillaga sem er beðið er eftir að skipulags- yfirvöld höfuðborg- arinnar samþykki. Illa kynntar skipu- lagsbreytingar Það eru liðin rúm 10 ár frá því ákveðið var að byggja háskólasjúkra- hús. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafa verið gerðar umtals- verðar breytingar á heilbrigðisþjónustu landsmanna, það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum, ræðu og riti að í framtíðinni verði öll sérhæfð sjúkrahúsþjónusta veitt á LSH og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, önnur sjúkrahús landsins veiti al- menna sjúkrahúsþjónustu. Þessi áform voru sett í lög árið 2007, afleiðingin er sú að búið er að loka flestum skurðstofum landsins og fækka fæðingarstöðum. Þessar breytingar eru kynntar á þann veg að verið sé að bæta þjón- ustuna með því að leggja hana af. Ég gef mér engar forsendur, eins og Ingólfur staðhæfir – ég hef fylgst með umfjöllun um heilbrigðismál í fjölmiðlum. Ásetningur eða fjárskortur? Ingólfur er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LSH (áður tækni- og eignasvið), verkefni þess sviðs er m.a. viðhald og endurnýjun húsnæðis (það kemur ekki fram á vef LSH hver ber ábyrgð á tækjum) og er varafor- maður byggingarnefndar NLSH. Til að undirstrika nauðsyn þess að byggja NLSH eru oft sýndar frétta- myndir af hrörlegum húsakosti LSH, fjörgömlum lækningatækjum, tækj- um sem bila og eru límd saman með límbandi. Frá því ákvörðun um NLSH árið 2002 var tekin, hefur húsnæði LSH fengið lágmarksviðhald og tækja- kaupum hefur verið frestað þar til starfsemin flyst í nýtt húsnæði á þeim forsendum að núverandi húsnæði uppfylli ekki kröfur um burðarþol, lofthæð og tæknikerfi. Ingólfur telur til kröfur sem gerðar eru til sýkingavarna og aðstöðu sjúk- linga í 50 ára legudeildaálmu, á vefn- um kemur fram að þessar deildir verða nýttar áfram og tengdar bráða- kjarna með undirgöngum. Mælt af korti eru undirgöngin um 200 metrar og eru í halla. Þetta fyrirkomulag á að stytta vegalengdir í kynningum um verkefnið. Í fréttum nýverið kom fram að minna er um spítalasýkingar en á öðrum háskólasjúkrahúsum og að dánartíðni sjúklinga eftir aðgerð var lægst á LSH í stórri rannsókn. 2,6 milljarða rekstrarhagræði spáð Þegar fyrsti áfangi er tekinn í notkun hefur LSH stækkað um 40.000 fermetra. Það er nokkuð öruggt að kostnaður vegna ræstinga, hitunar og ferðalaga með vörur og sjúklinga eykst. Hagræðið er reiknað þannig að vegna nýbyggingar fjölgi stöðugild- um ekki um 393, en það stendur til að fjölga sérgreinum, tækjum og skrif- stofum. Aðferðin til að spara þessi stöðu- gildi er mjög flókið spálíkan, sem gæti sýnt að með því að byggja enn stærri spítala mætti fækka stöðugild- um enn frekar. Ég hef sótt kynningarfundi um NLSH og heilbrigðiskerfið, spurn- ingum mínum hefur verið svarað á þá leið að ég finni svörin á vef verkefn- isins. Það getur verið að þeir sem bera ábyrgð á ákvörðuninni og hafa hags- muni af verkefninu sjái það sem þeim er sagt að sjá á þessum vef. Ég geri það ekki. Gegnsæir vefir Landspítalans Eftir Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur »Ég hef sótt kynning- arfundi um NLSH og heilbrigðiskerfið, spurningum mínum hef- ur verið svarað á þá leið að ég finni svörin á vef verkefnisins. Guðrún Bryndís Karlsdóttir Höfundur er sjúkraliði og verkfræð- ingur, sérsvið sjúkrahússkipulag. Hinn 20. október næstkomandi verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs sem af- marka með skýrari hætti en nú er meg- inhlutverk og störf for- seta sem þjóðhöfðingja og annars handhafa framkvæmdavalds ásamt ráðherra. Í 46. gr. um þingsetningu og 73. gr. um þingrof, er formlegt hlut- verk forsetans sem þjóðhöfðingja undirstrikað í núverandi