Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Sumarið 2003 var ég frekar ólík sjálfri mér til heilsunnar, þreytt og þreklaus og mér datt helst í hug einhver hjartveiki því slík veiki er mjög tíð í föðurætt minni. Ég dreif mig í rannsókn hjá Hjartavernd og fékk þessa fínu skoð- un en ekki varð ég neitt hressari við það. Mér og heimilislækninum mínum þótti þetta ekki nógu gott og þegar ökklarnir á mér fóru að roðna og bólgna sendi hann mig til gigtar- læknis. Sá skoðaði mig vel og vand- lega – sendi mig meðal annars í lungnamyndatöku vegna gruns um einhvern sjúkdóm sem ég man ekki lengur nafnið á. Þá kom í ljós að í öðru lunga mínu var eitthvað sem ekki átti að vera þar. Þær upplýs- ingar voru afar óþægilegar og skyndilega var mér kippt út úr hinu daglega lífi. Í stað þess að mæta í vinnu þá þurfti ég að fara til Reykjavíkur dag eftir dag og flakka þar á milli hinna ýmsu staða í rannsóknir. Land- spítalinn, Borgarspít- alinn og Domus Me- dica urðu allt í einu staðir sem ég þurfti að mæta á og mér var rennt í gegnum hina ýmsu skanna, lungna- læknir potaði ein- hverju tæki niður í lungun og kíkti þar í gegn, blóð var tekið úr mér, í mig sprautað litarefnum og eitthvað geislavirkt var, held ég, líka sett í æðakerfið. Alla þessa daga var ég einhvern veginn í lausu lofti, enginn sagði neitt berum orðum en sumir létu liggja að. Yngri börnin mín – rétt fermd – voru heima í hálfgerðu reiðileysi og vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið með mömmu þeirra. Loks fór ég í sýnatöku en þá var skotið í lungað og sýni tekið út því. Ekki fór það nú betur en svo að lungað féll saman og ég sem hafði rembst við að bera mig vel féll líka Lungnakrabbi er lúmskur og hættu- legur sjúkdómur Eftir Ingibjörgu Þ. Þorleifsdóttur Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir Fyrir skömmu skrifaði sá mæti verk- fræðingur, Jónas Frí- mannsson, grein í Morgunblaðið og gerði fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg að umtalsefni. Greinin er skrifuð frá sjónarmiði bíleigenda, sem aka um landið og virða út- sýnið fyrir sér út um bílrúðurnar. Jónas sá þann kost mestan við nýjan veg um Gálgahraun (líka kallað Garða- hraun), að þá gæfist gott tækifæri að horfa yfir Gálgahraunið, rifja upp sögur af sakamönnum sem hengdir voru í Gálgaklettum og hafa svo Bessastaði í baksýn. Þessi upplifun væri gott nesti í heim- sóknum á forsetasetrið og kjörið umræðuefni við forsetann. Jónas nefndi í þessu samhengi, Höfðabakkabrúna yfir Elliðaárdal- inn sem margir hefðu mótmælt, en allir væru sáttir við í dag, enda nyti fólk útsýnis yfir dalinn. Ég held nú að flestir séu fullhertir með að fylgjast með umferðinni á brúnni, en bæti sér það kannski upp með gönguferð um Elliðaár- dalinn. En hvað um það. Ýmsir muna kannski líka eftir umræðunni um lokun vegar um Almannagjá og fólk gæti ekki notið þess lengur að aka niður gjána og horfa út um bíl- rúðurnar. En gjánni var lokað fyr- ir bílum og nú er Almannagjá, lík- lega vinsælasta gönguleið á Íslandi. Engum myndi detta í hug nú að taka aftur upp bílaakstur um gjána, enda líka varasamt eins og dæmin sanna. Og hverjum myndi t.d. detta í hug að leggja veg gegn- um Dimmuborgir í Mývatnssveit? Kæmist slík hugmynd í umræðu, myndi sá sem hampaði henni, ekki aka óhultur um Mývatnssveit ef ég þekki Mývetninga rétt. Það var léttur húmor yfir grein Jónasar Frímannssonar, en það sama verður ekki sagt um bæj- arstjórann í Garðabæ, sem í sjón- varpsviðtali notaði sömu rök og Jónas, grafalvarlegur í bragði. Vegurinn sem átti að flýta för fyrir Álftnesinga og auka jafnframt um- ferðaröryggi, var kynntur sem útsýn- isvegur, þar sem njóta mætti Kjarvalskletta við vegbrúnina. Fram að þessu hef- ur allur málflutningur gegn núverandi vegi byggst á því að hann væri svo hættulegur og slysagildrur við hvert bílmál (fótmál). Halda menn virkilega að bílstjórar sem horfa á aðra hönd á Kjarvalskletta og á hina til