Morgunblaðið - 26.10.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Tri ehf.
Suðurlandsbraut 32
104 Reykjavík www.tri.is
Verslunin er opin:
Alla virka daga kl. 09:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00
Storm Fly Jacket
Verð: 26.990 kr.
Tilboð: 21.592 kr.
Storm Fly Jacket
Verð: 26.990 kr.
Tilboð: 21.592 kr.
Nike peysa
Verð: 16.990 kr.
Tilboð: 13.592 kr.
Filament Tight
Verð: 11.900 kr.
Tilboð: 9.592 kr.
Miller LS
Verð: 6.990 kr.
Tilboð: 5.592 kr.Element Thermal tight
Verð: 14.990 kr.
Tilboð: 11.992 kr.
Vetrar-hjólreiðajakki
Verð: 22.990 kr.
Vetrar-hjólreiðabuxur
(þykkar)
Verð: 22.990 kr.
Vatnsheldar hjólreiðabuxur
Verð: 19.990 kr.
Vetrar hlaupa- og hjólafatnaður
-20%
-20%
-20%
-20%
-20%
-20%
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fótboltasaga GunnarsHelgasonar, sem hófst íVestmannaeyjum í bók-inni Víti í Vestmanna-
eyjum, heldur áfram í nýrri bók hans
Aukaspyrna á Akureyri. Sögusviðið
er að þessu sinni höfuðstaður Norð-
urlands, Akureyri, eins og titill bók-
arinnar gefur til kynna. Strákarnir
sem við kynntumst í fyrstu bókinni
eru núna tveimur árum eldri en halda
áfram að berjast til sigurs í hverjum
leik og takast á við áskoranir utan
sem innan vallar.
Fyrri bókin þótti feikilega góð
og fékk fjórar stjörnur hjá Morgun-
blaðinu og nú hefur Aukaspyrna á
Akureyri farið á topp barnabókalista
Eymundsson. Gunnar hefur um ára-
bil getið sér gott orð fyrir barnaefni
af ýmsum toga og ljóst að hann er
feikilega góður barnabókahöfundur.
„Mér hefur alltaf gengið vel að skrifa
efni sem höfðar vel til barna. Þegar
ég var nýútskrifaður úr Leiklistar-
skólanum skrifaði ég barnabækur og
sem barn sjálfur og eins unglingur í
menntaskóla skrifaði ég alltaf barna-
sögur,“ segir Gunnar en að hans sögn
hefur það blundað í honum í nokkurn
tíma að setja saman góða barnasögu.
„Fyrir þremur árum ákvað ég að nú
væri kominn tími á þetta og ég stefni
á að gefa út eina bók á ári.“
Tippar á réttu liðin
Aðspurður hvers vegna fótbolt-
inn hafi verið sögusvið bókanna seg-
ist Gunnar eitt sinn hafa lesið sænsk-
ar bækur um vandræðaungling sem
var góður í fótbolta og komu út í ís-
lenskri þýðingu. „Það voru bara
þýddar tvær bækur í bókaflokknum
og mig langaði alltaf í meira. Þá er ég
einnig búinn að vera að fylgjast með
strákunum mínum í fótbolta og hef
mikinn áhuga á fótbolta og ákvað því
að skrifa fótboltabækur sjálfur.“
Þegar sögusviðið tengist íþrótt-
um kemur alltaf upp spurningin
hvaða lið eigi að skrifa um. „Þetta er
stór spurning og ég ræddi þetta við
syni mína sem eru báðir í FH. Yngri
sonur minn vildi alls ekki að ég hefði
FH með því þeir eru búnir að vinna
svo mikið á undanförnum tíu árum og
því ekki vinsælir meðal stuðnings-
Aukaspyrna Gunnars
beint í mark
Barnabækur geta verið feikilega skemmtileg lesning, bæði fyrir börnin en ekki
síður foreldrana ef þeir lesa bækurnar fyrir börnin. Ný bók Gunnars Helgasonar,
Aukaspyrna á Akureyri, er barnabók sem fullorðnir gætu líka haft gaman af.
