Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  280. tölublað  100. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG SAGAN SÖGÐ FRÁ SJÓNARHORNI HULDUFÓLKS UNDARLEG NIÐURSVEIFLA Í NÓVEMBER VILDI TALA SKÝRAR OG KOMAST AÐ KJARNANUM VIÐSKIPTABLAÐ JÓNAS SIGURÐSSON 34BÓK MÆÐGINA 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við leggjum til að verð á flutningi raforku til dreifiveitna hækki um 9% og um 20% til stórnotenda. Hvað varðar dreifiveiturnar, eða raforku til almennings, er ástæða hækkunar- innar sú að Landsnet hefur ekki hækkað gjaldskrána til almennings síðan 2009. Hækkun um 9% til al- mennings er því 10-15% undir verð- lagsþróun,“ segir Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets. Hækkunin styrki rekstur fyrir- tækisins og geri það betur í stakk búið til að mæta „óhjákvæmilegum fjárfestingum á næstu árum“. Hækkar orkuverð til heimila Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, segir fyrirtækið þurfa að taka á sig hækkunina til stórnotenda, enda sé raforkuverðið bundið í samningum. Öðru máli gildi um smærri viðskiptavini, fyrirtæki og heimili. Raforkuverð til þeirra muni fljótt á litið hækka um nokkur prósent í kjölfar hækkunarinnar. Hve mikið muni skýrast á næstunni. „Þetta er slæmt. Hækkunin mun koma niður á arðsemi Orkuveitunn- ar,“ segir Bjarni um áhrifin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir hækkunina torvelda áform um aðskilnað Lands- virkjunar og Landsnets. Ásgeir Margeirsson, stjórnarfor- maður HS Orku, segir þetta hækka raforkuverð til almennings. MTorveldar aðskilnað »6 Hækkar raforkuverðið  Landsnet hækkar gjaldskrá til almennings um 9% og um 20% til stórnotenda  Torveldar aðskilnað við Landsvirkjun  OR boðar verðhækkanir í kjölfarið Fjórir eigendur » Landsvirkjun á 64,73% í Landsneti, RARIK 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur 6,78% og Orkubú Vestfjarða 5,98%. » Landsnet var stofnað árið 2005 til að annast flutning raf- orku og stjórnun raforku- kerfisins. „Þetta er búið að vera sex ára bar- átta hjá mér, ég hef staðið vaktina alveg frá 2006 og núverandi meiri- hluti er myndaður í kringum þetta, þannig að auðvit- að er þetta hrika- lega sárt,“ segir Inga Sigrún Atla- dóttir, forseti bæjarstjórnar í Vogum á Vatnsleysuströnd, eftir að meiri- hlutinn samþykkti loftlínur í landi Voga með 5 atkvæðum gegn 2 í gær- kvöldi. Forsaga málsins er sú að í sept- ember 2011 sprakk meirihlutinn þegar samþykkt var í bæjarstjórn að heimila Landsneti aðeins lagningu jarðstrengja um land sveitarfé- lagsins. Landsnet hefur sagt að jarð- strengur verði ekki lagður þar og íbúar verði að búa við gömlu raflín- urnar vilji þeir ekki loftlínur. Ekki kemur til meirihlutaslita vegna samþykktarinnar. una@mbl.is Samþykkja loftlínur í landi Voga Inga Sigrún Atladóttir Brugðið var á leik í Hörpunni í gær er persónur úr stjörnustríðsmyndunum birtust á meðal áhorfenda í hléi. Það var við hæfi því á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í gærkvöldi og í kvöld er flutt tónlist John Williams úr Stjörnustríðsmyndunum. Stjórnandi á tónleikunum er Lucas Richman en hann hefur stjórnað hljómsveitum víða um heim, eins og Fílharmóníu- sveitum New York-borgar, Los Angeles og í Fíladelfíu. Stjörnustríð Sinfóníunnar í Hörpunni Morgunblaðið/Árni Sæberg  Hagfræðideild Landsbank- ans telur að ef uppgjör föllnu bankanna fari fram í krónum og gjaldeyrir búanna verði gerður skilaskyldur til Seðla- bankans sé hægt að tryggja að útflæði ógni ekki sjálfbærni skuldastöðu þjóðarbúsins. Í svörum frá Seðlabankan- um segir að huga þurfi vel að lagalegri áhættu sem gæti fylgt slíkri leið. Telur bankinn að hún yrði tæp- ast réttlætt nema með tilvísun til neyðarréttar. Uppgjör í krónum afstýrði hættu á efnahagsáfalli Landsbankinn.  MP banki gekk endanlega frá áskriftarloforðum að nýju fasteignafélagi, FÍ fasteigna- félagi slhf., fyrir um tveimur vikum. Áskriftarloforðin nema tíu milljörðum króna og koma frá tíu lífeyrissjóðum, segir Örn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri fasteigna- félagsins, í samtali við Morgunblaðið. Kaupa á eignir með traustar leigutekjur til lengri tíma. MP banki stofnar tíu milljarða fasteignafélag Færir út kvíarnar.  Fjárfestum er ráðlagt að kaupa ekki hlut í frumútboði fjarskiptafélagsins Vodafone sem hefst á mánudaginn, að því er fram kemur í virð- ismati IFS Greiningu. Í matinu, sem var sent til fagfjárfesta í vikunni, segir að fjárfestar með langtímasjónarmið ættu að halda að sér höndum í útboðinu þar sem um sé að ræða „félag með rekstur án vaxtar selt á verði sem felur í sér tals- verðan vöxt.“ Samkvæmt greiningu IFS er markaðsvirði Vodafone um tveimur milljörðum króna lægra – 8,5 milljarðar í stað 10,5 milljarða – en útboðs- gengi félagsins gefur til kynna. Ráðleggja fjárfestum að halda að sér höndum VIÐSKIPTI Áframhaldandi geldingar grísa án deyfingar, drekking minka og eyrnamerk- ingar lamba og kiðlinga eru á meðal þeirra at- riða nýs frum- varps um velferð dýra sem margir gerðu athuga- semdir við. Alls bárust 42 umsagnir og athugasemdir við frumvarpið, frá einstaklingum, sérfræðingum, félögum og stofnunum. »22 Velferð dýra snertir marga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.