Bessa- staða og Gálgakletta, auki á um- ferðaröryggið? Ekki einu sinni út- skot eru sjáanleg á teikningum. Reyndin yrði líklegast sú með nýj- um vegi, að það yrði frekar gefið í í hrauninu og tæpast mun hraunið hlífa þeim sem út af lenda. Ef ein- hver skynsemi er til staðar, ætti frekar að minnka umferðarhraða á nýjum vegi s.s. með ljósum, hring- torgum og þrengingum. Og allt þetta er auðveldast að gera á nú- verandi en endurbættum vegi. Það er nú orðið fátt um rök hjá ráðamönnum Garðabæjar fyrir fyrirhuguðum vegi um Gálga- hraunið. Þvergirðingsháttur meiri- hlutans ræður för og ekki er hlust- að á neinar tillögur og sáttaleiðir. En það er alltaf ljós í myrkrinu. Vonandi sér meirihlutinn í bæj- arstjórn Garðabæjar ljósið von bráðar. Það er betra en að „keyra á Kjarvalskletta“. Keyrt á Kjarvalskletta Eftir Reyni Ingibjartsson » Það er nú orðið fátt um rök hjá ráða- mönnum Garðabæjar fyrir fyrirhuguðum vegi um Gálgahraunið. Þvergirðingsháttur meirihlutans ræður för. Reynir Ingibjartsson Höfundur fæst við útgáfustörf og er formaður Hraunavina. Nýlega var fróðleg- ur þáttur á BBC World, Politics Eu- rope. Þarna var á ferðinni upplýst um- ræða um Evrópusam- bandið. Evrópusambandið hefur lagt fyrir aðild- arríki að auka fram- lög til stjórnstöðv- anna um 6% á ári 2013 og næstu ár á sama tíma og krafist er niðurskurðar í öllum ríkjum vegna fjárlagahalla. Ef þetta næst ekki, en það er mikil mótstaða, hækka framlögin samt um u.þ.b. 2% árlega samkvæmt reglum. Það var kallaður í viðtal Spán- verji í fjárhagsnefndinni og hans rök fyrir aukningunni voru að það væri farið mun betur með peninga hjá stjórnstöðinni en í aðildarríkjunum! Honum var bent á að endurskoðendur treystu sér samt ekki til að skrifa upp á reikninga sambands- ins 18. árið í röð? Hann var seinn til svara. Svo slökktu þeir bara á Spánverj- anum. Næst var viðtal við tvo breska þingmenn sem vilja leggja niður mánaðarlega fundi í Strassborg en það er skrifað inn í sáttmálann að þar skuli vera fundir tólf sinnum á ári þrátt fyrir að höfuðstöðvar séu í Brussel. Í Strassborg eru líka glæsilegar skrifstofur og eina viku í mánuði ferðast 754 þingmenn og um 3.000 manna starfslið átta klukkustundir fram og til baka með lest sem kölluð er „the gravy train“ (sósulestin, góður franskur matur með sósum). Sumir kalla þetta líka ferðasirkus en það hefur náðst sparnaður á undanförnum árum því vörubílar keyra ekki lengur með pappírsstafla af skjöl- um og gögnin eru komin á netið. Þessar æfingar kosta aukalega um 180 milljónir evra og 19.000 tonn af útblæstri CO2 en hvort tveggja er mikið áhyggjuefni hjá sambandsaðilum gagnvart öllum öðrum! Fjármunir og útblástur En af hverju er þessu ekki hætt árið 2012 með allri þeirri tækni og fjarfundarbúnaði sem til er? Jú, Frakkar verða að fá sína sporslu eins og ýmsir aðrir og það þyrfti að koma eitthvað í staðinn eins og góður embættismaður benti á. Þetta á nefnilega þátt í að binda friðinn á milli þýskra og franskra eins og franski viðmæl- andinn benti á, mjög sannfærandi. Það hefur ekki verið stríð síðan EU var stofnað! Þetta er „symbol of peace“. Fróðlegur þáttur á BBC World, Politics Europe Eftir Árna Þór Árnason Árni Þór Árnason » Sósulestin til Strass- borgar er enn eitt dæmið um gífurlega só- un á fjármunum hjá Evrópubandalaginu. Er ekki alltaf verið að kalla á upplýsta umræðu? Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband 7 ára ábyrgð á öllum nýjum KIA bílum Komdu og prófaðu nýjan Kia cee’d Nýr Kia cee’d er kraftmikill, sparneytinn, rúmgóður og betur búinn en nokkru sinni. Hann eyðir aðeins 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og fær því frítt bílastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Verð frá 3.390.777 kr. Kia cee’d dísil. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %. Aðeins 28.777 kr. á mánuði í 84 mánuði* Kaupau ki: Vetrar - dekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.