Morgunblaðið - 26.10.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.10.2012, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Reykvíkingurinn Inger Anna Guðjónsdóttir er tvítug í dag,fædd 26. október 1992. Það stendur mikið til hjá Inger Önnuenda lendir stórafmælið á föstudegi. „Ég ætla að verja deg- inum með vinum og fjölskyldu. Fjölskyldan ætlar að elda uppáhalds- matinn minn og svo fer ég í bæinn með nánustu vinunum á eftir,“ segir Inger Anna. Þá er ekki allt upptalið: „Þar sem hrekkjavaka er á laugardaginn ætla ég að halda búningapartí þar sem stærri vina- hóp er boðið. Þannig að afmælishaldið verður tvöfalt og stendur alla helgina.“ Spurð hvaða búningi hún ætlar að klæðast í partíinu svar- ar Inger Anna að hún ætli að vera afmælisstelpan. Inger Anna nemur snyrtifræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og útskrifast þaðan í desember. Hún stefnir að því að mennta sig frekar í snyrtifræðinni og opna eigin stofu í framtíðinni. Það er stór áfangi að verða tvítug og er Inger Anna búin að vera spennt fyrir því í margar vikur. „Ég elska að eiga afmæli og geri alltaf eitthvað í tilefni þess. Afmælisdagurinn er minn og ef einhver eyðileggur hann er hann ekki lengur vinur minn,“ segir hún og hlær. Eitt af verkefnum afmælisdagsins hjá Inger Önnu er að fara í Vínbúðina. „Ég ætla að fara í fyrsta skipti í ríkið, það er stór áfangi. Ætli ég fari ekki inn og kaupi mér einn breezer, bara til að geta sagt að ég hafi farið í ríkið.“ ingveldur@mbl.is Inger Anna Guðjónsdóttir er 20 ára Afmælisbarn Inger Anna Guðjónsdóttir heldur tvöfalda veislu. Verður afmælis- stelpan í partíinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jónasína Þórð- ardóttir, fv. bæj- arstarfsmaður hjá Reykjanesbæ, og Jón- as Páll Guðlaugsson bólstrari eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 26. október. Þau munu ásamt börnum sínum snæða kvöld- verð í Turninum Kópa- vogi, í tilefni dagsins. Gullbrúðkaup Seltjarnarnes Birna Hallgrímsdóttir og Benedikt Helgason eignuðust son 15. október kl. 14.55. Hann vó 3.535 g og var 53 cm langur. Nýr borgari G uðrún fæddist á Akra- nesi 26.10. 1972 og ólst þar upp fyrstu sjö árin en síðan í Reykjavík. Hún var í Breiðagerðisskóla í Reykjavík og Réttarholtsskóla, lauk stúdents- prófi frá VÍ og prófi í viðskipta- fræði frá HÍ 1998. Þá fór hún út á vinnumarkaðinn en 2003 fór hún til Danmerkur og lauk MSc-prófi í alþjóðamarkaðsfræði og stjórnun frá CBS, Copenhagen Buissnes School, vorið 2006. Guðrún starfaði hjá Símanum á árunum 1998-2003, var þar fyrst þjónustustjóri við fyrirtækjaþjón- ustu en síðan vörustjóri við gagna- lausnir. Guðrún var markaðsstjóri hjá Skeljungi 2006-2009, sinnti kynn- ingarmálum hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna 2009-2010 og hef- Guðrún Margrét Örnólfsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar – 40 ára Fjölskyldan Guðrún Margrét og Auðunn Stefánsson ásamt Júlíu Hrönn, Elvari Karli og Hrafnkatli Orra. Fertug og í fimleikum Einn með mömmu Guðrún Margrét og Hrafnkell Orri „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Við eigum 15 ára afmæli Af því tilefni eru þessar vélar á sérstöku afmælistilboði Borvél 14.4 volt Gírar 2 36Nm, með dioðuljósi, 2 rafhlöður, 30 mín hleðslutæki. Afmælistilboð kr. 26.900.- Borvél 12 Volta Gírar 2, 30Nm, 2 rafhlöður, 30 mín hleðslutæki. Afmælistilboð kr.17.900.- Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.