Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lögreglumenn hafa lýst yfir áhyggj- um sínum undanfarið vegna fækk- unar í lögregluliðunum í landinu. Nú síðast í blaðinu gær sagði Snorri Magnússon, formaður Landssam- bands lögreglumanna, að vegna fækkunar lögreglumanna yrði ábyggilega mjög erfitt um vik, eins og rekstur lögreglunnar er í dag, að bregðast við uppgangi glæpagengja hér á landi. Í september lýstu lög- reglumenn á Suðurlandi áhyggjum af grafalvarlegu og versnandi ástandi löggæslumála á svæðinu vegna áralangs fjársveltis. Sögðu þeir íbúum stefnt í hættu vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkislögreglustjóra voru starf- andi lögreglumenn 656 talsins þann 1. febrúar 2012. Inni í þeirri tölu er embætti sérstaks saksóknara með 32 menn en á síðasta ári sameinaðist efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra sérstökum saksóknara. Með fluttust fjórtán stöðugildi. Í því voru bæði stöður lögreglumanna, sér- fræðinga og lögfræðinga. „Segja má að heildarfjöldi lögreglumanna fyrir utan þær stöður sem færðust frá efnahagsbrotadeild til sérstaks sak- sóknara séu um 640. Til samanburð- ar voru stöður 1. febrúar 2007 sam- tals 712. Þannig hefur lögreglumönnum fækkað frá 2007- 2012 um 72,“ segir í upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Á Íslandskortinu vinstra megin hér fyrir ofan má sjá fjölda lögreglu- manna í landinu 1. febrúar 2012, skipt eftir umdæmum. Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögreglulögum á Alþingi á dögunum. Það er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir málið nýkomið inn á borð nefndarinnar og það sé núna að fara í umsagnarferli. „Ef það gengur vel að vinna með það væri möguleiki á að koma því út frá okkur fyrir desemberhléið, en það verður í fyrsta lagi,“ segir hann. Stefnt að aukinni samhæfingu Ef frumvarpið verður samþykkt verður lögregluumdæmunum í land- inu fækkað úr 15 í 8. Árið 2007 var lögregluumdæmunum fækkað úr 25 í 15. Á vef innanríkisráðuneytisins segir að fyrir þessari fækkun og stækkun umdæma séu bæði fagleg og fjárhagsleg rök. Stefnt sé að því að standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar og auka samhæfingu og samstarf innan hennar um allt land. Færri lögreglumenn, stærri umdæmi Núverandi lögregluumdæmi Vestfirðir Blönduós Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Seyðisfjörður Eskifjörður Hvolsvöllur Vestmannaeyjar Selfoss Borgarnes Snæfellsnes Akranes Suðurnes Höfuðborgar- svæðið Lögregluumdæmi eftir breytingar Vesturland Km2: 9.520 Vegir (km): 2.826 Mannfjöldi: 15.379 Austurland Km2: 22.592 Vegir (km): 2.834 Mannfjöldi: 12.306 Höfuðborgarsvæðið Km2: 1.043 Vegir (km): 1.344 Mannfjöldi: 202.341 Suðurnes Km2: 818 Vegir (km): 595 Mannfjöldi: 21.088 Suðurland Km2: 24.689 Vegir (km): 4.896 Mannfjöldi: 23.802 Vestfirðir Km2: 9.354 Vegir (km): 2.013 Mannfjöldi: 7.137 Norðurland vestra Km2: 12.592 Vegir (km): 2.400 Mannfjöldi: 7.393 Norðurland eystra Km2: 22.088 Vegir (km): 3.189 Mannfjöldi: 29.006 Heimild: Ríkislögreglustjórinn 8 Fjöldi starfandi lögreglu- manna hjá viðkomandi umdæmi/embætti 8 27 77 9 8 6 19 5 7 32 8 7 14 303 Lögregluskólinn 7 Ríkislögreglu- stjórinn 79 Sérstakur saksóknari 32  Lögreglumönnum í landinu hefur fækkað um 72 frá árinu 2007  Um 640 starfandi lögreglumenn nú  Ef nýtt frumvarp til breytinga á lögreglulögum fer í gegn fækkar lögregluumdæmum úr 15 í 8 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Hraunavinir - www.hraunavinir.net Verndum Gálgahraun Birting myndarinnar er með leyfi ættingja Kjarvals. Undirskriftalisti á www.alftanesvegur.is MÓTMÆLUM VEGI UM GÁLGAHRAUN • Eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum. • Gálgahraun er á náttúruminjaskrá. • Í Gálgahrauni málaði Kjarval mörg sín þekktustu verk. • Gálgahraun tengist sögu Bessastaða frá landnámi. • Umhverfismat nýs Álftanesvegar er fallið úr gildi. • Gálgahraun er einstök útivistarparadís - Henni má ekki spilla. