Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Reisubók Ólafíu Arndísar bbbbn Kristjana Friðbjörnsdóttir Myndskreyting: Margrétar E. Laxness JPV útgáfa 2012 Þetta er þriðja bókin um stelpuskottið Ólafíu Arn- dísi. Í fyrstu bókinni var hún í Flatey og skrifaði bréf til vina sinna, önnur bókin var í dagbókarformi þegar hún var búsett á Dalvík og nú í Reisu- bók Ólafíu Arndísar fer hún í ferðalag og skrif- ar vinum og ættingjum tölvupóst. Allt snið- ugar útfærslur hjá Kristjönu til að koma sögu Ólafíu Arndísar til skila. Ólafía Arndís er 12 ára og mikil persóna. Amma hennar fær hana til að fara með sér í ferðalag um landið á gömlum húsbíl og hlut- verk Ólafíu Arndísar er að skrá ferðasöguna niður á spjaldtölvu sem amma hennar gefur henni til verksins. Eitthvað er reisubókin erfið í smíðum en þeim mun duglegri er Ólafía Arn- dís að senda tölvupóst í mismunandi stíl eftir því hver viðtakandinn er. Þær heimsækja gamla pennavini ömmunnar víðsvegar um landið og út fyrir landsteinana. Meðan á ferða- laginu stendur fer amman fram á að Ólafía Arndís lesi Reisubók Guðríðar Símonardóttur og verður hún ákveðið stef í gegnum söguna. Eins og í fyrri bókum nær Kristjana að fræða lesandann um sögu, landafræði og fleira án þess að eftir því sé tekið, svo vel fellur fræðslan inn í söguþráðinn. Ungir lesendur ættu að verða betur að sér eftir þennan lestur auk þess sem bókin er algjör skemmtilesning. Texti Kristjönu er mjög góður, skemmtilega skrifaður og flæðir vel. Myndskreytingar Mar- grétar E. Laxness létta enn frekar á sögunni og eru góð viðbót. Eftir lestur allra þriggja bókanna er Ólafía Arndís orðin ein af mínum uppáhaldsskáldsagnapersónum. Lífleg og klár stelpa sem lifnar svo sannarlega við á blaðsíð- unum. Skrímslaerjur bbbbn Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler, Rakel Helmsdal Mál og menning 2012 Þau eru enn á ný mætt á svæðið, stóra skrímslið og litla skrímslið. Núna leiðist skrímslunum og þrátt fyrir að vera bestu vinir geta þau ekki komið sér saman um hvernig sé best að drepa tímann enda áhugamálin ólík. Stóra skrímslið vill veiða eða synda en það litla tefla skák eða hoppa í parís. Það verður úr en klaufaskapur stóra skrímslisins í parísnum verður til þess að setja af stað pirringsrifrildi þeirra á milli eins og má stundum heyra hjá börnum; „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Það fýkur í litla skrímslið sem meiðir stóra skrímslið í hita leiksins. Litla skrímslið sér ægilega eftir því og fer að ímynda sér allt hið versta, jafnvel að stóra skrímslið deyi. En daginn eftir hittast þau, það er góðu lagi með stóra skrímslið og allt verður aftur gott. Bæði stóra og litla skrímslið eru algjör krútt og það er ekki annað hægt en að halda upp á þau. Eins og í fyrri bókum er sagan dregin upp með sterkum myndum og stuttum texta. Skrímslin kljást við sömu tilfinningar og börn og fullorðnir og lesandinn á auðvelt með að tengjast þeim, finna til með þeim og gleðjast. Skrímslaerjur er sjöunda bókin um skrímslin og er eins og fyrri bækur mjög vel gerð, snert- ir við lesandanum og skemmtir honum. Gerðu eins og ég: Hvati og dýrin bbbnn Eva Þengilsdóttir Myndskreyting: Bergrún Íris Sævarsdóttir Mál og menning 2012 Hér er komin lífleg bók fyrir yngstu börnin sem eiga ekki bara að hlusta þegar lesið er fyr- ir þau heldur vera virkir þátttakendur í sögunni. Hvati er hvolpur sem fer með Ásu eiganda sínum í dýragarðinn. Hvata finnst dýrin ekki hreyfa sig nóg og fer að sýna þeim hvað á að gera. Hann sýnir t.d. hananum hvernig á að standa á öðrum fæti og gala hraustlega og kanínunni hvernig á að hoppa. Við hvert dýr sem Hvati hittir eru leið- beiningar til aðstandenda um hvernig þeir geta hjálpað barninu við að gera eins og Hvati er að kenna dýrunum. Mjög sniðug hugmynd hjá Evu, að semja sögu sem ýtir undir hreyf- ingu hjá börnum. Textinn er heldur einsleitur en ágætlega skrifaður og hentar vel í lestur fyrir yngstu börnin. Myndir Bergrúnar eru mjög viðeig- andi, vel gerðar, krúttlegar og litríkar. Eina sem ég get út á þær sett er að hún lætur hest velta sér með hnakk á bakinu. Gerðu eins og ég er vel heppnuð barnabók fyrir yngstu börnin sem krefst þátttöku bæði lesanda og hlustanda. Kattasamsærið bbbnn Guðmundur S. Brynjólfs- son Myndskreyting: Högni Sigurþórsson Sæmundur 2012 Í Kattasamsærinu segir frá læðunni Petru Pott sem er heimiliskött- urinn hjá heldur