Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 www.gjofsemgefur.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 30 22 Fríða Guðlaugsdóttir og Hjördís Jónsdóttir skreytingameistarar sýna það nýjasta! Grímsbæ við Bústaðaveg s: 5881230 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fíkniefnaneytendur sem eru greind- ir með HIV-veiruna standa sig yfir- leitt vel þegar kemur að því taka lyf við sjúkdómnum. Sumir eru þó svo langt leiddir í neyslunni að þeir stunda lyfjameðferðina illa og óreglulega. Getur það haft þær af- leiðingar að líkami þeirra myndar ónæmi gegn lyfjunum og þau hætti að virka sem skyldi. Lyfin halda veir- unni niðri og ef þau eru tekin rétt dregur það verulega úr smithættu. Heyrst hefur af því að sumir fíklar með HIV fái ekki lyfjameðferð því talið sé að þeir nái ekki að viðhalda henni nógu vel til að það sé réttlæt- anlegt að fara af stað með hana strax. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir, spurður út í þetta mál, að fíklar eins og allir aðrir fái lyfjameðferð. „Ef þeir eru svo ruglaðir að þeir sækja ekki lyfin reglulega, því þetta er lyfjameðferð sem þarf að vera mjög regluleg, getur verið að mönn- um hafi sýnst að þetta gangi ekki upp á þeim tíma. En það er reynt allt til að fá fólk til að taka lyfin, það verður að taka þau,“ segir Haraldur. Hann bætir við að menn séu mjög meðvit- aðir um hvað lyfjameðferðin skipti miklu máli við að hindra útbreiðslu HIV og því sé allt til vinnandi að fólk taki lyfin sín. Haraldur segir marga fíkniefnaneytendur standa sig vel þrátt fyrir mikla neyslu en til séu fíklar sem mæti illa, taki lyfin í smá- tíma og hverfi svo, sem sé mjög slæmt, allt sé þó gert til þess að fá þá til að taka lyfin. Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunarverk- efnis Rauða krossins, sem m.a. út- vegar sprautufíklum hreinar nálar til að sporna við útbreiðslu HIV, segir að erlendar rannsóknir bendi til þess að fíklar séu ekkert síðri en aðrir við að viðhalda lyfjameðferðinni með ákveðinni eftirfylgni. „Þessi sjúklingahópur þarf eftir- fylgni sem er flóknari en við einstak- ling í góðri félagslegri stöðu. Rann- sóknir sýna að þegar hún er veitt standa þau sig vel. Okkar vilji er að tengja svona meðferð við einhvers konar miðstöð sem fíklar geta komið á til að sækja hreinan búnað og þar sem hægt væri að sinna þeim hópi sem þarf lyfjameðferð. Okkar reynsla er sú að fíklar sem hafa greinst með HIV séu ábyrgir, passi sig og þá sem þeir eru með í neysl- unni, að þeir noti ekki sömu áhöld,“ segir Þór. Allt reynt til að fá fíkla til að taka lyfin sín Morgunblaðið/Ómar Sprautufíklar Allt er reynt til að fá HIV-smitaða fíkla til að taka lyfin sín.  HIV-lyf draga verulega úr smit- hættu ef rétt tekin HIV á Íslandi » Átján hafa greinst með HIV- veiruna hér á landi það sem af er árinu. Fjórir þeirra eru fíkni- efnaneytendur. » Í fyrra voru þrettán af þeim 23 einstaklingum sem greind- ust með HIV í fíkniefnaneyslu. Þeir tengdust allir sama hópi sprautufíkla. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hvenær sett verður hafnbann á rússneska togara og fiskflutningaskip eftir að Rússar hafa veitt þann karfakvóta sem þeim er ætlaður á Reykjaneshrygg samkvæmt fjölþjóðlegu samkomu- lagi, að sögn Kristjáns Freys Helgasonar, sérfræðings í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu. Rússar hafa viðrað þann möguleika að setja löndunarbann á íslenskan makríl í Rússlandi, fái þeir ekki að landa karfa hér, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Íslensk stjórnvöld sendu þeim rússnesku bréf á liðnu vori vegna málsins. Þar var Rússum tilkynnt að íslenskar hafnir yrðu þeim lok- aðar hvað varðar karfalöndun og umskipun þegar þeir hefðu lokið við að veiða sinn hluta af karfa á Reykjaneshrygg, sem fjölþjóðlegt samkomulag um úthafskarfaveiðar kveður á um. Rússar brugðust við bréfinu í sumar og gerðu athuga- semdir við það. Þeir óskuðu einnig eftir tvíhliða viðræðum við Íslend- inga um málið og fóru þær viðræð- ur fram í Reykjavík í september síðastliðnum, að sögn Kristjáns. Mikið fundað um málið Íslenskir embættismenn hafa auk þess hitt rússneska kollega og rætt úthafskarfamálefni á auka- fundi fiskveiðnefndarinnar í Moskvu í júnímánuði, strandríkja- fundi í október og nú síðast á árs- fundi NA-Atlantshafs fiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) í nóvember. Framundan er svo ár- legur fundur fiskveiðinefnda Ís- lands og Rússlands sem haldinn verður í Reykjavík 10.-11. desem- ber n.k. Fulltrúar Íslands og Rúss- lands sammæltust um það á fund- inum í september að Ísland myndi bíða með aðgerðir en að Rússland myndi leggja fram vísindagögn og tillögur að stjórnun veiðanna. Rússarnir lögðu þessi gögn fram á fundi NEAFC í London fyrr í þess- um mánuði. „Tillögur þeirra um breytta stjórnun hlutu ekki hljómgrunn meðal annarra aðildarríka NEAFC. Þannig standa málin núna,“ sagði Kristján. Samkomulagið um úthafskarfa- veiðarnar var gert í Reykjavík í mars 2011. Að því stóðu strandríkin Ísland, Grænland og Færeyjar auk Noregs og Evrópusambandsins. Samkomulagið var síðan samþykkt af NEAFC. Rússar voru ekki aðilar að því og hafa mótmælt því með formlegum hætti og sett sér ein- hliða kvóta í framhaldinu. Íslensk stjórnvöld styðjast við 3. grein laga um veiðar og vinnslu er- lendra skipa í fiskveiðilandhelgi Ís- lands (22/1998) varðandi mögulegt hafnbann. Þar segir m.a. að ráð- herra geti ákveðið að ákvæði lag- anna um hafnbann gagnvart er- lendum skipum gildi „ef fánaríki skipsins er ekki aðili að samningi sem gildir um stjórn þeirra veiða sem viðkomandi skip stundar eða fylgir ekki þeim reglum sem settar eru samkvæmt þeim samningi, enda sé Ísland aðili að honum.“ Morgunblaðið/Jim Smart Hafnarfjörður Rússneskir togarar í höfn. Myndin er úr safni. Boðuðu hafn- bann á Rússa  Ekki ljóst hvenær bann tekur gildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.