Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 4

Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Verð: 18.500.- stgr. Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Mikil óánægja virðist ríkja meðal ferðaþjónustuaðila með tillögu ríkis- stjórnarflokkanna um að hækka virð- isaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 7% í 14%, jafnvel þótt fallið hafi verið frá því að hækka skattinn allt upp í 25,5%. „Við hljótum náttúrlega að fagna því að þetta hafi verið dregið til baka að hluta en við viljum fá þetta burt og það verði óbreyttur vaskur á þessu,“ segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla. Markús segir ferðaþjónustuna ekki síst ósátta við hversu skjótt breytinguna beri að. „Nú erum við að bóka á fullu fyrir næsta ár og við vit- um ekki enn hver virðisaukinn verð- ur, því það er ekki búið að ákveða þetta í þinginu. Við getum ekki sagt kúnnanum okkar hvað varan kostar á næsta ári og það er ekki síst það sem við erum að gera athugsemdir við,“ segir hann. Svört starfsemi muni aukast „Ég hef sagt það frá byrjun að ég trúi því ekki að þessi tillaga fari í gegnum þingið,“ segir Friðrik Páls- son, framkvæmdastjóri Hótels Rang- ár. „Markmiðið með tillögunni er að reyna að auka skatttekjur ríkissjóðs en það er búið að leggja fyrir fjár- málaráðuneytið og fjármálaráðherra gríðarlega góð gögn sem sýna fram á að það eru miklar líkur á því að raun- in verði hið gagnstæða,“ segir Frið- rik. Hann segir hækkunina tvímæla- laust munu draga úr fjölda erlendra ferðamanna en segist hafa meiri áhyggjur af því að svört starfsemi muni aukast umtalsvert. „Það var gríðarleg breyting á því þegar skatt- urinn var lækkaður á sínum tíma hvað dró úr svartri starfsemi. En hún er mjög alvarlegt mál í dag,“ segir hann. Friðrik segir Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa unnið ötullega að því að berjast gegn þessari þróun og að þau hafi m.a. gert vandaðar áætlanir í þessu samhengi og boðist til að vinna með fjármálaráðuneytinu. „Og það eru mikil vonbrigði að nýr fjár- málaráðherra skuli ekki sjá ástæðu til þess að taka í þessa útréttu hjálparhönd.“ Hann segir það ekkert launungar- mál að ferðamönnum þyki alls ekki ódýrt að koma til Íslands lengur en málið snúist ekki um það að verið sé að skattleggja arðbæra grein á með- an vel gengur. Afturvirkur skattur „Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki sem ganga vel borgi tekju- skatt af tekjunum sínum. En að skattleggja kostnað, eins og verið er að gera með þessum hætti, er bara öfug skattheimta,“ segir hann. Þá segir hann að vegna þess hve frest- urinn sé lítill, sé í raun og veru um að ræða afturvirkan skatt. „Það er mjög stór hluti af tekj- unum þegar markaður fyrir næsta ár. Þetta eru allt upp í 18 mánaða samn- ingar sem menn gera og margir munu ekkert komast út úr þeim,“ segir Friðrik. „Þetta er vond tillaga.“ Óánægðir með skattahækkunina  Gagnrýna stuttan frest  „Vond tillaga,“ segir hótelhaldari Morgunblaðið/Styrmir Kári Skattur Innan ferðaþjónustunnar er óánægja með tillöguna, jafnvel þótt fallið hafi verið frá meiri hækkun. „Við höfum ekki gert athugasemdir við það að frumvarpið væri sent Fen- eyjanefndinni til umsagnar. Við höf- um hins vegar áhyggjur af því að gögnin sem nefndin fái verði of tak- mörkuð, sérstaklega miðað við það sem við höfum heyrt hjá meirihlut- anum í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd, að einungis eigi að senda til- lögutextann og einhverja punkta úr greinargerðinni,“ segir Birgir Ár- mannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, um bókun hans og Ólafar Nor- dal um meðferð málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Þarna finnst okkur skipta máli að greinargerðin í heild verði þýdd og send, enda er það nauðsynlegt til þess að Feneyjanefndin, eða aðrir sem kynna sér málið, geti áttað sig á því hvaða breytingar eru í farvatninu. Þar fyrir utan þætti okkur eðlilegt að athugasemdir lögfræðingahópsins kæmust einnig til Feneyjanefndar- innar, ásamt og helstu athugasemd- um fræðimanna um tillögurnar sem þegar hafa komið fram,“ segir Birgir. Feneyjanefndin var stofnuð árið 1990 af aðildarríkjum Evrópuráðsins en hún mun taka beiðni Alþingis um yfirferð yfir tillögur stjórnlagaráðs fyrir á fundi 14. og 15. desember. Þýði inntak hverrar greinar Valgerður Bjarnadóttir, formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar, segir „ljóst að það sé ekki nauðsyn á að þýða alla þessa ítarlegu greinar- gerð sem fylgir með frumvarpinu“. „Hins vegar tel ég rétt að inntak hverrar greinar verði þýtt og þá á ég ekki við sérstakar útskýringar, held- ur inntak hverrar greinar. Við stefnum að því að það verði gert.