Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Mafíur horfa til Íslands 2. Lenti saman á þvottaplani 3. Ofbýður verðið á sígarettum 4. Mátti engu muna að stórslys yrði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Steed Lord heldur sína fyrstu tónleika hér á landi í yfir þrjú ár 1. desember næstkomandi, en meðlimirnir hennar eru búsettir í Bandaríkjunum. Fram að tónleikum geta aðdáendur sveitarinnar fylgst með vikulegum þáttum hennar á You- Tube en sá fyrsti birtist í gær. Steed Lord með viku- lega þætti á netinu  Tríó Sunnu Gunnlaugs heldur tónleika á Bóka- safni Seltjarn- arness annað kvöld kl. 20. Tríóið skipa Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari, Þor- grímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Þau munu leika nýjar tón- smíðar ásamt því að flytja efni af nýj- asta diski sínum, Long Pair Bond. Tríó Sunnu Gunn- laugs leikur nýtt efni  Tónleikarnir Jólagestir Björgvins fara fram í Laugardalshöll 15. desem- ber. Miðasalan hefst á midi.is 25. október kl. 10. Að vanda tekur Björg- vin Halldórsson á móti gestum, en meðal þeirra eru Bubbi Morthens, Diddú, Eirík- ur Hauksson, Gissur Páll Gissurarson, Sigríður Thorla- cius, Svala Björgvins, Valdimar og Þórunn Ant- onía. Jólagestir Björgvins haldnir 15. desember Á miðvikudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 5-10 stig. Á fimmtudag Suðaustanátt með rign- ingu og síðar skúrum, en léttir til nyrðra síðdegis. Hiti 3-8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt, 10-15 m/s norðvestantil, annars víða 5-10. Smáskúrir sunnan- og vestanlands, skýjað með köflum á Norðurlandi en bjartviðri eystra. Hiti 3 til 10 stig. VEÐUR Þótt ótrúlegt megi virðast hafa fjórir framherjar helst úr lestinni fyrir leiki íslenska knattspyrnulandsliðsins við Albaníu og Sviss. Þar fyrir utan eru tveir reyndustu sóknarmenn landsins ekki í landsliðshópnum sem nú er kominn saman í Tirana, höf- uðborg Albaníu, þar sem leikið er í und- ankeppni HM á föstu- dag. »1 Framherjarnir forfallast Hlynur Morthens, handboltamarkvörð- urinn reyndi úr Val, segir að sigurinn á Aftureldingu hafi verið gríðarlega mik- ilvægur fyrir ungt Hlíðarendaliðið. „Það var mun auðveldara að rífa sig upp í morgun og mæta á æfingu klukkan sex eftir sigurleik en eftir tap- leiki,“ segir Hlynur sem er leikmaður 3. umferðar hjá Morgunblaðinu. »4 Auðveldara að rífa sig upp á æfingu klukkan 6 Íslandsmeistarar Grindavíkur hófu titilvörn sína í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, af krafti í gærkvöldi með sannfærandi sigri á Keflavíkingum, 95:80, í Kefla- vík. Njarðvík vann óvæntan sigur í há- spennuleik í Þorlákshöfn þar sem sigurkarfan var skoruð á síðustu sek- úndu í framlengingu. Þá vann Snæfell lið ÍR örugglega. »3 Meistararnir byrja vel – spenna í Þorlákshöfn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég sætti mig aldrei við að tapa og fagna gullinu sérstaklega,“ segir Kristján Stefánsson, hæstaréttar- dómari í Winnipeg í Kanada, sem kom með íshokkílið Fálkanna til landsins fyrir helgi og fylgdi því eftir til sigurs á árlegu, alþjóðlegu móti Skautafélagsins Bjarnarins annað árið í röð. „Við Eric bróðir komum fyrst til Íslands 1985, síðan höfum við komið hingað um 40 sinnum og það hefur alltaf verið gaman,“ heldur hann áfram. Þegar opinberir gestir frá Íslandi mæta á Íslendingadagshátíðina á Gimli í Kanada tekur Kristján Stef- ánsson (Kristjan Stefanson) á móti þeim og aðstoðar þá sem best hann getur. Hann er íslenskur í báðar ætt- ir og þeir bræður hafa sótt Ísland reglulega heim síðan 1985, stundum allt að þrisvar sinnum á ári. Til- gangur ferðanna er misjafn og að þessu sinni kom Kristján sem fram- kvæmdastjóri og þjálfari Fálkanna. Eric, bróðir hans og fyrrverandi ráð- herra í Manitoba, var skipaður þjálf- ari liðsins í fyrra en átti ekki heim- angengt að þessu sinni. Þjóðaríþróttin „Þetta er okkar þjóðaríþrótt og það er ekki hægt að slíta sig frá henni,“ segir Kristján um hlutverk sitt hjá Fálkunum. „Nær allir Kan- adamenn hafa æft og spilað hokkí og ég er ekki undantekning. Ég hætti að æfa á unglingsárunum, missti áhugann á beinni þátttöku en hef verið virkur utan vallar og við Eric höfum til dæmis alltaf átt ársmiða hjá Winnipeg Jets í NHL-deildinni.“ Keppni í kanadísku og bandarísku íshokkídeildinni NHL átti að hefjast 11. október en búið er að fresta öllum 82 leikjunum sem áttu að fara fram 11.-24. október vegna kjaradeilu fé- laganna og leikmanna. „Stuðnings- menn liðanna eru auðvitað ekki ánægðir með gang mála og þetta er sérlega slæmt fyrir okkur vegna þess að Winnipeg Jets var aftur keypt til borgarinnar í fyrra eftir langa fjar- veru. Við stöndum uppi án þess að fá okkar leiki á næstunni og það er bagalegt, en ég er bjartsýnn á að þeir nái að semja þannig að við missum ekki af öllu keppnistímabilinu.“ Margir leikmenn í NHL hafa þeg- ar samið við lið í Evrópu vegna stöð- unnar og fylgja þannig í fótspor Fálkanna sem voru endurreistir vegna þátttöku í móti Bjarnarins í fyrra og komu aftur saman vegna mótsins um helgina. Stjórinn átti samt erfitt með að fylgjast með liðinu í úrslitaleiknum, virtist tauga- óstyrkur og gekk út og inn með skyrdollu í hendi, en fagnaði vel 4:0 sigri. „Ég er í sömu sporum og Brad Pitt var í myndinni Mo- neyball og mér líður best þegar ég sigra.“ Um 40 sinnum til Íslands  Fálkarnir vörðu íshokkítitilinn á alþjóðlegu móti Bjarnarins í Egilshöll Morgunblaðið/Árni Sæberg Gulllið Kristján Stefánsson með Fálkunum í Egilshöll. Eric Stefanson yngri er honum á vinstri hönd en sex frændur og Stefánssynir voru í hópnum. Fálkarnir frá Winnipeg í Kanada voru fulltrúar Kanada þegar fyrst var keppt í íshokkíi á Ól- ympíuleikunum – í Antwerpen 1920. Þeir urðu ólympíu- meistarar og skipa því sér- stakan sess í íshokkísögu Kan- ada og Íslands, en allir leikmennirnir nema einn voru af íslenskum ættum. Merki þeirra hefur verið haldið hátt á lofti, einkum í Winnipeg, en þar er sérstakt safn til- einkað þeim í nýrri íshokkí- höll borg- arinnar. Fálkarnir í fararbroddi ÓLYMPÍUMEISTARAR 1920

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.