óárenni- legri fjölskyldu. Petra Pott er ung og óreynd kisa og á stundum erf- itt með að takast á við fjölskyldulífið. Fyrst í stað er hugsað vel um Petru Pott en síðan fer hún að gleymast og er heppin ef fólkið man eftir að fylla á matardallinn hennar. Heim- ilisfaðirinn er sérlega mótfallinn kattarófét- inu og talar oft um að senda hana í „sveitina“. Petra Pott kynnist hinum aldraða og lífs- reynda fress Hamlet sem býr skammt frá. Hann á ráð undir rifi hverju og aðstoðar Petru Pott við að ganga í augun á fólkinu sínu svo hún fái athyglina aftur og „sveitaferðinni“ er frestað. Þeim til aðstoðar er hundurinn Lúsíus. Ráðabrugg Hamlets gengur upp og ævisaga Petru Pott virðist ætla að fá góðan endi. Kattasamsærið er fjörug og öðruvísi saga. Í henni eru dýrin í aðalhlutverki og mannfólkið haft frekar óheillandi, enda er því hvorki gefið nafn né andlit. Þrátt fyrir að Petra Pott sé aðalsögupersónan á Hamlet sviðið, hann er skemmtilega skapaður köttur. Barnabækur Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur Skrímslaerjur Skrímslin rífast í nýrri bók. Bókakvöld Reykjavíkurakademíunnar, Sögufélags, Sagnfræðingafélags Íslands og Bókasafns Dagsbrúnar verður haldið í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar í kvöld milli kl. 20-22. Höfundarnir sem taka þátt í bóka- kvöldinu eru Eyrún Ingadóttir með Ljós- móðurina, Sigurður Gylfi Magnússon með Dagbók Elku, Jón Ólafsson með Appelsínur frá Abkasíu, Gunnar Þór Bjarnason með Upp með fánann! og Gunnar F. Guðmundsson með Pater Jón Sveinsson – Nonni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur stjórnar um- ræðum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Reykjavíkurakademían er í JL-húsinu, Hringbraut 121. Bókakvöld hjá Reykja- víkurakademíunni Jón Ólafsson Hljómsveitirnar Benni Hemm Hemm og Just Another Snake Cult halda tónleika á Gamla Gauknum í kvöld og hefjast þeir kl. 21.15. Benni Hemm Hemm er ekki lengur einn á ferð, orðinn að hljómsveit og af þeim sem troða upp með honum í kvöld má nefna Unnstein Manuel Stefánsson úr Retro Stef- son og Sindra Má Sigfússon úr Sin Fang. Verður það í fyrsta sinn sem þessir lands- kunnu tónlistarmenn leika saman. Just Another Snake Cult hefur aftur á móti minnkað, öfugt við Benna, og er hljóm- sveitin nú orðin að tríói. Sýrustig hljómsveitarinnar hefur hins vegar aukist, skv. tilkynningu. Fyrir sveitinni fer Thor And- ersen, „íslensk/kalifornískur brimbrettajesú“, eins og því er lýst í fyrrnefndri tilkynningu. Húsið verður opnað kl. 20 og fer miðasala fram við innganginn. Unnsteinn, Sindri og Benni Hemm Hemm Benni Hemm Hemm Kvartett gítarleikarans Jóns Páls Bjarna- sonar leikur á Múlanum í Norræna hús- inu í kvöld. Í fréttatilkynningu frá skipu- leggjendum kemur fram að Jón Páll sé „án efa einn virtasti jazzleikari þjóð- arinnar. Hér leikur hann nokkur af uppá- haldslögum sínum ásamt Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni á bassa og Einari Scheving á trommur“. Múlinn er að ljúka við sitt sextánda starfsár en hann er samstarfsverkefni Fé- lags Íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múl- ans. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er 1.500 króna aðgangs- eyrir en 1.000 kr. fyrir nemendur. Jón Páll Bjarnason leikur á Múlanum Jón Páll Bjarnason J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 8 - 10.40 12 HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 NIKO 2 KL. 4 - 6 L PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.30 7 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10.30 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.30 L SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 6 - 8 - 10.40 12 SNABBA CASH 2 KL. 8 - 10.15 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16 SKYFALL KL. 9 12 DJÚPIÐ KL. 5.50 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 HERE COMES THE BOOM KL. 8 7 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.50 - 8 12 SNABBA CASH 2 KL. 10.15 16 PITCH PERFECT KL. 5.50 12 SKYFALL KL. 10 12 –ROLLING STONE -T.V. SÉÐ OG HEYRT VIKAN 91% FRESH ROTTENTOMATOES 8.2 IMDB K LLING THEM SOFTLY KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8-10 NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.6 SKYFALL Sýndkl.6-9 PITCH PERFECT Sýndkl.8-10:15 WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 12 12 12 L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.