Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Ferðafélag Íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Myndakvöld Ferðafélags Íslands Skráðu þig inn – drífðu þig út Í kvöld fimmtudag 29. nóvember kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6 Eitt fjall á viku – myndasýning og kynning Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson Aðgangur ókeypis - allir velkomnir Allir velkomnir. Easy chic! Toppur, 2995,– Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sú ákvörðun Vegagerðarinnar að taka flóabátinn Baldur úr siglingum á Breiðafirði og nota til að leysa Herj- ólf af við siglingar á milli lands og Eyja getur skaðað útflutningsfyrir- tækin á suðurhluta Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Odda segir að ef þau komi ferskum fiski ekki frá sér daglega kunni þau að tapa markaði. Fjarðalax er að slátra laxi upp úr kvíum sínum í Arnarfirði og flytur af- urðirnar þrisvar til fjórum sinnum í viku fyrir flug á Keflavíkurflugvelli. Fara 30-40 tonn á viku með Baldri. Oddi á Patreksfirði og Þórsberg á Tálknafirði vinna ferskan fisk til flutnings á erlenda markaði og þurfa að koma konum daglega í flug frá Keflavíkurflugvelli eða um borð í flutningaskip í Reykjavík. Hæsta verðið fyrir ferskfisk „Sú breyting hefur orðið á síðustu tíu árum að sífellt stærri hluti af fisk- afurðum er fluttur út ferskur. Með því fæst hæsta verð sem greitt er í dag. Þessi framleiðsla skapar rekstr- argrundvöll fyrirtækjanna og sam- keppnishæfan rekstur,“ segir Sig- urður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda. Hann segir að fyrirtækin hafi verið að byggja upp sérstakt gæða- merki og viðskiptasambönd við kaup- endur í Sviss og víðar í Evrópu. „Það grundvallast á því að hægt sé að afhenda vöruna á hverjum degi og er mögulegt vegna þess að Baldur siglir á hverjum degi. Með því að taka Baldur úr umferð yfir háveturinn er klippt á þessa leið,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki sé hægt að halda Vestfjarðavegi opnum yfir vetrartím- ann, hvað svo sem Vegagerðin segi. Hann bendir á að ekki þurfi vind nema upp á 18 metra á sekúndu á Klettshálsi til að þjónusta falli niður á þeim vegi, sem þó sé einn af nýjustu köflunum á leiðinni. Þá skapist erf- iðleikar fyrir flutningabíla í hálku á hálsunum. Loks segir hann að ekki þurfi nema rigningu til að gera mold- arvegina frá því fyrir 1950 ófæra fyr- ir flutningabíla. Vegagerðin hefur boðað sérstaka þjónustu við vegfarendur þá viku til tíu daga sem áætlað er að viðgerð Herjólfs taki. „Þetta sýnir skilnings- leysi þeirra sem klippa á samgöngu- leiðir með þessum hætti, það er eins og þeir þekki ekki aðstæður,“ segir Sigurður. Hann segir að miðað við reynsluna af skipaviðgerðum megi búast við að verkið tefjist framyfir þann tíma sem áætlaður er. „Það er hundaheppni ef þetta tekst á þessum tíma og jafn- framt að halda veginum opnum fyrir flutningabíla á meðan,“ segir fram- kvæmdastjóri Odda. Fjarðalax flytur 30-40 tonn af ferskum laxi frá Patreksfirði til Keflavíkur í hverri viku og umbúðir og ýmsar aðrar rekstrarvörur til baka. Öryggisnetið farið „Við erum algerlega háðir því að koma fiskinum okkur í flug á ákveðnum tíma, þrisvar í viku. Brott- hvarf Baldurs skapar mikið óöryggi, búið er að taka öryggisnetið undan okkur. Nú erum við algerlega háðir því að vegirnir séu færir. Lítið má út af bregða enda sýnir reynslan að hálka getur tafið bílana í marga klukkutíma,“ segir Höskuldur Stein- arsson, framkvæmdastjóri Fjarða- lax. Hann segist hafa samúð með Vest- manneyingum