Morgunblaðið - 26.10.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Við setjum stór spurningarmerki
við þær breytur sem þarna eru sett-
ar inn,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, um
niðurstöður nýrrar rannsóknar sem
benda til þess að íbúar háhitasvæða
séu allt að þrefalt líklegri til að
greinast með ákveðnar tegundir
krabbameins en aðrir. Rannsóknin
var meistaraverkefni Aðalbjargar
Kristbjörnsdóttur í lýðheilsuvís-
indum við Háskóla Íslands en í henni
var 74.806 einstaklingum úr mann-
talinu 1981 fylgt eftir í Krabba-
meinsskrá til ársins 2010. Tvö há-
hitasvæði voru til athugunar í
rannsókninni, Hveragerði og Mý-
vatnssveit.
„Þarna er í raun bara tekið tillit
til eins þáttar og það er hvort fólkið
bjó í Hveragerði á ákveðnum degi
árið 1981. Það er ekki spurt að því
hvað það bjó lengi hérna til dæmis
en það hlýtur að vera afgerandi þátt-
ur,“ segir Aldís. Hún segir að Aðal-
björg og leiðbeinandi hennar, Vil-
hjálmur Rafnsson prófessor, hafi
fundað með bæjaryfirvöldum um
niðurstöðurnar en á þeim fundi hafi
komi fram að ekki hafi verið kannað
hvort aðrir lífsstílstengdir þættir
hefðu haft áhrif.
Erfðaþátturinn ókannaður
„Síðan setjum við spurning-
armerki við það hvers vegna
Reykjavík og Suðurnesin voru ekki í
samanburðinum,“ segir Aldís en
svæðin voru undanskilin í rannsókn-
inni vegna þess að tíðni krabbameins
er hærri þar og því þóttu þau ekki
samanburðarhæf við háhitasvæðin
tvö. Aldís segir að enn fremur hafi
ekki verið kannað hvað þeir ein-
staklingar sem greindust með
krabbamein á þessum árum áttu
sameiginlegt annað en að hafa búið á
háhitasvæðunum né hvort erfða-
þættir hafi hugsanlega spilað inn í.
Dagbjört S. Bjarnadóttir, odd-
viti hreppsnefndar Skútustaða-
hrepps, segir rannsóknina kalla á
frekari rannsóknir. Aðstandendur
hennar hafi boðist til að koma og
sitja fyrir svörum og segir Dagbjört
að Aðalbjörg verði meðal gesta á
íbúafundi sem hefur verið boðaður
30. október næstkomandi, þar sem
m.a. stendur til að ræða fram-
kvæmdir í Bjarnarflagi.
„Ég held að það séu bestu og
heiðarlegustu viðbrögðin gagnvart
íbúum að bjóða þeim upp á að spyrja
þann sem framkvæmdi rannsóknina
spurninga,“ segir Dagbjört. „Mér
finnst þessi rannsókn allrar athygli
verð en hún kallar á fleiri spurn-
ingar og við fáum svör við ein-
hverjum þeirra en ekki öllum,“ segir
hún.
Frekari rannsóknir
Hvað varðar framhaldið segir
Dagbjört ítarlegar upplýsingar
liggja fyrir um heilsufar starfs-
manna kísiliðjunnar og starfsmanna
Landsvirkjunnar, sem gangist ár-
lega undir læknisrannsókn, og segir
hún að næst væri að vinna úr þeim
upplýsingum, þar sem þessir starfs-
menn séu hugsanlega útsettastir
fyrir áhrif frá háhitanum.
„Ef það eru þarna til mik-
ilvægar upplýsingar þá ætti ekkert
að liggja á þeim. En þetta er ferli í
gegnum Persónuvernd og annað
sem tekur tíma og þá þarf einhver að
sýna þessu áhuga og allt kostar
þetta peninga,“ segir hún.
Ljósmynd/www.mats.is
Rannsókn Fulltrúar háhitasvæðanna sem voru til athugunar í rannsókninni
segja niðurstöðurnar vekja upp ýmsar spurningar.
Niðurstöður kalla á
frekari rannsóknir
Hefði þurft að taka tillit til fleiri þátta, segir bæjarstjóri
Aldís
Hafsteinsdóttir
Dagbjört S.
Bjarnadóttir
Alþingi samþykkti í gær með 17
atkvæðum gegn 5 lagafrumvarp
frá meirihluta eftirlits- og stjórn-
skipunarnefndar þingsins. 12
þingmenn sátu hjá. Nýju lögin
fela það m.a. í sér að fallið er frá
áformum um hljóðritun rík-
isstjórnarfunda.
Lög um Stjórnarráð Íslands,
sem samþykkt voru haustið 2011,
gerðu ráð fyrir því að byrjað yrði
að hljóðrita ríkisstjórnarfundi um
síðustu áramót. Alþingi sam-
þykkti síðan í desember 2011
lagafrumvarp um að gildistöku
þessa ákvæðis yrði frestað til 1.
nóvember í ár og nú hefur
ákvæðið verið fellt úr gildi. Þing-
menn stjórnarflokkanna sam-
þykktu frumvarpið í gær að und-
anskildum Þráni Bertelssyni,
þingmanni VG, sem greiddi at-
kvæði gegn því. Það gerðu einnig
tveir þingmenn Hreyfingarinnar
og tveir óháðir þingmenn en
þingmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks og einn þing-
maður Hreyfingarinnar sátu hjá.
Ríkisstjórnarfundir
ekki hljóðritaðir
Geir Gunn-
laugsson
landlæknir
segir nið-
urstöður
rannsókn-
arinnar at-
hyglisverðar
og vísbend-
ingu um að ef
til vill þurfi að athuga betur út-
gufun frá háhitasvæðum.
„Það sem er erfitt við svona
rannsókn er að þetta er byggt á
mannfjölda á ákveðnum tíma-
punkti en það segir ekki hvernig
fólk eyðir sínu daglega lífi,“
segir Geir, þrátt fyrir að fólk t.d.
búi á háhitasvæði geti verið að
það starfi utan þess svæðis.
Hann segir rannsóknir af
þessu tagi flóknar og að fjöl-
margt þurfi að hafa í huga.
„Akkúrat þessar niðurstöður
leiða ekki til þess að við grípum
til einhverra sértækra aðgerða.
Miklu frekar til að hvetja rann-
sóknarsamfélagið til að skoða
þessi mál með opnum hug og
velta fyrir sér hvert þetta sam-
band raunverulega er og hvort
það sé til staðar,“ segir hann.
Þarf að hafa
margt í huga
LANDLÆKNIR
Geir Gunnlaugsson
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10 -18 og laugardaga frá 11-15
Steinunn
Kristjánsdóttir
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur mun næst-
komandi þriðjudag segja frá niðurstöðum rannsóknar
á rústum klaustursins sem rekið var á Skriðu í Fljóts-
dal frá 1493 til 1554.
Fyrirlesturinn verður í Þjóðminjasafninu þriðjudag-
inn 30. október og hefst klukkan 12:05.
Fjallað verður m.a. um það hvernig viðhorf kaþ-
ólskra til dauðans og hlutverk klaustursins end-
urspeglast í þeim leifum sem fundust í rústum Skriðu-
klausturs.
Fyrirlestur um klaustrið á Skriðu