“ baldura@mbl.is Þýði greinargerðina og sendi Feneyjanefndinni  Bókun sjálfstæðismanna í stjórnskipunarnefnd Alþingis Birgir Ármannsson Valgerður Bjarnadóttir Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, sem báðir verða í framboði fyrir Bjarta framtíð í næstu þingkosningum, styðja ekki tillögu ríkisstjórnarinnar um virðisaukaskattshækkunina. „Mér finnst engin ástæða fyrir því að ferðaþjónustan ein at- vinnugreina sé undanþegin vaski með þessum hætti. Það er hins vegar síðan annað mál hvernig þetta er framkvæmt,“ segir Ró- bert. Hann segir ómögulegt fyrir stjórnvöld að koma með skattahækkunina fyrir horn þegar búið sé að birta verðskrár og í mörgum til- fellum selja vör- una. Róbert segist ekki gera sér grein fyrir því hvort stjórnarflokkarnir hafi stuðning annars staðar frá til að ná tillög- unni í gegn. Ósáttir við framkvæmdina STYÐJA EKKI TILLÖGUNA Róbert Marshall Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Frestur sem sveitarfélögin hafa til þess að skila upplýsingum til fjár- málaráðuneytisins um útsvar og önnur gjöld á næsta ári rennur út hinn 15. desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu hafa tólf sveitarfélög af 75 skilað upplýsingunum. Engar breytingar verða á út- svari hjá stóru sveitarfélögunum en Seltjarnarnesbær og Grindavík hafa þó tilkynnt af það verði lækk- að þar. Að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, virðist ekki mikil lækkun verða á útsvari sveitarfé- laganna þó að ýmis gjöld verði lækkuð hér og þar um landið. „Þetta eru ekki miklar lækkanir en eru vonandi ávísun á það sem koma skal. Það er auðvitað jákvætt ef við sjáum meiri viðleitni í þá átt að sveitarfélögin lækki útsvarið á næstu árum því að það nær til allra íbúa,“ segir hann. Ennþá að vinda ofan af hruninu Almennt sé þó lítið að gerast í gjaldalækkunum nú. Sveitarfélögin virðist ekki komin á þann stað ennþá að geta lækkað gjöld sín því þau séu enn að ná tökum á rekstr- inum eftir hrunið. „Fyrir hrun var mikil samkeppni um íbúana og forsenda þess var að veita sem mesta þjónustu og bjóða upp á sem flestar lóðir. Það er ennþá verið að vinda ofan af því að mörgu leyti,“ segir Halldór. Að mati Halldórs er hægt að merkja pólitískar línur eftir stjórn- málaflokkum hjá sveitarfélögunum. „Vinstriflokkarnir í sumum sveitarstjórnum reyna að lækka gjaldskrár og hafa kannski sértæk- ari stefnu í gjaldtöku. Sjálfstæð- isflokkurinn fer frekar þá leið að gjaldskráin endurspegli kostnað og reynir að ná niður því sem allir borga eins og fasteignaskatti og út- svari,“ segir hann. Halldór bendir á neikvæð áhrif jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á út- svar minni sveitarfélaga sem hafa þurft að glíma við fólksflótta. „Þau eru eiginlega læst í hámarksút- svari. Þættir á borð við tekjujöfn- unarframlag og aukaframlag úr jöfnunarsjóði eru háð því að sveit- arfélögin fullnýti útsvarið.“ Enn ekki í stöðu til að lækka gjöldin Morgunblaðið/Golli Lækka Fasteignagjöld lækka meðal annars í Kópavogi á næsta ári. Mosfellsbær tilkynnti í gær að bæjarráð hefði samþykkt að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarrétt- argjöld á lóðum undir atvinnurekstur. Þá ætlar bærinn að bjóða upp á fjármögnun vegna lóðanna. Tilgangur þessara aðgerða er sagður vera sá að hvetja fyrirtæki og at- vinnurekendur til fjárfestinga og stuðla að því að bærinn verði fyrsti val- kostur þeirra sem hafa uppbyggingu í huga. Lóðirnar sem um ræðir eru annars vegar við Sunnukrika, sem er nýtt svæði undir atvinnustarfsemi við Vesturlandsveg, og hins vegar á at- hafnasvæði við Desjamýri í útjaðri bæjarins. Fella niður og lækka gjöld MOSFELLSBÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.