Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012
Edda Ósk Tómasdóttir, einkaþjálfari og viðskiptafræðingur,festi kaup á líkamsræktarstöðinni Ræktinni á Akureyri íapríl síðastliðnum. Líkamsrækt hefur lengi átt hug hennar
allan og hugsaði hún sig ekki tvisvar um þegar tækifæri bauðst að
kaupa líkamsræktarstöðina. Hún keypti hana ásamt Katli Sigurði
Jóelssyni kærasta sínum. Hún útskrifaðist sem einkaþjálfari 2010 og
hefur verið í þessum bransa síðan.
Edda æfði körfubolta þegar hún var barn og unglingur. Í kring-
um tuttugu og fimm ára aldurinn hóf hún að stunda lyftingar og
hefur náð töluvert góðum árangri á því sviði.
Reksturinn á Ræktinni gengur ágætlega en hún stendur í miklum
breytingum um þessar mundir á líkamsræktarstöðinni. Á efri hæð-
inni er verið að opna bardagastöð í anda bardagaíþróttaklúbbsins
Mjölnis. Þar verður kennt brasilískt jiu jitsu, muay thai, kickbox og
fleira. Úrvalsþjálfari mun sjá um að þjálfa bardagaglaða Akur-
eyringa og nærsveitunga. Í þessari viku verða opnir tímar til að
kynna bardagaíþróttirnar.
Í tilefni dagsins ætlar Edda að „prófa muay thai og brasilískt jiu
jitsu. Ég er búin að fá pössun til að komast í tímana. Það er alltaf
gaman að prófa eitthvað nýtt. Kannski kíkjum við í bíó á þessum
þriðjudegi.“ thorunn@mbl.is
Edda Ósk Tómasdóttir á Akureyri 32 ára
Hraustleiki Afmælisbarnið og Akureyringurinn Edda Ósk ásamt
kærastanum og meðeiganda Ræktarinnar, Katli Sigurði Jóelssyni.
Brasilískar bar-
dagalistir og bíó
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Ylfa Rún Arnars-
dóttir, Alexander
Brimar Snæbjörns-
son og Guðrún
Ragna Kristjáns-
dóttir styrktu
Rauða krossinn
með 10. 185 krón-
um sem þau höfðu
safnað.
Söfnun
Þorlákshöfn Alexandra Rós fæddist
25. nóvember kl. 19.24. Hún vó 3.090
g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar
eru Helga Guðrún Ásgeirsdóttir og
Hávarður Jónsson.
Nýr borgari
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
Möguleiki á áletrun
Brúðhjón Guðfinna Ragnarsdóttir og
Magnús Grímsson gengu í hjónaband,
10. júlí síðastliðinn, í Skógarkoti á
Þingvöllum, í grænu túni, undir bláum
himni, sumri og sól. Sr. Bjarni Karls-
son gaf þau saman.
Brúðkaup
I
ngvi fæddist á Akureyri og
ólst þar upp á Eyrinni.
Hann var í Oddeyrarskóla,
stundaði nám við Iðnskól-
ann á Akureyri, lauk þaðan
sveinsprófi sem bifvélavirki 1984,
stundaði síðan nám við Tækniskóla
Íslands og lauk þaðan prófum í
rekstrarvélaiðnfræði 1987.
Ingvi lærði bifvélavirkjun hjá
Vegagerðinni frá því um 1980, starf-
aði þar síðan á sumrin og með námi
meira og minna til 1987.
Ingvi var tækniráðgjafi hjá Vald.
Poulsen 1987-88, var borstjóri hjá
Ísbor 1988-90, var síðan sölumaður
hjá Asiaco 1990-93, sölumaður hjá
Bílanausti 1993-96 en hóf þá störf
hjá Skeljungi og hefur starfað þar
síðan, fyrst hjá dótturfyrirtæki
Skeljungs, Frigg, á árunum 1996-
99, var síðan sölustjóri á fyrir-
tækjasviði fyrirtækisins 1999-2006,
Ingvi Júlíus Ingvason, sölustjóri hjá Skeljungi - 50 ára
Á Öræfajökli Ingvi með bróðursyni sínum, Erni Ingva Jónssyni, með Hvannadalshnúk í baksýn.
Aldrei í betra formi en nú
Með stúdentshúfuna Börn Ingva og Unnar, Birkir Snær og Petra Rut.