Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 40

Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 40
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Allir Íslendingar fá 20% afslátt“ 2. Björgólfur og Kristín selja húsið 3. Kom að manni í rúmi sínu 4. Hús atað eggjum og matarlit »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarkonan Lay Low mun hefja tónleika bresku hljómsveitarinnar Daughter í tónleikaferð hennar um Bretland sem hefst 14. janúar nk. Tónleikarnir verða átta og þegar orð- ið uppselt á flesta. Lay Low kynntist liðsmönnum Daughter í New York fyrr á árinu, lék með þeim á tónleikum þar og einnig á Iceland Airwaves-- tónlistarhátíðinni í byrjun vetrar. Morgunblaðið/Ómar Lay Low í tónleika- ferð með Daughter  Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags verð- ur haldið í kvöld á Bar 46 og hefst kl. 20.30. Meðal þeirra sem lesa munu upp úr bók- um sínum eru Stefán Máni og Yrsa Sigurðardóttir. Þess má einnig geta að Samtök glæpasagnahöfunda á Bretlandi stofnuðu í ágúst sl. Ís- landsdeild að frumkvæði formanns síns, rithöfundarins Peters James. Glæpasagnahöfundar lesa upp á Bar 46  Esther Jökulsdóttir söngkona mun ásamt hljómsveit halda tvenna tónleika helgaða þekktustu jóla- og gospellögum Mahaliu Jack- son. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld kl. 20.30 í Egils- staðakirkju og þeir næstu í Fríkirkjunni í Reykjavík 13. des. kl. 20. Esther syngur lög Mahaliu Jackson Á föstudag Fremur hæg norðan- og norðaustanátt. Skýjað með köflum og él á stöku stað, en slydduél syðst. Frost 1 til 10 stig, mest í innsveitum fyrir norðan, en frostlaust með suðurströndinni. VEÐUR Evrópu- og Þýskalands- meistarar Kiel sýndu mátt sinn og megin þegar þeir mættu Rhein-Neckar Löwen í toppslag þýsku 1. deild- arinnar í handknattleik í gærkvöld. Kiel vann stór- sigur, 28:17, og hefur nú spilað 51 leik í röð án taps í deildinni. Löwen, undir stjórn Guðmundar Guð- mundssonar, tapaði hins vegar sínum fyrstu stigum á tímabilinu. »1 Meistarar Kiel léku sér að Löwen Eftir fimm daga leikur Ísland sinn fyrsta leik í Evrópukeppni kvenna í handknattleik þegar liðið mætir Svartfellingum í Serbíu. Konurnar feta í fótspor karlanna frá því á EM í janúar og leika í bænum Vrsac eins og þeir. Morgunblaðið heldur áfram að kynna leikmenn íslenska liðsins og í dag eru það hornamennirnir fjórir sem fjallað er um. »4 Konurnar leika á sama stað og karlarnir á EM Það stefnir í einvígi Manchester United og Manchester City um enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu annað árið í röð en bæði liðin unnu leiki sína í ensku úr- valsdeildinni í gærkvöld á meðan liðin í næstu sætum á eftir töpuðu stigum. Gylfi Þór Sigurðsson lék í hálftíma með Tottenham sem hafði betur á móti Liverpool. »3 Manchester-liðin eru að stinga af ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við þurfum að þjálfa hugarfarslega þætti rétt eins og líkamlega þætti en hingað til höfum við vanrækt hug- ræna þjálfun,“ segir Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson, M.Sc. í íþróttasálfræði og þjálfari A-landsliðs kvenna í knatt- spyrnu. Sigurður Ragnar flutti erindi um þjálfun afrekshugarfars á ráðstefnu Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi, sem var haldin í hátíðarsal HÍ í gær. Markmið samstarfsverkefnisins var að