Morgunblaðið - 26.10.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 26.10.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Madeleine prinsessa, yngsta barn Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar, og bresk-bandaríski fjármálamaðurinn Christopher O’Neill tilkynntu trúlofun sína í gær. Prinsessan sagði að þau hefðu ekki enn ákveðið brúðkaupsdaginn en hygðust ganga í hjónaband einhvern fallegan sumardag á næsta ári. Prinsessan kynntist O’Neil í New York-borg þar sem hún hefur búið frá apríl 2010 eftir að hafa slitið trú- lofun sinni og lögfræðings í Stokk- hólmi. Sænskir fjölmiðlar höfðu þá sakað hann um að hafa haldið framhjá prinsessunni. Silvía drottning er alsæl með trú- lofunina og virðist vera viss um að nýi heitmaðurinn svíki ekki prins- essuna. „Hann er 38 ára og geislar af trausti og hlýju,“ hafði fréttavefur Dagens Nyheter eftir drottning- unni. Sten Hedman, fyrrverandi frétta- ritari við sænsku hirðina, telur ólík- legt að Christopher O’Neill verði titlaður prins. „Auðvitað er það kon- ungurinn sem ákveður þetta en ég á erfitt með að trúa því,“ hefur frétta- vefur Svenska Dagbladet eftir hon- um. O’Neill fæddist í London 27. júní 1974, ólst upp á Englandi, gekk í skóla í Sviss og stundaði háskólanám í Boston og New York-borg. Hann er nú yfirmaður greiningardeildar fjármálafyrirtækis í New York. Prinsessan stjórnar barnahjálpar- stofnun sem móðir hennar stofnaði. Hún segir að þau ætli að búa áfram í New York, að minnsta kosti fyrst um sinn. bogi@mbl.is Trúlofuð Madeleine prinsessa með Christopher O’Neill. Hann hringdi í Svíakonung og fékk leyfi hans til að biðja prinsessunnar. Hún sagði já. Heitmaðurinn „geislar af trausti og hlýju“ AFP JÓLAGJÖFIN Í ÁR KOMNAR Í VERSLA NIR VERÐ AÐEINS 2.499.- STK. SAGAN ÖLL KYNNA& 2.670 ÞÚS. KR.* D i e s e l . i s | K l e t t h á l s 1 5 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 7 8 5 2 5 2 | d i e s e l @ d i e s e l . i s www.fiat500.is SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR NÝR FIAT 500 LOUNGE 2012 VERÐ KR. FIAT 500 LOUNGE - STJARNAN Á VEGINUM Glerþak með sólskyggni Útvarp með geislaspilara og MP3 spilara (4 hátalarar +2 tweeterar) BLUE&ME með AUX tengi: Bluetooth tækni, handfrjáls, raddgreining og rafrænn hljóðspilari með USB og AUX tengi Króm pakki: hliðar gluggarammar með krómi, króm útblástursrör, króm listar á fram og afturstuðara, króm gírhnúður 15” álfelgur á 185/55/ R15 dekkjum G R A F IK E R .IS *Miðað við gengi á euro 159

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.