Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Einn af betri körfuknattleiksmönnum sem leikið hefur hér álandi, Brenton Birmingham, er fertugur í dag. Brentongerðist íslenskur ríkisborgari og býr í Njarðvík ásamt sam- býliskonu sinni og þremur drengjum. Hann segist ekki vanur mikl- um veisluhöldum á afmælisdaginn en viðurkennir þó að hann fái nánustu fjölskyldu og vini í smá veislu í dag. Brenton starfar sem flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli og hefur því minni aðkomu að körfuboltanum en áður. Hann segist þó opinn fyrir því að þjálfa í framtíðinni. „Það er frekar erfitt að finna tíma til þess. Ef ég ætla að þjálfa í framtíðinni, þyrfti ég að vera aðstoðarþjálfari með aðeins minni mætingarskyldu,“ segir Brenton. Hann kann virkilega vel við starf sitt á Keflavíkurflugvelli, segir það mjög skemmtilegt og spennandi en jafnframt krefjandi. Brenton kom hingað til lands árið 1998 og spilaði með Njarðvík og Grindavík auk þess sem hann reyndi fyrir sér úti í Evrópu um skeið. Þá á hann um 20 landsleiki að baki. En er hann orðinn meiri Íslend- ingur en Bandaríkjamaður í dag? „Svona 50-50, ég er náttúrulega búinn að vera á Íslandi þriðjung ævi minnar,“ segir Brenton. Hann segir fjölskylduna halda íslensk jól. „Við höldum alltaf íslensk jól. Strákunum finnst gaman að setja skóinn út í glugga og svoleiðis. Það er mjög skemmtilegt og allt öðruvísi en í Bandaríkjunum,“ segir þessi mjög svo geðþekki flugumferðarstjóri. heimirs@mbl.is Brenton Birmingham er fertugur í dag Sigurvegari Brenton Birmingham vann marga glæsta sigra á körfu- boltavellinum á sínum ferli, bæði með Njarðvík og Grindavík. Hefur stjórn á um- ferð í háloftunum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Garðabæ Patrik Máni fæddist 26. nóvember kl. 4.30. Hann vó 3.590 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Erna Dögg Brynjarsdóttir og Björn Kr. Marteinsson. Nýir borgarar Akureyri Aron Helgi fæddist 22. febr- úar kl. 10.32. Hann vó 3.820 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Valdís Anna Jónsdóttir og Ásgeir Friðriksson. V algeir Ingi fæddist á Teygingalæk á Bruna- sandi og sleit barns- skónum í foreldrahúsum þar til leiðin lá til náms, fyrst í Skógaskóla en þaðan útskrif- aðist hann með landspróf miðskóla vorið 1969. Að því loknu lá leiðin í Kennaraskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist með kennarapróf vorið 1973. Vann aukastörf með kennslunni Valgeir Ingi starfaði við kennslu, fyrst í Hafnarfirði og síðan á Kirkju- bæjarklaustri, samfellt frá árinu 1973 til 1990 og síðan skólaárið 1992-1993. Haustið 1990 hóf hann störf sem deildarsérfræðingur í Kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar og starfaði þar til vorsins 1991. „Í maí 1991 tók ég að mér að veita Upplýsingamiðstöð Suðurlands á Sel- fossi forstöðu ásamt því að móta þá starfsemi frá grunni. Starfaði ég við Upplýsingamiðstöðina til haustsins 1993. Þá réðst ég til Atvinnu- Valgeir Ingi Ólafsson, veitingamaður og kennari – 60 ára Í Grímsnesi „Ég við smíðar á pallinum við sumarhöll okkar hjóna. Ég smíðaði einnig innréttingarnar í bústaðnum.“ Alltaf haft nóg að gera Morgunblaðið/ÞÖK Í hjólhýsi „Við hjónin höfum í gegnum tíðina verið dugleg að fara með hjól- hýsi um landið og góður félagsskapur hefur verið í kringum þau ferðalög.“ Texasborgari Nautakjöt, laukhringir, nachos, jöklasalat, salsa og jalapenosósa Borgari, franskar, gos og kokteilsósa 1.550 kr. Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.