efla tengsl og samstarf fræðasviða HÍ og íþróttahreyfingarinnar í þeim til- gangi að vekja athygli á því hvernig starf HÍ getur styrkt starfsemi og stöðu íþrótta í samfélaginu. Jafnvel mikilvægustu þættirnir Það er gömul saga og ný að þjálfun beinist fyrst og fremst að því að efla líkamlega eiginleika eins og þol, styrk, hraða og tækni en hugarfars- þættir vilja verða útundan. Sigurður Ragnar bendir á að ekki síður sé mik- ilvægt að þjálfa þætti eins og sjálfs- traust, keppnisskap, markmiða- setningu og það að höndla mótlæti auk annarra þátta. „Það hefur verið sýnt með rannsóknum að okkar besta íþróttafólk telur að hugarfarslegir þættir séu gríðarlega mikilvægir og jafnvel mikilvægastir til þess að ná langt í íþróttum, en því miður virðist það vera þannig að þessir þættir eru ekki þjálfaðir nægilega mikið.“ Sigurður Ragnar segir að skýring- ar á þessari vanrækslu séu gjarnan þær að þjálfarar segist ekki hafa tíma í þessa þætti vegna þess að þeir þurfi að sinna líkamlegum þáttum, en það sé ekki nóg að reyna að leika á mót- herja eins og Ronaldo geri heldur þurfi andlega eiginleika eins og sjálfstraust og einbeitingu til þess að geta það. Eins segist þjálfarar ekki hafa þekkinguna, en úr þessu megi bæta. Þekkinguna megi fá hjá fag- fólki auk þess sem mikil þekking sé aðgengileg á netinu. „Við sem erum í þessum geira þurfum líka að ná betur til þjálfara og íþróttafólks, til dæmis með því að opna heimasíður og nota samskipta- miðla, því fólk vill sækja sér þekkingu þar sem það er heima hjá sér á þeim tíma sem hentar því sjálfu, á auðveld- an og ódýran hátt. Það er ekki nóg fyrir okkur að gera rannsóknir og birta þær í vísindatímaritum því þjálfarar og íþróttafólk lesa ekki mik- ið vísindatímarit eða langar rann- sóknir. Við þurfum að matreiða þekk- inguna ofan í fólkið sem þarf á henni að halda. Þannig náum við betri ár- angri.“ Úr hlekkjum hugarfarsins  Andleg þjálfun mikilvægari en margur heldur Morgunblaðið/Eggert Sigurvegari Sigurður Ragnar Eyjólfsson leggur mikið upp úr hugrænni þjálfun, uppsker eins og hann sáir og hefur náð manna lengst með kvennalandsliðið í fótbolta, en hann er á leið með það í úrslitakeppni stórmóts öðru sinni. Á ráðstefnunni ræddi Daði Már Kristófersson, dósent við hag- fræðideild HÍ, um hagkvæmni af- reksíþrótta út frá hagfræðinni. Borga afreksíþróttir sig? „Rann- sóknir sýna að fjárhagslega af- koman ein og sér er fremur nei- kvæð,“ segir hann. „Á hinn bóginn bendir umfang afreks- íþróttastarfs í heiminum eindreg- ið til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að styðja afreks- íþróttastarf.“ Daði Már segir að hagfræðin komi að gagni við lausn á ýmsum vandamálum í íþróttum. „Leikja- fræði er til dæmis mjög mikilvæg grein innan hagfræðinnar og íþróttir eru leikir,“ segir hann. „Það gefur því augaleið að meira og minna er hægt að beita hag- fræðigreiningu á alls kyns vanda- mál í íþróttum, hvernig mönnum er raðað í boðhlaupi, hvert menn velja að sparka boltanum í víta- spyrnu og svo framvegis.“ Þjóðhagslega hagkvæmt HAGFRÆÐI OG AFREKSÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 2-10 m/s og skúrir eða lítils hátt- ar rigning sunnan- og vestantil en stöku él norðaustantil. Hiti 1 til 5 stig sunnan- og vestanlands en frost 0 til 7 stig norðaustantil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.