í þeirra vandræðum en bendir á að málið þar snúist að- allega um flutning farþega, ekki út- flutning á afurðum því flutn- ingaskipin komi við vikulega. „Ég skil ekki af hverju útflutningsfyr- irtæki eiga að líða fyrir það,“ segir Höskuldur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Breiðafjarðarferja Baldur sem vanalega heldur sig við Breiðafjörðinn siglir nú á milli Landeyja og Vestmannaeyja. Klippt á flutningaleið  Stjórnendur útflutningsfyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum óttast að tapa markaði vegna færslu Baldurs Mikill verðmunur kom fram þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði á mánu- dag verðsamanburð á ferskum fisk- afurðum í 21 fiskbúð og verslunum með fiskborð víðsvegar um landið. Að sögn ASÍ var algengast að munurinn á hæsta og lægsta verði væri á milli 40-60%. Lægsta verð í Hafnarfirði og á Siglufirði ASÍ segir, að lægsta verðið hafi oftast verið að finna hjá Litlu Fisk- búðinni Miðvangi eða í 14 tilvikum af 24. Fiskbúð Siglufjarðar var næst oftast með lægsta verðið eða í 4 tilvikum af 24. Mikil dreifing var á hæsta verð- inu á milli verslana, en hæsta verð- ið var oftast hjá Hafinu fiskverslun í 7 tilvikum af 24, Fiskbúðin Vega- mót og Hafberg Gnoðarvogi voru með hæsta verðið í 6 tilvikum af 24 og Fiskikóngurinn á Sogavegi í 5 tilvikum af 24. Allar 24 tegundirnar sem skoð- aðar voru í könnuninni voru til hjá Fiskbúðinni Sjávarhöllinni á Háa- leitisbraut og Fiskbúðinni í Trönu- hrauni. Fæstar tegundirnar sem skoðaðar voru, voru til hjá Fylgi- fiskum á Suðurlandsbraut eða að- eins 4 af 24. Allt að 98% verðmunur Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 19% upp í 98%. Mestur verðmunur var á heilli hausaðri ýsu sem var dýrust á 990 kr. kg. hjá Fiskikónginum á Soga- vegi, Fiskbúð Suðurlands á Selfossi og Fiskbúðinni Mos í Mosfellsbæ en ódýrust á 500 kr.kg. hjá Fiskbúð Siglufjarðar. Munurinn er 490 kr. eða 98%. Minnstur verðmunur, 19%, var á roðflettri og beinlausri ýsu sem var ódýrust á 1.590 kr.kg. hjá Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði en dýrust á 1.890 kr.kg. hjá Fiskbúðinni á Sundlaugavegi, Fiskbúðinni Haf- bergi í Gnoðarvogi, Fiskikónginum á Sogavegi, Fiskibúðinni Hafrúnu, Hafinu fiskverslun í Hlíðasmára og Fiskbúðinni Vegamótum á Nesvegi. Lax í sneiðum var ódýrastur á 1.275 kr.kg. hjá Fiskbúðinni í Trönuhrauni en dýrastur á 1.898 kr./kg. hjá Hagkaupum. Það gerir 623 kr. verðmun eða 49%. Mikill munur á verði í fiskbúðum  98% munur á verði á heilli hausaðri ýsu  Algengur verðmunur 40-60% Munur Verð á fiski er misjafnt. Morgunblaðið/RAX Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er í slipp í Hafnarfirði. Verið er að gera við skipið eftir óhapp sem varð í Landeyjahöfn síðastliðinn laugardag. Sterkur straumur utan hafnarinnar bar skipið af leið með þeim afleið- ingum að önnur skrúfa þess rakst niður við vestari varnargarðinn. Skipt verður um eitt fjögurra blaða skrúfunnar og hin þrjú lagfærð, auk annarra lagfæringa. Vegagerðin brást skjótt við beiðni Vestmanneyinga um að tryggja með öðrum hætti siglingar á milli lands og Eyja og óskaði eftir því við eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sem siglir á milli Stykkis- hólms, Flateyjar og Brjánslækjar, samkvæmt samningum við Vegagerð- ina, að taka hlutverkið að sér. Baldur hefur stundum áður leyst Herjólf af hólmi en ekki á þessum tíma árs þegar vegir á Vestfjörðum eru oft ófærir. Gert við Vestmannaeyjaferju SAMGÖNGUR VIÐ EYJAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.