stjórn- arskrá. Byggt er á því að vald for- seta sem handhafa framkvæmda- valds sé fyrst og fremst formlegt, hann undirriti stjórnarerindi ásamt ráðherra samkvæmt tillögu og að frumkvæði ráðherra og að ráðherra beri að jafnaði einn lagalega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Í umræðum stjórnlaganefndar var hins vegar lögð áhersla á að enginn embætt- ismaður ætti að vera ábyrgðarlaus eða hafinn yfir lög í lýðræðislegu samfélagi auk þess sem það væri andstætt þeim valddreifingarsjón- armiðum sem stjórnskipunin sé reist á að aðrar stofnanir samfélagsins geti ekki veitt forseta Íslands ákveð- ið aðhald. Af þeim sökum hefur ábyrgðarleysi forseta á stjórn- arathöfnum verið numið brott. Í 13. gr. gildandi stjórnarskrár kemur skýrt fram að forseti láti ráð- herra framkvæma vald sitt. Í til- lögum stjórnlagaráðs fellur þetta ákvæði hins vegar út en um leið falla út margar af þeim verklýsingum for- seta sem núverandi stjórnarskrá telur upp. Þá gerir 95. gr. um ráð- herraábyrgð, í tillögum stjórnlagaráðs, ráð fyr- ir því að vald forseta aukist þegar kemur að skipan ráðherra í emb- ætti dómara og rík- issaksóknara auk þess sem forseta er falið vald til að skipa for- mann hæfnisnefndar við ráðningu embættis- manna innan stjórn- sýslunnar almennt. Þessi tillaga er áhugaverð hugmynd þar sem æðsta handhafa framkvæmdavaldsins, for- setanum, er falið að veita fram- kvæmdavaldinu aðhald! Hér gætu vaknað spurningar um andstæð markmið, að forseti sé þjóð- höfðingi og fulltrúi allrar þjóð- arinnar annars vegar og hins vegar að forseti sé mögulegur þátttakandi í pólitísku fjaðrafoki. Þá er einnig at- hyglisvert að forseti virðist fá skýr- ari heimild til íhlutunar við stjórn- armyndun þar sem hann getur, samkvæmt tillögunum, gert tillögu um forsætisráðherra sem þingið þarf að kjósa um. Reyndar er und- anfari þess tvær umferðir þar sem þingflokkar og þingmenn ráða ferð- inni við stjórnarmyndun auk þess sem fleiri en forsetinn geta gert til- lögur að forsætisráðherraefni í þriðju umferð. Í ljósi þess að tillög- urnar gera ráð fyrir tíu vikna há- markstíma á kjöri forsætisráðherra er hugsanlegt að pólitískur forseti gæti með þessu haft veruleg áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í tillögunum er málskotsréttur forseta skýrður frekar frá því sem nú er í 26. gr. stjórnarskrárinnar, bæði frestur forseta til að taka af- stöðu til laga og eins er Alþingi gefin heimild til að fella lög úr gildi áður en þau eru lögð undir þjóðaratkvæði. Tillögurnar gera ráð fyrir því að forseti sé áfram æðsti handhafi framkvæmdavaldsins en jafnframt að hlutverk hans sé meira formlegs eðlis í hlutverki þjóðhöfðingja sem framselji vald sitt áfram. Þetta fram- sal á valdi á sér þó undantekningar eins og rætt hefur verið um varðandi skýran málskotsrétt, embættisveit- ingar hins opinbera og skýrara íhlut- unarvald við stjórnarmyndun. Og til þess að tryggja ákveðið aðhald hefur ábyrgðarleysi forseta á stjórn- arathöfnum verið numið brott. Tillögurnar virðast því auka virk völd forseta frá því sem nú er. Með tillögunum hefur annars vegar verið komið til móts við kröfur þjóðfundar varðandi endurskoðun á valdi for- seta og afstöðu til neitunarvalds hans og hins vegar kröfuna um fag- mennsku við ráðningar í stjórnsýsl- unni sem forsetinn ber nú endanlega ábyrgð á. Niðurstöðuna má túlka sem aukið forsetaræði sem draga má í efa að þjóðin geti verið sammála. Kosið um aukið forsetaræði Eftir Kjartan Örn Sigurðsson » Pólitískur forseti gæti með þessu haft veruleg áhrif á stjórn- armyndunarviðræður. Kjartan Örn Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi og fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.