Þróttari Gunnar leikur listir sínar með boltann í Þróttarabúningnum.
Fótbolti Gunnar Helgason gefur út aðra barnabókina um fótboltastráka og
-stelpur sem kljást við áskoranir jafnt innan sem utan vallar.
Nú þegar óðum styttist í Airwves-
tónlistarhátíðina (hún hefst næsta
miðvikudag) er fiðringurinn heldur
betur farinn að láta á sér kræla, enda
svakalega skemmtileg stemning í
bænum þegar þessi tónlistarveisla
brestur á. Ekki einasta er gríðarlega
flott framboð á tónleikum heldur fyll-
ist líka bærinn af erlendum gestum
sem koma einvörðungu hingað til að
njóta hátíðarinnar. Ekki hafa allir efni
á að kaupa sér passa sem veitir að-
gang á alla tónleikana en fyrir þá er
full ástæða til að mæla með úrvali
tónleika sem ekkert kostar inn á, svo-
kallaða Off Venue-dagskrá. Þessa
dagskrá má nálgast á vefsíðunni ice-
landairwaves.is og um að gera að
undirbúa sig og skoða hvar og hve-
nær verða tónleikar, því þeir eru
margir og úti um allan bæ. Nú þarf
bara að velja og hafna og skipuleggja
sig og heyra og sjá sem mest.
Vefsíðan www.icelandairwaves.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Góðir Retro Stefson verður m.a. með tónleika fyrir alla á Ingólfstorgi.
Hellingur af ókeypis tónleikum
Nú er aldeilis tilefni til að skunda á
bókasöfn höfuðborgarinnar og hlusta
á æsku landsins lesa upphátt, því í
tilefni Lestrarhátíðar í október, sem
Reykjavík Bókmenntaborg Unesco
stendur fyrir, verða framhaldsskóla-
nemar með upplestur frá kl. 9-21 í
söfnum Borgarbókasafns í dag. Lesið
verður í tvo tíma í hverju safni og
endar lesturinn í aðalsafni kl. 19-21.
Nemendur lesa texta að eigin vali eða
í samráði víð kennara sína og má bú-
ast við að á þriðja hundrað nemendur
taki þátt í maraþoninu. Ari Eldjárn
lokar svo lestrarmaraþoninu með
uppistandi í aðalsafni kl. 21.
Allir eru velkomnir að koma og
leggja við hlustir.
Dagskrá lestrarmaraþonsins:
Borgarholtsskóli í Foldasafni, Graf-
arvogskirkju v/Fjörgyn: kl. 9-11
Menntaskólinn við Sund í Sól-
heimasafni, Sólheimum 27:
kl. 11-13
Fjölbrautaskólinn í Breiðholtií
Gerðubergssafni: kl. 13-15
Fjölbrautaskólinn í Ármúla
í Ársafni, Hraunbæ 119: kl. 15-17
Verzlunarskóli Íslands í Kringlu-
safni, Kringlunni: kl. 17-19
Menntaskólinn í Reykjavík í að-
alsafni, Tryggvagötu kl. 19-21 og
þar mun Ari Eldjárn setja loka-
punktinn með uppistandi kl. 21.
12 tíma lestrarmaraþon í dag
Ari Eldjárn lokar lestrarmara-
þoni með léttu uppistandi
Morgunblaðið/Golli
Ari Eldjárn Hrikalega fyndinn gaur.
Lífið er alltof stutt til að láta það
fram hjá sér fara, sagði einhver góður
maður einhvern tíma og hafði þó
nokkuð til síns máls. Því er full
ástæða til að hvetja fólk á öllum aldri
til að sprella og njóta lífsins, láta sér
í léttu rúmi liggja hvað öðrum finnst
og sleppa fram af sér beislinu. Það er
hollt og gott að fíflast og hlæja reglu-
lega, framleiða þannig náttúrulegt
endorfín (gleðiefni) og hleypa sólinni
inn í sálina. Allir saman nú: Syngja,
dansa, hoppa, hrópa, hlæja.
Endilega …
… sprellið sem
allra mest
Gleði Aldrei er nóg af henni.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.