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rekstrarsamningur um Vaðlaheið- argöng er tilbúinn og bíður undir- ritunar innanríkisráðherra. Yfir- lýsing um aukið hlutafjárframlag Greiðrar leiðar ehf. var afhent fjármálaráðherra á föstudaginn var, að sögn Péturs Þórs Jón- assonar, stjórnarformanns Greiðr- ar leiðar ehf. og stjórnarmanns í Vaðlaheiðargöngum hf. Pétur sagði að hlutafjárframlag Greiðrar leiðar ehf. yrði greitt í tveimur áföngum. Búið er að kalla inn hlutafé upp á 200 milljónir króna og verður það borgað þegar lánasamningur verður frágenginn. Þá hefur náðst samkomulag um hvernig þær 200 milljónir sem bættust við í umfjöllun Alþingis um málið verða borgaðar. Pétur sagði að innanríkis- ráðherra hefði haft rekstrarsamn- inginn til skoðunar í nokkra daga. Samningurinn kveður á um heim- ild til Vaðlaheiðarganga hf. til að reka göngin og innheimta þar veg- gjöld. Drög að lánasamningnum hafa legið fyrir um nokkurt skeið. Hann ásamt rekstrarsamningnum og hlutafjárloforði Greiðrar leiðar ehf. fer síðan til skoðunar hjá Rík- isábyrgðasjóði. Þegar hann leggur blessun sína yfir gögnin verður hægt að undirrita lánasamninginn og verktakasamninginn í fram- haldi af því, að sögn Péturs. Að Greiðri leið ehf. standa 22 hluthafar og er búið að opna á fjölgun hluthafa, að sögn Péturs. Núverandi hluthafar standa að hlutafjáraukningunni ásamt Vega- gerðinni. Í hópi hluthafa eru öll 13 sveitarfélögin á Norðausturlandi eystra auk samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Einnig eru átta einka- fyrirtæki hluthafar. Greið leið ehf. á 49% hlut í Vaðlaheiðargöngum hf. en Vegagerðin 51%. Ljósmynd/Vegagerðin Vaðlaheiðargöng Undirbúningur er hafinn að gangagerðinni og búið að reisa brúarstólpa við þjóðveginn. Greið leið er búin að skila gögnunum Á myndinni til hægri hér fyrir ofan má sjá hvernig lögregluumdæmin verða ef breytingar á lögreglu- lögum verða samþykktar og þeim fækkar úr 15 í 8. Eins og sést á myndinni er land- fræðileg stærð embætta nokkuð misjöfn. Landfræðilega séð verður embætti lögreglunnar á Suður- landi stærst, umdæmi lögregl- unnar á Austurlandi og Norður- landi eru lítið minni. Þessi þrjú embætti þekja rúmlega 67% landsins. „Stærð umdæmis hefur mikil áhrif á störf lögreglunnar og er að- eins einn af áhrifaþáttum í starf- semi hennar. Svo víðfeðmum um- dæmum fylgja verkefni, svo sem í þjóðgörðum og á öðrum útivistar- svæðum sem eru fjölsótt af ís- lenskum og erlendum ferðamönn- um. Þegar slík landsvæði eru í umdæmum geta komið upp verk- efni sem kalla á mikla mannafla- þörf við úrlausn. Þessi embætti eru ekki endilega þau fjölmenn- ustu að íbúafjölda því að flestir íbúar eru á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra,“ segir í upplýsingum frá embætti Ríkislög- reglustjóra. Fara úr fimmtán í átta LÖGREGLUUMDÆMIN Á ÍSLANDI Alls eru 884 á biðlista eftir hús- næði á Stúd- entagörðum en þeir voru 815 þegar frestur til að staðfesta um- sóknir rann út í septembermán- uði. Því hefur þeim aftur fjölg- að sem bíða eftir að komast í stúdentaíbúðir en þeg- ar haustúthlutun lauk í ágúst voru fleiri eftir á biðlista en nokkru sinni fyrr, eða 1.018. „Eftir úthlutun í ágúst voru 1.018 á biðlista. Í september staðfestu 815 en nú í október hefur biðlistinn aft- ur lengst og á honum eru í dag 884,“ segir Rebekka Sigurðar- dóttir, upplýsingafulltrúi Fé- lagsstofnunar stúdenta. Rebekka segir biðlistana venjulega styttast töluvert eftir úthlutun, þ.e. þegar stúdentar sem ekki fengu úthlutað hafa fundið sér annað húsnæði. Annað sé uppi á teningnum í ár. „Nú vilja fleiri en nokkru sinni fyrr vera áfram á biðlistanum, sem gef- ur til kynna að húsnæði á görðum er fyrsti kostur fyrir marga og mjög brýnt að uppbygging stúd- entagarða haldi áfram,“ segir Re- bekka. Unnið er að byggingu nýrra garða í Vatnsmýrinni og er stefnt að því að taka fyrstu einstaklings- íbúðirnar í notkun í júlí á næsta ári. holmfridur@mbl.is Biðlistarnir aftur farnir að lengjast Rebekka Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.